Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 57

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 57
Rit Mógilsár 31/2014 57 laust rökvillur. Er rökvillan „að gleyma undan- tekningunni“ sýnu algengust, þ.e. að draga aðeins ályktun út frá almennri reglu en gleyma undantekningunum. Sama má segja um safn annarra röksemda og sönnunar- gagna sem ætlaðar eru til þess að styðja viðhorf um almenna ágengni framandi líf- vera og stöðu þeirra sem ógnvalds gagn- vart líffjölbreytni. Stærstur hluti innfluttra tegunda er illa lagaður að aðstæðum í þeim nýju heimkynnum sem þeim skolar á land (Colautti m.fl. 2014). Flestir hinna fáu nýbúa sem ná einhverri fótfestu með því að fjölga sér í nýjum heimkynnum, gera slíkt án þess að velta úr sessi þeim frumbyggjum sem fyrir eru. Líkt og framandi fólk (innflytjendur, nýbúar) meðal manna, sem efla hagkerfi og menningu í löndum þar sem það hefur tekið sér bólfestu, leggja innfluttar lífverur sitt af mörkum til eflingar líffræðilegrar fjölbreytni á landslagsskala og til aukinnar virkni og fram- leiðni vistkerfa. Þrátt fyrir að yfirgnæfandi hluti rannsókna kappkosti að bendla inn- rásir framandi lífvera við hnignun eða hættu gagn vart líffjölbreytni (Bright 1998; Campbell 1993, Elton 1958, Millenium Ecosystem As- sessment 2005, Lodge m.fl. 2006, Mooney & Hobbs 2000, Randall 1993, Simberloff 1981, Soulé 1990, Temple 1990, Vitousek 1986, og fleiri), hefur fjöldi nýlegra rannsókna sýnt allt aðra mynd, jafnt á láði sem legi (Fridley & Sax 2014, Davis 2009, Davis m.fl. 2009, Sax m.fl. 2002, 2005, 2007). Aukin „einsleitni“ vistkerfa (einsleitni í merkingunni „minni munur milli vistkerfa í tegundasamsetningu“) getur gerst samtímis og tegundum fjölgar. Slíkt eykur fjölbreytni líf ríkis í þeim vistkerfum sem borin eru saman án þess að það þýði að ein tegund hverfi um leið og önnur haslar sér völl. Sax og félagar (2007) fundu að með innflutningi og sleppingu 40 tegunda fiska í ferskvatns- vistkerfi Havaí-eyja jókst tegundabreytileiki um 800%, en engar innlendar fisktegundir dóu út. Rannsókn þeirra leiddi það sama í ljós um háplöntur á einangruðum eyjum í Kyrrahafi. Þar var tilhneigingin sú að fáum innlendum tegundum hafði verið útrýmt í kjölfar landafunda Evrópubúa, en margar inn fluttar tegundir höfðu bæst við flóruna (sjá 3. mynd). Ekkert benti til þess að þær fáu innlendu plöntutegundir sem dáið höfðu út hefðu horfið vegna samkeppni við innfluttar. Á síðustu öld hefur innflutningur og landnám framandi plöntutegunda leitt til tvöföldunar á fjölda tegunda margra eyja í Kyrrahafi (t.d. úr 2.000 í 4.000 tegundir á Nýja-Sjálandi) og um 20% aukningar á meginlöndum, svo sem í einstökum ríkjum Bandaríkjanna (Sax m.fl. 2007, Sax & Gaines 2008, sjá 3. mynd). Reise og samstarfsmenn hans (2006) fundu engar vísbendingar um að framandi lífverur hafi valdið hnignun líffræðilegrar fjölbreytni né dregið úr virkni vistkerfa, þótt þær hafi hraðað breytingum á lífríki sjávar við strendur Evrópu. Aladin og Plotnikov (2004) sýndu fram á hvernig hver „innrásarbylgjan“ á fætur annarri hefur breytt Kaspíahafi í eitt líffræði- lega fjölbreyttasta svæði jarðar. Fjöldi plöntutegunda í vistkerfi: ómettanleg stærð? Niðurstaða Sax og Gaines (2008; 3. mynd) er að fjöldi ílendra slæðinga plantna hafi aukist jafnt og þétt með tímanum á einstökum eyjum í Kyrrahafi og víðar eftir landafundi Evrópubúa. Einnig að hlutfall innfluttra teg- unda hafi hækkað en fjöldi innlendra tegunda plantna staðið í stað á sömu eyjum undan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.