Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 32

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 32
32 Rit Mógilsár 31/2014 Aðferðafræði við gerð skógræktarstefnu sveitarfélaga Inngangur Sveitarfélög geta nú nýtt sér aðferðafræði við gerð skógræktarstefnu sem hluta af aðal- skipulagi sveitarfélaga. Þessi aðferðafræði er afrakstur vinnu sem fram fór við gerð skógræktarstefnu Reykjavíkurborgar (Gústaf Jarl Viðarsson o.fl. 2013) sem nú er hluti af aðalskipulagi borgarinnar (Reykjavíkur- borg 2013). Starfandi er samstarfshópur skógræktar félaganna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur m.a. það markmið að gerð verði skógræktarstefna fyrir öll sveitarfélög innan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg reið á vaðið og var með þeirri vinnu útbúinn rammi sem önnur sveitarfélög eiga að geta unnið eftir við gerð sinnar skógræktarstefnu. Þessi rammi byggist á því að greina tækifæri og möguleika til skógræktar sem til staðar eru innan hvers sveitarfélags og hvaða leiðir er hægt að fara til að framfylgja þeirri stefnu sem sett er fram. Til að greina þá mögu- leika sem eru til staðar var unnin landfræði- leg forsendugreining þar sem möguleg skógræktar svæði innan sveitarfélaga voru afmörkuð miðað við gefnar forsendur. Þessar forsendur geta verið mismunandi milli sveitar félaga en með þessu móti er kominn grundvöllur til að fjalla um möguleika til skógræktar á faglegan hátt. Skógræktarstefna Reykjavíkur borgar Í byrjun árs 2012 fól borgarstjóri Skógræktar- félagi Reykjavíkur að vinna greinargerð um skógræktarstefnu borgarinnar sem yrði grunnur að stefnumörkun í aðalskipulagi borgarinnar. Skipaður var starfshópur sem var falið að skila skýrslu um skógræktarstefnu borgarinnar og voru efnistök með þeim hætti að skógræktarstefnan félli að þeim ramma sem aðalskipulagið setur. Í starfs- hópnum áttu sæti Aðalsteinn Sigurgeirs- son, Björn Traustason, Helgi Gíslason, Ólafur Sigurðsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Ritstjóri skýrslunnar var Gústaf Jarl Viðars- son, en auk þess kom að verkinu Kristján Bjarnason. Þessi hópur vann í nánu samstarfi við embættismenn borgarinnar og skilaði samstarfshópurinn mjög viðamiklu verki á skömmum tíma. Greinargerðinni var skilað haustið 2013 og var samþykkt af borgarráði í lok árs 2013. Aðalskipulagið var samþykkt af Skipulagsstofnun í byrjun árs 2014. Í fyrri hluta greinargerðarinnar er fjallað almennt um skógrækt innan borgarlandsins og hvaða tækifæri geta falist í skógrækt til framtíðar. Fjallað er um núverandi stöðu skógræktar og möguleg skógræktarsvæði miðað við þá forsendugreiningu sem gerð var (1. mynd). Í seinni hluta greinargerðar- Björn Traustason*1 og Gústaf Jarl Viðarsson2 1Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá; 2Skógræktarfélag Reykjavíkur *bjorn@skogur.is 1. mynd. Möguleg og núverandi skógræktarsvæði í umdæmi Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.