Rit Mógilsár - 2014, Page 76

Rit Mógilsár - 2014, Page 76
76 Rit Mógilsár 31/2014 hita í graslendi (1. og 2. mynd). Í skóglendinu jókst birta í skógarbotninum þegar jarðvegs- hiti fór yfir þolmörk trjánna og þau tóku að drepast. Inni í skóglendi fundust flestar háplöntu- tegundirnar í reitum þar sem jarðvegshiti var að jafnaði milli 18 og 33°C, sem svaraði til +13-27°C hlýnunar og skógurinn var tekinn að gisna. Grös, blómplöntur og byrkningar juku þekju sína þar sem skógurinn hafði opnast og jarðvegshitinn var jafnframt hærri (2. mynd). Eina háplöntu-tegundin sem þar náði að meðaltali yfir 10% þekju í reit var skriðlíngresi (A. stolonifera). Rifsberjaplöntur (Ribes spp.) og alaskayllir (Sambucus racemosa) höfðu borist inn á skóglendið þar sem jarðvegs- hiti var 18 til 35,5°C og birta var 20 til 43%. Tegundir sem ekki fundust í reitum fyrr en jarðvegshiti í skóglendinu fór yfir 18°C og hlutfallsleg birta fór yfir 20% voru tófugras (Cystopteris fragilis), vætudúnurt (Epilobium ciliatum) og njóli (Rumex longifolius). Í graslendi fundust flestar háplöntuteg- undir þar sem væg jarðvegshitaaukning (+4°C) átti sér stað og voru fæstar þar sem jarðvegshitinn var hæstur (1. mynd). Algeng- asta grastegundin var skriðlíngresi, en það fannst í nokkru magni í öllum reitum. Þekja þess jókst með vægri jarðvegshitaaukningu en hnignaði örlítið aftur þegar jarðvegshiti fór yfir 17°C. Þó náði skriðlíngresið nærri 14% meðalþekju í heitasta reitnum þar sem meðaljarðvegshiti var 41°C. Í skóginum var klóelfting (E. arvense) algeng- asta háplöntutegundin en lágplöntur voru nær allsráðandi þar sem birtan var minnst. Algengustu mosategundirnar í skóglendinu voru tildurmosi (Hylocomium splendes) og engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus) og jókst þekja þeirra með auknum jarðvegshita og birtu. Móasigð (Sanonina uncinata) fannst á svæðum þar sem hlutfallsleg birta náði yfir 20% og jarðvegshiti fór yfir 18°C. Í graslendi jókst þekjuhlutfall lágplantna með auknum jarðvegshita (flokkarnir „fléttur“ og „mosar“ á 2. mynd). Byrkningar og blómplöntur hurfu og eina dvergrunnateg- undin, blóðberg (Thymus praecox), tók við (2. mynd). Algengustu mosategundirnar í gras lendinu voru tildurmosi, engjaskraut og móasigð. Meðalþekja tildurmosa var tölu- verð (>35%) við væga aukningu á jarðvegs- hita en þekjunni hnignaði lítillega aftur við jarðvegshita yfir 17°C. Engjaskraut náði jafn- framt nokkurri þekju á sömu reitum. Umræður Jarðhiti í graslendi og samspil jarðhita og birtu í skóglendi eru greinilegir megin áhrifavaldar gróðurbreytinga. Fleiri plöntutegundir er að finna í skóglendi þar sem jarðhita gætir en í graslendi sem er sambærilega heitt. Birta sem nær til skógarbotnsins er einn helsti þátturinn sem hefur áhrif á botngróður skóga en rannsóknir hér á landi hafa sýnt að aldur og þéttleiki skóga, og þar af leiðandi birta, skiptir miklu máli um gróðurfar þeirra (Ásrún Elmarsdóttir & Borgþór Magnússon, 2006). Aukinn jarðvegshiti hafði bein áhrif á skóginn sjálfan á Reykjum þar sem hitinn drap fínrætur trjánna þannig að þau misstu rótfestu, féllu um koll og drápust (Thoen o.fl., 2013). Þannig hefur skógurinn opnast, aukin

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.