Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 40

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 40
40 Rit Mógilsár 31/2014 vaxa, tréð stendur í stað eða fer að hrörna, stöðugleiki trjánna verður ónógur og þau velta í óveðrum. Þar sem takmarkað rými er fyrir stór rótarbeð er mikilvægt að útbúa beð með rótarvænu burðarlagi. Danir hafa gert rannsókn á að gróðursetja götutré í fjórar mismunandi gerðir rótarbeða: 1) hefðbundin beð, 2) stór sérbyggð beð (d: super plantekummer), 3) grjótbeð/rótarböggli (d: gartnermacadam) og 4) rótarmöl (d: rodgrus). Í rannsókninni kom í ljós að hægt er að ná viðunandi árangri með rótarvænu burðarlagi (grjótbeð og rótarmöl) en best reyndist að nota stór sérbyggð beð og mæla þeir því með þeirri aðferð þar sem rými leyfir (Bühler o.fl., 2006). Leita þarf leiða með hliðsjón af reynslu erlendis við að þróa rótarvænt burðarlag úr íslenskum efnivið sem hentar við aðstæður hérlendis. Uppeldi á götutrjám þarf að skoða sérstak- lega og er æskilegt að garðplöntustöðvar leitist við að framleiða plöntur sem standa undir kröfum sem gerðar eru til slíkra trjáa. Þetta er hins vegar vinna sem skilar ekki arði til skamms tíma litið, en er ómetanlega verðmæt ef vel tekst til, því að góð götutré geta lifað í hundrað ár eða meira og haft afgerandi og jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Þarna þyrfti því að koma til samvinna sveitar félaga og garðplöntustöðva. Í sumum tilfellum getur þó borgað sig að flytja inn stór tré. Við gróðursetningu er að mörgu að hyggja, en það sem oftast bregst er að trén fái nægt vatn. Hægt er að bregðast við þessu að hluta með því að nota sérframleidda vökvunar- poka, t.d. Treegator. Viðmið við val á trjátegundum í borgarumhverfi Í skýrslunni er sett upp viðmið við val á trjá- tegundum (Tafla 1), sem byggt er á verklagi alþjóðlegs starfshóps um borgarskógrækt og ræktun græna netsins (Sæbo o.fl., 2003; Konijnedijk o.fl., 2005). Hér eru einungis tvö dæmi um mat á nokkrum tegundum samkvæmt viðmiðum Töflu 1, en í skýrslunni er fjallað nánar um hverja tegund í kaflanum „Viðmið við val á trjátegundum í borgarumhverfi“ og er því vísað í þann kafla. Athugið að niður stöðurnar eru ekki fengnar með vísindalegum rann- sóknum heldur byggt á almennri hérlendri reynslu og innlendum og erlendum heimild- um. Reyniviður hefur ágæta aðlögun að loftslagi hérlendis, þó síður að sjávarlofti. Mótstaða gegn sjúkdómum er lítil, sérstaklega reyni - átu. Hann hefur meðalgóða aðlögunarhæfni að borgarumhverfi en þolir illa skugga. Reyniviður hefur mikla fagurfræðilega eiginleika, og jákvæða ímynd. Gæði og eiginleikar rótarkerfis eru meðalgóðir, en hann þolir ekki blautan eða súrefnissnauðan jarðveg. Ef um klónaræktað yrki er að ræða þá er vaxtarlag og form meðalgott en annars er það lélegt eða breytilegt. Meðalvindþol og -þurrkþol, nema lítið ef salt er í jarðvegi og rótarrými lítið. Lítil hætta á greinabroti. Hefur meðalmengunarþol en lítið gagnvart salti í jarðvegi. Mikilvægt er að vefjarækta valda klóna til að fá jafnari og áreiðanlegri einstaklinga. Reyniviður er nothæfur sem borgartré í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.