Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 73

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 73
Rit Mógilsár 31/2014 73 Áhrif af hlýnun jarðvegs á gróðurfar í skóglendi og graslendi á Reykjum, Ölfusi Útdráttur Jarðvegur á víðfeðmum grónum svæðum á Reykjum í Ölfusi tók að hitna vegna breytinga í jarðhitakerfum í kjölfar Suðurlandsskjálftans sem varð 29. maí 2008. Þessar jarðhitabreyt- ingar hrundu af stað rannsóknarklasanum FORHOT þar sem stundaðar eru rannsóknir á sviði jarðhitavistkerfa og loftslagsbreytinga. Hér verður stuttlega fjallað um einn þátt í þessari vinnu, þar sem áhrif jarðvegshita á gróðurfar sitkagreniskóglendis og nær- liggjandi graslendis voru rannsökuð. Gróður- mælingar voru gerðar í reitum þar sem jarðvegshiti var mishár. Heildarþekja gróðurs var metin og tegundir greindar. Aðrir mældir þættir voru: hæð gróðurs, jarðvegsdýpt, jarðvegshiti og birta. Alls fannst 41 plöntu- tegund í skóglendi og 31 í graslendi. Í skóg- lendinu jókst birta í skógarbotninum þegar jarðvegshiti fór yfir þolmörk trjánna og þau tóku að drepast. Fjöldi plöntutegunda jókst með auknum jarðvegshita og birtu í skóglendi en minnkaði með auknum hita í graslendi. Í skóginum voru lágplöntur nær allsráðandi þar sem birtan var sem minnst. Grös, blóm- plöntur og byrkningar náðu aukinni hlut- fallslegri þekju þar sem skógurinn opnaðist vegna aukins jarðvegshita og birta náði niður á skógarbotninn. Í graslendi jókst hlutfall lágplantna með auknum jarðvegshita en byrkningar hurfu og eina dvergrunnateg- undin, blóðberg, tók við. Miklar breytingar hafa átt sér stað í báðum vistkerfunum. Jarðvegshiti í graslendi og samspil jarðvegs- hita og birtu í skóglendi eru greinilegir megináhrifavaldar gróðurbreytinga. Inngangur Meðallofthiti á jörðinni hefur aukist síðast- liðna áratugi og er talið að hiti muni aukast enn á næstu áratugum þar sem norður- heimskautssvæðin verða fyrir mestum áhrifum (Stocker o.fl., 2013). Lofthiti, og ekki síður jarðvegshiti, er ráðandi þáttur þegar kemur að samsetningu gróðurs og þeim teg undum er dafna á hverjum stað (Chapin o.fl., 1995; Ásrún Elmarsdóttir o.fl., 2003; Elmendorf o.fl., 2012, Ingibjörg S. Jónsdóttir o.fl., 2005). Ýmsar rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi hafa sýnt að hækkun lofthita um 1-5°C getur haft veruleg áhrif á tegunda- samsetningu plantna (Chapin o.fl., 1995; Ingibjörg S. Jónsdóttir o.fl., 2005). Jarðhitasvæði geta einnig boðið upp á góðar aðstæður til að rannsaka áhrif breytts jarðvegshita (O’Gorman o.fl., 2014). Hér á landi hefur gróður flestra háhitasvæða verið rannsakaður og honum lýst en samsetning hans ræðst af fjölmörgum þáttum (Ásrún Elmarsdóttir & Olga Kolbrún Vilmundardóttir 2009), ekki bara jarðvegshita. Minna er vitað um þær breytingar sem eiga sér stað þar sem jörð hitnar snögglega og hve hratt gróður svarar þeim breytingum. Það eru aðstæður sem líkjast því sem gerist með loftslagsbreytingunum. Áhrif loftslagsbreytinga á plöntur á heim- skautasvæðum hafa verið rannsökuð um árabil innan alþjóðlega rannsóknarverkefnis- ins ITEX (International Tundra Experiment; Elmendorf o.fl., 2012), þar sem yfirborðs- og jarðvegshiti er aukinn í vermireitum. Niðurstöður þess verkefnis benda til að breytingar á loft- og jarðvegshita hafi ólík áhrif á heimskauta- og fjallagróður, en það fer eftir staðsetningu rannsóknarsvæða, jarðvegsraka og lengd tilraunaverkefnisins á hverjum stað fyrir sig. Rannsóknirnar hafa Elín Guðmundsdóttir1*, Úlfur Óskarsson1 og Ásrún Elmarsdóttir2 1Landbúnaðarháskóla Íslands; 2Náttúrufræðistofnun Íslands *nem.elingudmunds@lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.