Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 85

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 85
Rit Mógilsár 31/2014 85 arGrow® Support en að gefa engan áburð eða 30 eða 50 ml (4. mynd). Mælingar haustið 2013 leiddu í ljós að í melnum á Espihóli voru áburðarmeðferðir- nar með marktækt meiri ársvöxt en óáborna meðferðin en ekki var marktækur munur á ársvexti milli áburðarmeðferða (5. mynd). Í mólendinu á Stóru-Hámundarstöðum var marktækt mestur ársvöxtur í lerki sem hafði fengið hefðbundna áburðargjöf. Meðferðin sem fékk arGrow® Support óx þó einnig marktækt meira en viðmið (6. mynd). Umræður Þar sem niðurstöður eftir sumarið 2012 sýndu að þær plöntur sem fengu 20 ml af áburði uxu marktækt mest, var ákveðið að nota þann styrk áburðarins við næstu til- raun. Meiri styrkur áburðarins dró marktækt úr ársvexti á fyrsta ári. Við áburðargjöfina með sprautu vorið 2012, kom í ljós að erfitt var að koma allri 28 ml áburðarblöndunni í hnaus plantnanna. Þess vegna verður að gera ráð fyrir að raunverulegt áburðarmagn í hnausnum sé ekki alltaf nákvæmlega það sem stefnt var að í upphafi. Skipt var um aðferð við áburðargjöf vorið 2013 í þeim tilgangi að sýna fram á að notkun áburðarins væri framkvæmanleg með þeim aðferðum sem yfirleitt eru notaðar í gróðrarstöðvum, þ.e. með vökvun ofan frá. Þar er sömu sögu að segja, ekki er víst að það magn sem stefnt var á í upphafi hafi raunverulega fylgt plönt- unum út í felt við gróðursetningu, vegna þess að það veltur á rakastigi ræktunarefnis í bökkum hverju sinni hve miklu er hægt að bæta við af áburðarblöndu í hnausinn. Mælingar haustið 2013 leiddu í ljós að í melnum á Espihóli gerði arGrow® Support áburðurinn sama gagn og hefðbundinn áburður (enginn marktækur munur var á vexti áburðarmeðferðanna). Hins vegar uxu plöntur sem fengu hefðbundinn áburð mark- tækt betur en þær sem fengu arGrow® Sup- port í mólendinu á Stóru-Hámundarstöðum. Plöntur sem fengu arGrow® Support uxu þó meira þar en óáborið viðmið. Erfitt er að gefa skýringar á því af hverju útkoman í mólend- inu var önnur en á rýrum mel. Þannig voru úrkomutölur frá næstu veðurstöðvum beggja tilraunastaðanna svipaðar og því ekki hægt að segja að hefðbundni áburðurinn hafi leyst seinna upp vegna úrkomuleysis á Espihóli og þess vegna ekki skilað sér til þess tilraunaliðar þar. Ályktanir Niðurstöður þessarar tilraunar sýna að hægt er að nota arGrow® Support á rýru skógræktarlandi til að bæta marktækt vöxt lerkis á fyrsta ári miðað við ef ekki var borið á plönturnar, en sambærilegar niðurstöður fengust um þetta í tveimur aðskildum til- raunum. Seinni tilraunin leiddi jafnframt í ljós að árang urinn var sá sami á rýra skógræktar- landinu og ef hefðbundinn áburður hefði verið notaður eftir gróðursetningu, sem er nífalt dýrari aðferð. Meiri rannsókna er þörf á notkun arGrow®- áburðar í frjósamari landgerðum og einnig hver áhrifin eru til lengri tíma í báðum land- gerðum, miðað við hefðbundna áburðargjöf með tilbúnum áburði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.