Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 38

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 38
38 Rit Mógilsár 31/2014 vatnsbúskapar og veðurfars á hverjum stað. Oft eru skilyrðin öfgakennd eins og í gatnaumhverfi í þéttri byggð þar sem bæði getur orðið heitara og þurrara en á dreifbyggðari svæðum. Þetta getur valdið trjánum mikilli streitu og rýrir vaxtarskilyrði tegunda sem annars eru harðgerðar, t.d. ilmbjarkar og rauðgrenis úr norrænu eða landrænu loftslagi. Sömu aðstæður geta hins vegar hentað öðrum tegundum sem annars eru taldar viðkvæmar, gjarnan suðlægari tegundum eða tegundum úr hafrænu loftslagi. Plöntuval í borgarumhverfi þarf því að vera vel ígrundað með tilliti til mismunandi vaxtarkrafna og aðlögunar- hæfni tegunda. Við val á trjátegundum til notkunar í borgar- umhverfi þarf því að hafa ýmislegt í huga. Tegundin þarf að vera harðgerð við þau skilyrði sem eru á hverjum stað, og það sem mestu máli skiptir, hún þarf að henta í það hlutverk sem henni er ætlað. Í stuttu máli, rétt tegund > á réttan stað > fyrir rétt hlutverk. Fyrsta spurningin við val á trjátegund er því hvaða hlutverki á hún að gegna? Samkvæmt flokkun og skilgreiningu sem alþjóðlegur starfshópur um borgarskógrækt og ræktun græna netsins (e. Urban forestry and urban greening) gerði er umhverfi trjáa í borgum skipt niður í þrjár megin umhverfis- aðstæður (Konijnedijk o.fl., 2005; Sæbo o.fl., 2003): Umhverfi A; Götu- og torgtré – Tré sem standa í hellulögðu eða malbikuðu umhverfi við götur og umferðaræðar eða á torgum Umhverfi B; Garðtré – Tré sem vaxa í einka- og almenningsgörðum innan uppbyggðra svæða Umhverfi C; Borgarskógatré – Tré sem vaxa í skógarreitum í útjaðri byggðar eða milli uppbyggðra svæða innan borgarmarka Þar sem grein þessi beinist að ræktun götutrjáa er vísað í skýrsluna varðandi nánari skýringar á umhverfi B og C. Umhverfi A: er hellulagt eða malbikað umhverfi við götur og umferðaræðar eða á torgum. Tré í þessu umhverfi eru hin eiginlegu götutré. Þetta er það umhverfi sem gerir hvað mestar kröfur til trjáa og einkennist af mörgu sem getur talist mjög neikvætt fyrir tré að vaxa og þrífast í. Á sama tíma eru gerðar miklar kröfur til þessara trjáa varðandi hlutverk þeirra m.t.t. útlits, stærðar og vaxtarforms, heilbrigði og þols gegn mengun, salti, vindi og einnig að geta staðið í þurrum jarðvegi, sem þó getur einnig tímabundið orðið blautur og súrefnislaus, og mettaður salti og þungmálmum. Skaði af völdum skemmdarvarga, bíla og byggingar- framkvæmda er algengur og þurfa trén að geta þolað það að einhverju marki. Einnig geta kostnaðarsamar varnir eins og hlífðar- grindur og ristar valdið trjánum skaða (Magnús Bjarklind, 2011). Ekki er mikil hefð fyrir notkun götutrjáa hér- lendis og óvíst að allir séu sammála um ágæti þeirra. Í mörgum tilfellum má hugsa sér annað fyrirkomulag á notkun trjáa í götum en í hinum hefðbundnu beinu röðum; hægt er að planta trjám á afmörkuðum stöðum eða litlum lundum á auðum lóðum eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.