Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 51

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 51
Rit Mógilsár 31/2014 51 skyni að auka þekkingu í vistfræði, líkanagerð, stjórnun og hagfræði annarra skógarnytja í evrópskum skógum. Markmið NWFPs eru að: • Greina vistkerfi skóga í Evrópu með tilliti til skógarafurða annarra en timburs. • Kanna áhrif loftslagsbreytinga í Evrópu á vistkerfi skóga með áherslu á aðrar afurðir. • Safna saman þeim gögnum og líkönum sem til eru um nýtingu skóga, fylla í eyður og finna nýjar leiðir í gagnasöfnun og vinnslu þeirra. • Skoða sérþarfir í tengslum við nýtingu skóga og hvernig er hægt að tengja þær við skipulag og stjórnun timburskóga. • Skoða efnahagslega, félagslega, og menningarlega þætti, umráðarétt, rétt- indi og lög, heilbrigði og hlutverk skóga fyrir grænt hagkerfi. • Varpa ljósi á núverandi nýsköpun og framleiðslukerfi hennar í Evrópu. Til að auðvelda þessa þekkingarsöfnun og skilgreiningu voru myndaðir vinnuhópar (WG) eins og sést í 1. töflu. Hver þátttakandi valdi sér hóp og við Lilja ákváðum að vera saman í hópum, annars vegar vinnuhópi 3 sem fjallar um undirgróður og hins vegar í greiningarhópi 1, greiningu vistkerfa. Þó að þátttakendum sé skipað í hópa er ætlast til að allir vinni saman og hjálpist að við upplýsingaöflunina. Okkur er ætlað að vera tengiliðir við þá fræði- menn sem starfa í okkar landi til að vinna þennan gagnagrunn og gera hann sem trú- verðugastan. Þessi vinna á að enda með bókaútgáfu og gagnagrunni á netinu þar sem hægt er að slá inn ýmis leitarorð og fá upplýsingar um vistfræði, hagfræði, nýtingu og fleira í evrópskum skógum. Hvernig getum við nýtt okkur þetta? Ef ég lít í eigin barm þá hef ég til dæmis áhuga á að vita hvaða jurtir í skóglendinu gefa rauðan lit. Ég gæti farið inn á vefinn og fundið flokk fyrir litunarjurtir og þar gæti ég til dæmis slegið inn „rautt“. Þá fengi ég upp heiti á þeim plöntum sem gefa rauðan lit, bæði á latínu og ensku. Einnig kæmu upp heiti staða þar sem umræddar jurtir vaxa og hvaða hluti þeirra er nýttur. Þarna væri því komið mjög gagnlegt tæki fyrir mig. Markhópurinn eða notendur Hverjir geta nýtt sér þessar upplýsingar? Það gætu verið t.d: • Hagsmunaaðilar, t.d. skógareigendur • Stjórnendur, skipuleggjendur, t.d. Lands- hlutaverkefnin WG1 Sveppir og jarðkeppir WG2 Afurðir af trjám t.d. korkur, harpix og síróp WG3 Undirgróður t.d. ber, litunarjurtir og lækningajurtir WG4 Dýraríkið t.d. veiði, hunang og vax TF1 Greining vistkerfa Greining vistkerfa Greining vistkerfa Greining vistkerfa TF2 Gögn og líkön vistkerfa Gögn og líkön vistkerfa Gögn og líkön vistkerfa Gögn og líkön vistkerfa TF3 Skógarumhirða Skógarumhirða Skógarumhirða Skógarumhirða TF4 Markaðsfræði, hagfræði og stjórnun Markaðsfræði, hagfræði og stjórnun 1. tafla. Vinnuhópar (Work Group) í verkefninu sem hver skiptist í mismarga greiningarhópa (Task Force).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.