Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 26
26 Rit Mógilsár 31/2014
Aðalskipulag Borgarbyggðar
og skipulag skógræktar
Inngangur
Nægt land er til skógræktar í Borgarbyggð, en
það er nauðsynlegt að skipuleggja alla land-
notkun, sama hvort hún hefur neikvæð eða
jákvæð áhrif á samfélagið. Skipulagstækið
er samráðsvettvangur og lýðræðisgrunnur
þar sem leitað er eftir ráðum frá fagfólki,
s.s. á sviði skógræktar, landbúnaðar, náttúru-
verndar, fornminja, vegagerðar eða annarra
atriða sem viðkoma landnotkun. Í þessari
grein mun höfundur leitast við að út-
skýra þau markmið sem koma fram í aðal-
skipulagi Borgarbyggðar er varðar stefnu
sveitarfélagsins í skógrækt og þau lög og
reglugerðir sem stuðst er við.
Skipulagsskylda sveitarfélaga
Í skipulagsáætlunum sveitarfélaga birtist
stefnumörkun sveitarstjórna til a.m.k. 12
ára í senn um landnotkun, samgöngu- og
þjónustukerfi, umhverfismál og þróun
byggðar í sveitarfélaginu. Aðalskipulag
sveitar félaganna nær yfir alla landnotkun
í landinu. Það er mat skipulagsfræðinga að
það taki nokkrar kynslóðir aðalskipulaga til að
þau nýtist vel sem stjórntæki í landnýtingu.
Hvað það varðar erum við þó eftirbátar
sveitar félaga á Norðurlöndunum, en þau
hafa unnið nokkrar kynslóðir aðalskipulaga á
sama tíma og við erum að stíga okkar fyrstu
spor til heildarskipulags fyrir land sveitar-
félaganna.
Aðalskipulag Borgarbyggðar
Vorið 2011 staðfesti umhverfisráðherra
fyrsta aðalskipulag Borgarbyggðar, sjá
www.skipulagsstofnun.is/skipulagsmal/
skipulags sja. Sveitarfélagið er sameinað úr
13 sveitar félögum og flatarmál þess er 4.850
km2 eða um 5% af landinu öllu, en þar búa
einungis um 3.500 manns. Gróðurskilyrði eru
fjölbreytt innan svæðisins, vegna breytileika
í landslagi, mismunandi fjarlægðar frá sjó og
hæðarmismunar. Mestur hluti byggðarinnar
er undir 150 m hæð yfir sjó, en hálsar sem
einkenna Borgarfjörðinn eru í 200-500 m
hæð.
Í allri umræðu um umhverfis- og náttúru-
vernd kemur í ljós þörfin á skipulagi og
landnýtingaráætlunum. Gera þarf áætlanir
um hvernig nýta beri náttúruna. Hvar á að
gera ráð fyrir virkjunum, vegum, skógrækt,
sumarbústaðabyggðum, iðnaði, tjald svæð-
um, malarnámum, iðnaðarsvæðum, sorp-
urðunarsvæðum o.s.frv.?
Í aðalskipulagi er sett fram stefna hlutað-
eigandi sveitarfélags, m.a. um skógrækt, og
eftir atvikum um hvers konar skógrækt skuli
stefna að. Það á hvort heldur við um skógrækt
á vegum sveitarfélagsins eða annarra
aðila. Til þess að unnt sé að marka skógræktar-
stefnu til framtíðar, þarf að safna upplýsingum
um þá skóga sem fyrir eru og skógræktar-
áform sem þegar liggja fyrir. Það á við um
skóga á landbúnaðarsvæðum, útivistar-
svæðum og óbyggðum svæðum og trjárækt
innan þéttbýlismarka. Upplýsingum um
núverandi skógrækt og útbreiðslu birki skóga
er safnað skipulega í verkefninu Íslenskri
skógarúttekt (ÍSÚ) hjá Skógrækt ríkisins
(Björn Traustason og Arnór Snorrason,
2008). Erfiðara er að nálgast upplýsingar um
fyrirhugaða skógrækt í framtíðinni, en þær
er að mestu að finna hjá landshlutabundnu
skógræktarverkefnunum (LHV), Skógrækt
ríkisins og skógræktarfélögum.
Ragnar Frank Kristjánsson
sveitarstj.fulltr. í Borgarbyggð og lektor við LbhÍ
ragnar@lbhi.is