Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 70

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 70
70 Rit Mógilsár 31/2014 líkur á því að um óæta eða eitraða tegund sé að ræða. Það finnast fáeinar lífshættulega eitraðar sveppategundir á Íslandi og þó nokkrar tegundir sem geta valdið umtals- verðum veikindum. Örugg tegunda greining er því lykillinn að því að nýta þá auðlind sem villisveppir eru. Flestar sveppategundirnar mynda hatta á tímabilinu síðla sumars og fram á haust, en fáeinar tegundir ætra sveppa mynda hatta á vorin og ein æt tegund, veturfönungur (Flammulina velutipes), myndar hatta á veturna. Það er því hægt að tína æta sveppi árið um kring. Aðal sveppavertíðin er þó frá því seint í júlí og fram eftir september. Það er þó mjög misjafnt eftir tegundum hvort þær mynda hatta yfir allt þetta tímabil eða bara yfir hluta þess. Tegundir eins og kúalubbi (birkisveppur; Leccinum scabrum) geta verið að skjóta upp kollinum yfir allan þennan tíma, en tegundir eins og til dæmis gulbroddi (Hydnum repandum) finnast nánast aldrei fyrr en eftir miðjan ágúst. Enn aðrar, eins og til dæmis vallhnúfa (Camarophyllus pratensis), finnast yfirleitt ekki í miklu magni fyrr en í lok ágúst eða í september. Jafnframt er mikill áramunur á því hversu mikið af svepphöttum myndast af hverri tegund. Í rökum, svölum sumrum ber meira á ákveðnum tegundum en í hlýjum og þurrum sumrum. Jafnframt er algengt ef ákveðin sveppategund hefur myndað mikið af höttum eitt árið, að hún verji lítilli orku næsta árið eða árin til að mynda hatta. Sveppatínsla er því ávallt spennandi verkefni og oft þarf að heimsækja sama svæðið aftur og aftur til að hitta á gott „sveppaskot“. Örugg tegundargreining er, eins og áður sagði, forsenda sveppanytja. Það getur þó verið dálítið erfitt að greina tegundir af fullu öryggi, sérstaklega í byrjun. Höfundur vill þó benda á að það er nóg að læra að þekkja eina sveppategund til að geta byrjað að njóta villtra sveppa; bara ef maður er 100% öruggur á að þekkja hana. Á hverju hausti eru haldin nokkur mat- sveppanámskeið af ýmsum aðilum, m.a. höfundi þessarar greinar. Að fara á slíkt námskeið, eða að fá að fylgja einhverjum vönum kunningja í sveppamó, auðveldar byrjendum mjög að koma sér inn í sveppa- greiningarnar. Einnig eru til góðar sveppa- bækur sem hjálpa til við tegundagreiningar. Í dag eru tvær bækur fáanlegar í bókabúðum; „Matsveppir í náttúru Íslands“ eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur (2009) sem kennir greiningu á um 30 tegundum ætra sveppa og hin stóra og metnaðarfulla „Sveppabók“ Helga Hallgrímssonar (2010) sem inniheldur allar þekktar tegundir stór- og smásveppa á Íslandi. Næsta vor (2015) kemur svo út ný matsveppabók eftir höfund þessarar greinar hjá Forlaginu ehf. Hún fær væntanlega titilinn „Matsveppabókin – níutíu ætir og eitraðir sveppir í íslenskri náttúru“. Sveppanytjar á Íslandi Hinn mikli breytileiki í framboði sveppa gerir skipulagða nýtingu dálítið erfiða, þar sem talsverð áhætta fylgir því að lofa einhverju ákveðnu magni af ákveðnum tegundum fyrir fram. Þó er nánast öruggt að hægt sé að finna nokkrar algengar tegundir ætisveppa í öllum árum, að minnsta kosti ef maður er tilbúinn að fara á milli landshluta til sveppa- tínslu. Þetta eru tegundir eins og kúalubbi, sortulubbi (Leccinum variicolor), grænhnefla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.