Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 62

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 62
62 Rit Mógilsár 31/2014 trúverðugt viðmið sem okkur beri að skil- greina, af kreddufestu, sem e.k. sniðmát eða markmið í sjálfu sér, við hönnun og skipulag manna á lífhvolfi jarðar. Lokaorð Af framansögðu mætti gera því skóna að hægt sé að gera vísindalega hlutlægan og gildan greinarmun á eiginleikum og áhrifum „innlendra“ og „framandi“ lífvera á heilbrigði hvers vistkerfis og framtíð líffjölbreytni – á Íslandi, í öðrum löndum eða heiminum öllum. Á því leikur hins vegar vafi hvort til sé nokkur hlutlæg regla – sem staðfest hafi verið með reynsluvísindum – sem réttlætt gæti slíka flokkunarfræði og aðskilnaðarstefnu. Flestar, ef ekki allar innlendar tegundir voru á einum tíma eða öðrum framandi. Margar innlendar tegundir skriðu, flugu, fuku eða bárust með einhverjum öðrum hætti inn á þau svæði þar sem þær draga nú lífsandann eða þar sem fyrri kynslóðir manna rákust fyrst á þær. Slíkt á ekki einungis við um dýrategundir, heldur líka um tegundir jurta. Charles Darwin, faðir þróunarfræðinnar, áttaði sig snemma á því að þessar kyrrsætnu lífverur væru, þrátt fyrir allt, vel færar um að ferðast um langan veg og stofna nýlendur langt frá heimahögum sínum. Hann komst að því að fræ gætu flotið í sjónum án þess að brimsalt vatnið drægi úr möguleikum þeirra til spírunar. Fræin gætu líka tekið sér far með rekavið, gróðurtorfum eða jarðvegi sem flaut á sjónum og borist með hafstraum- um. Sömuleiðis gætu þau borist milli landa og heimsálfa með farfuglum, ýmist á fiðri þeirra eða í meltingarveginum (sjá nánar t.d. Darwin 1859 eða Gould 1998). Gott íslenskt dæmi um slíka flutningsgetu er að nú, 50 árum eftir að Surtsey reis úr sæ, er hún tegunda ríkasta úteyja Vestmannaeyja- klasans, í fjölda plöntutegunda talið (Borgþór Magnússon m.fl. 2014). Hvernig á þá að aðgreina hvenær framandi tegund telst vera komin með ríkisborgararétt í nýju landi? Tíu árum eftir að tegundin náði fyrst að smeygja sér inn fyrir landamæraeftirlitið? Hundrað árum? Þúsund árum? Fyrir eða eftir ártalið 1948 eða 1750 e.Kr.– eða samkvæmt því sem „elstu menn mundu“? Hvaða rök geta mögulega réttlætt að velja eina tíma- setningu fram yfir aðra? Væri ekki einfaldara að sleppa hátimbruðum hártogunum, leggja niður „Útlendingastofnun íslensku flórunnar“ og að lærðir jafnt sem leikir sætti sig við þau málalok, að allar lífverur eru, hafa verið eða munu verða, útlendingar í eigin landi? Heimildir Aladin, N. & Plotnikov, I. 2004. The Caspi- an Sea, Lake Basin Management Initiative. http://www.worldlakes.org/uploads/Caspi- an%20Sea%2028Jun04.pdf Asrun Elmarsdottir, Arne Fjellberg, Gud- mundur Halldorsson, Maria Ingimarsdottir, Olafur K. Nielsen, Per Nygaard, Edda Sigur- dis Oddsd0ttir & Bjarni D. Sigurdsson. Effects of afforestation on biodiversity. Í: AFFOR- NORD - Effects of afforestation on ecosys- tems, landscape and rural development, Eds. Gudmundur Halldorsson, Edda Sigurdis Oddsdottir and Bjarni Didrik Sigurdsson, TemaNord 2008:562, bls. 37-47. Bartomeus, I., Sol, D., Pino, J., Vicente and Font, X. 2012. Deconstructing the native– exotic richness relationship in plants. Global Ecology and Biogeography 21: 524–533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.