Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 13

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 13
Rit Mógilsár 31/2014 13 Skógrækt í skipulagi sveitarfélaga Inngangur Uppbygging skógarauðlindar til framleiðslu á timbri á Íslandi hefur verið yfirlýst stefna Skógræktar ríkisins frá því að heildarlöggjöf um skógrækt var sett árið 1940. Stefnan hefur verið staðfest með lagabreytingum og nýjum lögum, síðast með lögum um Lands- hlutaverkefni í skógrækt (LHV) árið 2006. Þegar framkvæmdir hófust við lands- hlutabundin skógræktarverkefni í samræmi við lög (nr. 56, 1999) og skógræktin var orðin ríkisstyrktur landbúnaður á bújörðum, komu fram skoðanir um að skógræktin væri ógn við hefðbundna landnýtingu. Því var haldið fram að skógrækt gæti verið varasöm með tilliti til ásýndar lands. Fyrirsagnir eins og „Skipu- lagslaus skógrækt“, „Vistkerfi mófugla ógnað með skógrækt“ og „Verndum ræktunar- landið fyrir skógrækt“, birtust í fjölmiðlum og lesenda dálkum dagblaða (Þröstur Eysteins- son, 2011). Skógræktarframkvæmdir höfðu fram að þessum tíma þróast með þeim hætti að sá sem átti land og vildi planta gat gert það svo framarlega sem framkvæmdin gengi ekki á svig við gildandi skipulagsáætlanir. Ný viðhorf til skipulagsmála skógræktar Í kjölfar umræðu um skipulagsstöðu skógræktar og þeirrar staðreyndar að fjöldi sveitarfélaga hafði ekki lokið gerð aðalskipu- lags, kallaði ráðherra skipulagsmála eftir skipulagi fyrir landshlutabundu skógræktar- verkefnin. Lagðar skyldu fram ræktunar- áætlanir til 40 ára þar sem markmiðið væri að gróðursetja í 5% af landi neðan 400 m.h.y.s. Framkvæmdasvæði hvers LSV náði til margra sveitarfélaga og í samræmi við það var ákveðið að nýta svigrúm sérstaks svæðis- skipulags við áætlanagerð. Megintilgangur tillögu að sérstöku svæðis- skipulagi fyrir LHV var að sýna í einstökum atriðum stefnumörkun um landnotkun til skógræktar og kynna vinnureglur. Með tilliti til aukinna framkvæmda við skógrækt átti skipulagið líka að auðvelda sveitarfélögum að taka afstöðu til skógræktar í skipulagsvinn- unni. Almenningi skyldi einnig gefinn kostur á að segja álit sitt á ýmsum efnisatriðum verkefnanna eins og kveðið er á um varðandi aðkomu almennings að skipulagsmálum almennt. Fullmótuð tillaga að sérstöku svæðisskipu- lagi Norðurlandsskóga var lögð fram árið 2005 (Sérstakt svæðisskipulag fyrir Norður- landsskóga 2005) og tæpum tveim árum síðar var tillögunni hafnað af þáverandi umhverfis ráðherra. Tillagan þótti ekki upp- fylla kröfur um svæðisskipulag vegna þess að ekki var hægt að setja inn á skipulags- uppdráttinn öll framtíðar skógræktarsvæði. Það var þá eins og núna, ófyrirséð hvaða land yrði valið eða í boði til skógræktar LHV í framtíðinni. Ekki mátti við svo búið standa. Í kjölfar þeirrar niðurstöðu að ekki var hægt að rúma skógræktaráætlanir LHV og annarra aðila í sérstöku svæðisskipulagi hófu Skógrækt ríkisins og Skipulagsstofnun vinnu við gerð leiðbeininga um skógrækt í skipulags- áætlunum sveitarfélaga. Markmið með leiðbeiningunum var að veita svör við spurningum sem upp kynnu að Hallgrímur Indriðason skipulagsráðunautur, Skógrækt ríkisins hallgrimur@skogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.