Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 45

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 45
Rit Mógilsár 31/2014 45 mennt un á hæfniþrepi 2 (sbr. sérhæfðir aðstoðarmenn í ýmsum störfum) og sam- mæltust menn um að starfsheiti þessa alhliða skógarstarfsmanns ætti að vera skógar maður. Nám til skógarmanns væri hægt að byggja á áföngum úr Grænni skógum og skógtæknanámi á Reykjum, auk verklegrar þjálfunar á vinnustað. Aðsókn í skógræktarnám Þegar allir þessir námsmöguleikar eru hafðir í huga, ásamt þeirri staðreynd að skógar landsins eru loksins farnir að skila tekjum, þá skyldi maður ætla að fólk flykktist í skógræktar nám sem aldrei fyrr. Því miður er það ekki svo. Einhverra hluta vegna er nýliðun í skógrækt fyrst og fremst meðal háskólamenntaðra skógfræðinga sem er afar sérstakt. Vissulega er mikilvægt að mennta fólk til akademískra vinnubragða í skógrækt sem og í öðrum greinum en það má ekki gleymast að í skógana þarf líka fólk með viðeigandi menntun, kunnáttu og færni til að meðhöndla afurðir skógarins með þeim hætti að þær skili viðunandi gæðum og arði. Lýsa mætti þessari stöðu með heimasmíðuðu orðatiltæki: Of margir skipstjórar, of fáir hásetar. Hvers vegna er þessi staða uppi? Eru störf í skógi ekki lokkandi fyrir ungt fólk? Er allt ungt fólk að mennta sig til þægilegrar innivinnu? Vilja skógareigendur bara fá til sín ófaglært og þar með ódýrara vinnuafl til vinnu í skógunum? Staða og framtíð skógræktar sem atvinnugreinar Nokkrar skýringar geta verið á þessari stöðu. Undanfarin ár hafa fjárframlög til skógræktar verið skorin hressilega niður en umfang verkefna í skógunum vaxið á sama tíma. Við þessar aðstæður þarf að reyna að framkvæma sem mest fyrir fjármagnið og freistandi að fá til sín ódýra erlenda sjálfboðaliða sem vinna baki brotnu í stuttan tíma og fara svo heim til sín aftur. Skógareigendur freistast til að taka lágum tilboðum í grisjun í skóganna og oft gengur það ágætlega en til eru dæmi um skógarreiti sem eru hreinlega ónýtir eftir óvönduð vinnubrögð vegna vankunnáttu þeirra sem tóku að sér grisjunarverkefnin. Annan lykilþátt í þessari stöðu tel ég vera að ungt fólk fær ekki tækifæri til að kynnast störfum í skógrækt fyrr en það hefur mótað sér skoðun um framtíðarmenntun sína. Hér áður fyrr fengu unglingar að vinna í skógum við margvísleg verkefni og margir af okkar fremstu sérfræðingum í skógrækt tóku sín fyrstu skógræktarskref snemma á unglings- árum. Við það kviknaði áhugi sem varð til þess að þetta fólk ákvað að fjárfesta í framtíð sinni innan skógræktar. Í dag fá unglingar sjaldnast vinnu við skógræktarstörf fyrr en í fyrsta lagi um 18 ára aldurinn. Átján ára gamall unglingur er hins vegar oftast búinn að velja sér námsfarveg í framhaldsskóla og langt kominn með að móta framtíð sína, meðvitað eða ómeðvitað. Þar fyrir utan eru það sárafáir unglingar sem yfir höfuð fá vinnu við alvöru störf í skógrækt. Mörg sveitar- félög bjóða upp á svokallaða vinnuskóla fyrir yngri unglinga og svo bæjarvinnu fyrir eldri unglinga. Þau störf sem unglingarnir vinna eru viðhalds- og umhirðustörf í garðyrkju og stundum í útmörk sveitarfélaga, störf sem eru sjaldnast til þess fallin að kveikja brennandi áhuga á faginu og gefa ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.