Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 15

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 15
Rit Mógilsár 31/2014 15 athygli á íþyngjandi ákvæðum og mót- sögnum í umsögnum um skógrækt í skipulagi sveitarfélaga. Ný skipulagslög nr. 123/2010 Með nýjum skipulagslögum (nr. 123/2010.) og reglugerð sem þeim fylgir (Reglugerð um framkvæmdaleyfi, 772/2012.) voru gerðar nokkrar breytingar sem geta haft áhrif á framkvæmd skógræktar í skipulagi sveitar- félaga. Til þess að skýra þessar breytingar og áhrif þeirra á skógrækt hafa Skipulags stofnun og Skógrækt ríkisins hafið endurskoðun og undir búning að II. útgáfu leiðbeininganna undir heitinu Skógrækt í skipulagi sveitar- félaga. Vonir standa til að þeirri vinnu ljúki að hausti 2014 og komi að gagni þegar nýjar sveitar- stjórnir taka til við að endurskoða aðal- skipulag sitt eins og lögbundið er. Helstu breyting arnar í nýjum skipulagslögum varða þrjú meginatriði: 1. Landsskipulagsstefna. Gert er ráð fyrir að umhverfisráðherra leggi fram tillögu til þingsályktunar um landskipulagsstefnu. Í landskipulagsstefnu eru samþættar áætlanir opinberra aðila um málaflokka er varða landnotkun, byggðamál, náttúru- vernd, samgöngur og orkunýtingu. Landskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum og almenn sjónarmið til leiðbeiningar við skipu- lagsgerð sveitarfélaga. Um þessar mundir er Skipulagsstofnun að kynna skipulag landnotkunar í dreifbýli og gert er ráð fyrir að ráðherra leggi fram þingsályktunar- tillögu um landsskipulagsstefnu haustið 2014. Í Lögum um landshlutaverkefni í skógrækt (nr. 95, 2006) er gert ráð fyrir að í hverju verkefni skuli stefna að því að rækta skóg á að minnsta kosti 5% af landi undir 400 m h.y.s. Um er að ræða um 213.000 ha lands. Eðlilegt er að fjallað verði um skógrækt sem landnotkunar- kost í landskipulagsstefnunni en sveitar- stjórnum ber síðan að taka tillit til stefnunnar við gerð aðalskipulags. 2. Nýr landnotkunarflokkur. Samkvæmt nýju skipulagslögunum eru skógræktar- og landgræðslusvæði í fyrsta skipti sérstakur landnotkunarflokkur. Þetta fyrirkomulag gæti hugsanlega þýtt að skipta þurfi upp landbúnaðarlandi eftir búgreinum því áfram verður leyfilegt að rækta skóg á landbúnaðarlandi. Vandasamt er að setja skógræktarsvæði framtíðarinnar á aðalskipulagsuppdrátt, ekki síður nú en á tímum Sérstaka svæðisskipulagsins. Fram að þessu hefur verið látið nægja að gera sveitarfélögum grein fyrir skógræktaráformum á land- búnaðarlandi en ekki hefur verið reynt að staðsetja fyrirhugaða skógrækt inn á skipulagsuppdrætti aðalskipulags til langs tíma. Sveitarfélög standa því frammi fyrir því að þurfa að takast á við þessa breytingu við gerð aðalskipulags. 3. Framkvæmdaleyfi. Þriðja breytingin varðar ný lög um framkvæmdaleyfi. Reyndar má segja að verklag LSV við gerð skógræktaráætlana hafi um nokkurt skeið verið með þeim hætti að í hverju ein- stöku tilviki hefur verið leitað álits sveitar- félags áður en samningur er endanlega staðfestur og skipulagning skógræktar hefst. Með þessum hætti hefur fyrirhuguð framkvæmd verið vel kynnt. Þetta hefur gefist vel og tryggt að sveitarfélögin séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.