Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 21

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 21
Rit Mógilsár 31/2014 21 og aðalbláber eru talin afar rík af andoxunar- efnum (Faria o.fl., 2005; Ólafur Reykdal & Dana Kübber, 2005) og eru góð til að bæta meltingu (Biedermann o.fl., 2013) svo eitthvað sé nefnt af jákvæðum eiginleikum þessara berja. Sólber og rifsber eru einnig rík af heilsusamlegum efnasamböndum (Vagiri o.fl., 2012) og þau er auðvelt að rækta hér á landi. Hindber og jarðarber þurfa aðeins meiri umönnun til að skila góðum afurðum (Røen, 2013), en finnast þó einnig villt í skógum svo sem við Mógilsá í Kollafirði og á Hallorms stað. Öll þessi ber eru flutt inn í miklu magni og voru 470 tonn af nýjum berjum flutt til landsins árið 2013 að verðmæti um 550 milljónir (cif-verð) (Hagstofa Íslands, 2014). Hafþyrnir hefur ekki mikla útbreiðslu hér á landi enn sem komið er, en hann er vel þess virði að gefa honum meiri gaum í framtíðinni. Hafþyrnir er niturbindandi planta (Lindberg, 2011) og vex því vel í rýrum jarðvegi, svo sem á Markarfljótsaurum, þar sem hann dafnar vel (Aðalsteinn Sigurgeirsson, pers. uppl.). Rannsóknir hafa leitt í ljós mikið magn af andoxunarefnum í hafþyrni (Kruczek o.fl., 2012) en margar rannsóknir hafa verið gerðar á honum sem lækningajurt. Ber hafþyrnis eru einnig afar góð í hlaup, sultur og saft (Lindberg, 2011). Mikið af jurtum sem vaxa sem undirgróður í íslenskum skógum má nýta sem heilsu- og kryddjurtir (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, 1992), til litunar (Sigrún Helgadóttir & Þorgerður Hlöðversdóttir, 2010) og sem matjurtir (Hildur Hákonardóttir, 2006), allt eftir áhuga og aðstæðum hvers skógar- bónda. Margir möguleikar eru að koma jurtum sem vöru á framfæri svo sem að semja við fram leiðendur á heilsuvörum um að tína fyrir þá eða að þeir tíni jurtir í skóginum og greiði fyrir. Við nýtingu á jurtum í undirgróðri í skógum þarf að gæta vel að því að aldrei sé tínt meira en svo að jurtin geti vaxið og dafnað til framtíðar. Ein eru þau not sem hafa má af undirgróðri í skógum sem verða að teljast verulega umdeild, en það er beit búfénaðar. Saga íslenskra skóga kennir okkur að beita skógana okkar með varúð og gæta þess vel að ekki sé um ofbeit að ræða. Beitarskógrækt er þó stunduð víða um heim og er fyrst og fremst hugsuð til að nýta land til beitar og fá einnig af því timburafurðir. Beitarskógar eru almennt skipulagðir á annan hátt en skógur til timburframleiðslu og mörg atriði sem hafa þarf í huga við skipulagningu þeirra (Sæmundur Þorvaldsson, 2013). Hér á landi hafa sumir bændur áhuga á að nýta skóga til beitar þegar þeir hafa vaxið upp og fá þannig gott og skjólríkt beitiland sem getur komið sér vel þegar íslensk veður hrella búpening. Sérstaka aðgát þarf þó alltaf að hafa við beit í skógum og fylgjast þarf vel með beitarþunga og fjölda búfénaðar (Sæmundur Þorvalds- son, 2013). Dýr í skógum Beit dýra í skógi getur einnig flokkast undir þennan lið, en þar sem engin dádýr eru hér á landi eru beitarskógar taldir til undir- gróðurs. Erlendis eru fasanar og fleiri fuglar vinsæl veiðidýr í skógum ásamt dádýrum og hjartardýrum auk smærri dýra, en engin hefð er fyrir fuglaveiðum í skógi hérlendis enn sem komið er. Dýr í skógum hér á landi eru því aðallega býflugur. Margir hafa verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.