Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 78

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 78
78 Rit Mógilsár 31/2014 birta berst á skógarbotninn og breytingar hafa orðið á samsetningu (2. mynd). Þar sem birtan var sem mest var hitinn jafnframt mestur. Með auknum jarðhita og birtu fjölgaði bæði háplöntu- og lágplöntuteg- undum en hlutfallsleg aukning háplöntu- tegunda var meiri. Í graslendinu, þar sem ekki gætti sömu breytinga á birtuskilyrðum, fylgdi breyting á hlutföllum tegundahópa betur jarðvegs- hitanum. Mosar, grös, fléttur, byrkningar og blómplöntur voru í köldu reitunum, en með lítilli jarðhitaaukningu (+2 til +4°C) hurfu byrkningar og blóðberg bættist við tegundaflóruna. Algengasta blómtegundin í reitum þar sem jarðvegshitaaukning er +2 til +22°C var brennisóley og algengasta grastegundin var skriðlíngresi. Báðar þessar tegundir finnast gjarnan á jarðhitasvæðum, án þess að vera sérstakar „jarðhitategundir“, þ.e. tegundir bundnar jarðhita (Steindór Steindórsson, 1964; Ásrún Elmarsdóttir o.fl., 2003). Í graslendinu voru fleiri mosategundir en háplöntur í allra heitasta reitnum og hlut- fallsleg þekja lágplantna yfirgnæfandi meiri. Hitaþol plöntuhópa eða einstakra tegunda er misjafnt. Þar sem mosar hafa einungis rætlinga geta þeir þolað mikinn jarðvegshita. Mosi er algengur á jarðhitasvæðum og eru margar tegundir hitakærar eða þola mikinn hita (Evert & Eichhorn, 2013). Tildurmosi og engjaskraut virðast vera nokkuð hitaþolnar tegundir en þær fundust í nokkru magni á heitustu reitunum, bæði í skóglendi og gras- lendi. Hér á landi eru skilgreindar nokkrar tegundir háplantna sem jarðhitategundir (Steindór Steindórsson, 1964), en engin slík tegund fannst á rannsóknarsvæðinu. Jafnframt eru þekktar tegundir sem finnast í fleiri gróður- lendum, en sem þola jarðvegshitann vel og dafna þar sem hans gætir. Má þar nefna skriðlíngresi sem hefur töluvert hitaþol (Ásrún Elmarsdóttir o.fl., 2003) og lifði það til að mynda í reitum þar sem jarðvegshiti var allt að 35,5°C í skóglendinu. Ólík þróun gróðurs þar sem jarðvegshitinn var mestur í skóglendinu og graslendinu gæti stafað af mismiklum jarðvegsraka. Heitasta svæðið í graslendinu náði að þorna upp er leið á sumarið og vætudúnurt t.d. skrælnaði. Meiri jarðvegsraki í skóglendinu og hugsan- lega vægur skuggi og skjól af föllnum trjám gæti hafa stuðlað að hagstæðari skilyrðum fyrir burkna og ýmsar runnategundir. Fuglar, sem leita skjóls í skógum, bera einnig með sér fræ nýrra tegunda inn á svæðið (Howe & Smallwood, 1982) og eru rifsberjaplöntur og yllir dæmi um tegundir sem hafa borist inn í skóginn, þar sem meðaljarðvegshiti var yfir 18 °C og birta yfir 20%, en ekki inn á gras- lendið. Ljóst er að miklar breytingar hafa átt sér stað í báðum vistkerfunum síðan jarðvegur tók að hlýna í maí 2008. Rannsóknir sem fara fram á FORHOT-svæðinu á Reykjum geta gefið góða hugmynd um þær breytingar sem eiga sér stað og áhrifaþætti þeirra snemma eftir myndun jarðhitasvæða. Jafnframt munu svæði þar sem væg jarðhitaaukning hefur orðið geta gefið mynd af því hvaða áhrif væntanlegar loftslagsbreytingar muni hafa á þau vistkerfi sem hér eru rannsökuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.