Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 76

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 76
76 Rit Mógilsár 31/2014 hita í graslendi (1. og 2. mynd). Í skóglendinu jókst birta í skógarbotninum þegar jarðvegs- hiti fór yfir þolmörk trjánna og þau tóku að drepast. Inni í skóglendi fundust flestar háplöntu- tegundirnar í reitum þar sem jarðvegshiti var að jafnaði milli 18 og 33°C, sem svaraði til +13-27°C hlýnunar og skógurinn var tekinn að gisna. Grös, blómplöntur og byrkningar juku þekju sína þar sem skógurinn hafði opnast og jarðvegshitinn var jafnframt hærri (2. mynd). Eina háplöntu-tegundin sem þar náði að meðaltali yfir 10% þekju í reit var skriðlíngresi (A. stolonifera). Rifsberjaplöntur (Ribes spp.) og alaskayllir (Sambucus racemosa) höfðu borist inn á skóglendið þar sem jarðvegs- hiti var 18 til 35,5°C og birta var 20 til 43%. Tegundir sem ekki fundust í reitum fyrr en jarðvegshiti í skóglendinu fór yfir 18°C og hlutfallsleg birta fór yfir 20% voru tófugras (Cystopteris fragilis), vætudúnurt (Epilobium ciliatum) og njóli (Rumex longifolius). Í graslendi fundust flestar háplöntuteg- undir þar sem væg jarðvegshitaaukning (+4°C) átti sér stað og voru fæstar þar sem jarðvegshitinn var hæstur (1. mynd). Algeng- asta grastegundin var skriðlíngresi, en það fannst í nokkru magni í öllum reitum. Þekja þess jókst með vægri jarðvegshitaaukningu en hnignaði örlítið aftur þegar jarðvegshiti fór yfir 17°C. Þó náði skriðlíngresið nærri 14% meðalþekju í heitasta reitnum þar sem meðaljarðvegshiti var 41°C. Í skóginum var klóelfting (E. arvense) algeng- asta háplöntutegundin en lágplöntur voru nær allsráðandi þar sem birtan var minnst. Algengustu mosategundirnar í skóglendinu voru tildurmosi (Hylocomium splendes) og engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus) og jókst þekja þeirra með auknum jarðvegshita og birtu. Móasigð (Sanonina uncinata) fannst á svæðum þar sem hlutfallsleg birta náði yfir 20% og jarðvegshiti fór yfir 18°C. Í graslendi jókst þekjuhlutfall lágplantna með auknum jarðvegshita (flokkarnir „fléttur“ og „mosar“ á 2. mynd). Byrkningar og blómplöntur hurfu og eina dvergrunnateg- undin, blóðberg (Thymus praecox), tók við (2. mynd). Algengustu mosategundirnar í gras lendinu voru tildurmosi, engjaskraut og móasigð. Meðalþekja tildurmosa var tölu- verð (>35%) við væga aukningu á jarðvegs- hita en þekjunni hnignaði lítillega aftur við jarðvegshita yfir 17°C. Engjaskraut náði jafn- framt nokkurri þekju á sömu reitum. Umræður Jarðhiti í graslendi og samspil jarðhita og birtu í skóglendi eru greinilegir megin áhrifavaldar gróðurbreytinga. Fleiri plöntutegundir er að finna í skóglendi þar sem jarðhita gætir en í graslendi sem er sambærilega heitt. Birta sem nær til skógarbotnsins er einn helsti þátturinn sem hefur áhrif á botngróður skóga en rannsóknir hér á landi hafa sýnt að aldur og þéttleiki skóga, og þar af leiðandi birta, skiptir miklu máli um gróðurfar þeirra (Ásrún Elmarsdóttir & Borgþór Magnússon, 2006). Aukinn jarðvegshiti hafði bein áhrif á skóginn sjálfan á Reykjum þar sem hitinn drap fínrætur trjánna þannig að þau misstu rótfestu, féllu um koll og drápust (Thoen o.fl., 2013). Þannig hefur skógurinn opnast, aukin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.