Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 26

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 26
26 Rit Mógilsár 31/2014 Aðalskipulag Borgarbyggðar og skipulag skógræktar Inngangur Nægt land er til skógræktar í Borgarbyggð, en það er nauðsynlegt að skipuleggja alla land- notkun, sama hvort hún hefur neikvæð eða jákvæð áhrif á samfélagið. Skipulagstækið er samráðsvettvangur og lýðræðisgrunnur þar sem leitað er eftir ráðum frá fagfólki, s.s. á sviði skógræktar, landbúnaðar, náttúru- verndar, fornminja, vegagerðar eða annarra atriða sem viðkoma landnotkun. Í þessari grein mun höfundur leitast við að út- skýra þau markmið sem koma fram í aðal- skipulagi Borgarbyggðar er varðar stefnu sveitarfélagsins í skógrækt og þau lög og reglugerðir sem stuðst er við. Skipulagsskylda sveitarfélaga Í skipulagsáætlunum sveitarfélaga birtist stefnumörkun sveitarstjórna til a.m.k. 12 ára í senn um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu. Aðalskipulag sveitar félaganna nær yfir alla landnotkun í landinu. Það er mat skipulagsfræðinga að það taki nokkrar kynslóðir aðalskipulaga til að þau nýtist vel sem stjórntæki í landnýtingu. Hvað það varðar erum við þó eftirbátar sveitar félaga á Norðurlöndunum, en þau hafa unnið nokkrar kynslóðir aðalskipulaga á sama tíma og við erum að stíga okkar fyrstu spor til heildarskipulags fyrir land sveitar- félaganna. Aðalskipulag Borgarbyggðar Vorið 2011 staðfesti umhverfisráðherra fyrsta aðalskipulag Borgarbyggðar, sjá www.skipulagsstofnun.is/skipulagsmal/ skipulags sja. Sveitarfélagið er sameinað úr 13 sveitar félögum og flatarmál þess er 4.850 km2 eða um 5% af landinu öllu, en þar búa einungis um 3.500 manns. Gróðurskilyrði eru fjölbreytt innan svæðisins, vegna breytileika í landslagi, mismunandi fjarlægðar frá sjó og hæðarmismunar. Mestur hluti byggðarinnar er undir 150 m hæð yfir sjó, en hálsar sem einkenna Borgarfjörðinn eru í 200-500 m hæð. Í allri umræðu um umhverfis- og náttúru- vernd kemur í ljós þörfin á skipulagi og landnýtingaráætlunum. Gera þarf áætlanir um hvernig nýta beri náttúruna. Hvar á að gera ráð fyrir virkjunum, vegum, skógrækt, sumarbústaðabyggðum, iðnaði, tjald svæð- um, malarnámum, iðnaðarsvæðum, sorp- urðunarsvæðum o.s.frv.? Í aðalskipulagi er sett fram stefna hlutað- eigandi sveitarfélags, m.a. um skógrækt, og eftir atvikum um hvers konar skógrækt skuli stefna að. Það á hvort heldur við um skógrækt á vegum sveitarfélagsins eða annarra aðila. Til þess að unnt sé að marka skógræktar- stefnu til framtíðar, þarf að safna upplýsingum um þá skóga sem fyrir eru og skógræktar- áform sem þegar liggja fyrir. Það á við um skóga á landbúnaðarsvæðum, útivistar- svæðum og óbyggðum svæðum og trjárækt innan þéttbýlismarka. Upplýsingum um núverandi skógrækt og útbreiðslu birki skóga er safnað skipulega í verkefninu Íslenskri skógarúttekt (ÍSÚ) hjá Skógrækt ríkisins (Björn Traustason og Arnór Snorrason, 2008). Erfiðara er að nálgast upplýsingar um fyrirhugaða skógrækt í framtíðinni, en þær er að mestu að finna hjá landshlutabundnu skógræktarverkefnunum (LHV), Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögum. Ragnar Frank Kristjánsson sveitarstj.fulltr. í Borgarbyggð og lektor við LbhÍ ragnar@lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.