Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 58

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 58
58 Rit Mógilsár 31/2014 farnar tvær aldir. Þetta munstur bendir til þess að mun fleiri tegundir eigi enn eftir að setjast að á eyjunum í framtíðinni og að fjöldi plöntutegunda hafi hvergi nokkurs staðar náð „mettunarstigi“. Í stuttu máli: þrátt fyrir alhæfingar margra, lærðra sem leikra, og fáar en marg- endurteknar atvikssögur sem óspart er vitnað til (Mooney & Hobbs 2000, Lodge m.fl. 2006, Wilcove m.fl. 1998), heyrir til undan tekninga að framandi tegundir (aðrar en rándýr, sjúkdómar, maðurinn sjálfur og nánustu fylgi fiskar hans úr dýraríkinu – húsdýrin) hafi valdið fækkun tegunda – og þar með hnignun líffjölbreytni – á landslagsskala (Da- vis 2009, Sax & Gaines 2008, Schlaepfer m.fl. 2011, 2012). Geta nýbúar bætt hag frumbyggja? Án tillits til hvort lífvera telst innlend eða útlend, hefur margsinnis komið í ljós að tilvist framandi lífveru í vistkerfinu getur stuðlað að bættum hag innlendra tegunda og þar með eflt „innlenda“ líffjölbreytni (sjá yfirlit í Schlaepfer m.fl. 2011, 2012). Til dæmis hefur Lugo (1997) sýnt fram á hvernig flýta og hjálpa megi endurreisn tegundafjölbreyttra skóga innlendra trjátegunda á illa förnu landbúnaðarlandi á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi með skóggræðslu þar sem ein eða fáar tegundir innfluttra trjáa hafa verið gróðursettar (e. tree monocultures). Innfluttu „plantekrutrjátegundirnar“ hafa skapað skilyrði sem heppileg eru til þess að inn- lendu trjátegundirnar geti numið land, vaxið og dafnað. Í annarri rannsókn lýsir Lugo (2004) því hvernig „ágengar framandi trjá- tegundir“ á Púertó Ríkó sá sér út og mynda gjarnan samfellda teiga eða trjálundi einnar tegundar á landi þar sem skógi hafði áður verið eytt til þess að þaulnýta landið til land- búnaðar. Innlendar frumherjategundir á Púertó Ríkó virðast ófærar um að nema slíkt land fyrr en eftir að hinar seigari, úthalds betri innfluttu trjátegundir hafa búið í haginn og undirbúið jarðveginn. Með öðrum orðum gegna innfluttu trjátegundirnar því hlutverki að fóstra og næra innlendu flóruna. Lítil útbreiðsla náttúrlegs skóglendis á Íslandi hefur í för með sér að ræktaðir skógar, þar með talið skógar sem ræktaðir eru að hluta eða öllu leyti með innfluttum trjátegundum, fá aukið vægi við verndun mikilvægra bú- svæða þeirra tegunda plantna, sveppa og dýra sem háðar eru skógi. Væru ræktaðir skógar ekki fyrir hendi, væru tilvistarmögu- leikar tegunda sem eru sérhæfðar skóg- lendi enn takmarkaðri en ella. Jákvæð áhrif ræktaðra skóga innfluttra trjátegunda á margar innlendar lífverur hafa verið staðfest með rannsóknum í gróðursettum skógum innfluttra trjátegunda, jafnt hérlendis sem í nágrannalöndum okkar við norðanvert Atlantshaf (Ásrún Elmarsdóttir m.fl. 2008; Bremer & Farley 2010; Brockerhoff m.fl. 2008). 3. mynd. Á einangruðum úthafseyjum hefur tegundafjölbreytni plantna tvöfaldast eftir komu Evrópumanna fyrir tveimur öldum. Fáum plöntu­ tegundum hefur verið útrýmt og ekki er vitað til að nokkurri plöntutegund sem fyrir var hafi verið útrýmt vegna samkeppni við nýbúa í flórunni (Sax & Gaines, 2008).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.