Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 47

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 47
Rit Mógilsár 31/2014 47 Yndisgróður: Áfangaskýrsla fyrir árin 2007-2013 Inngangur Verkefnið Yndisgróður hefur verið starfrækt síðan 1. júlí 2007 með styrk frá Framleiðni- sjóði landbúnaðarins, landbúnaðarráðu- neytinu og norðurslóðaráætlun Evrópusam- bandsins, en síðan 1. júlí 2012 hefur verkefnið ekki notið sérstakra styrkveitinga. Á þessum rúmlega sex árum hefur verkefnið verið unnið í samræmi við verkáætlun sem gerð var í upphafi. Gerð hefur verið ársskýrsla á hverju ári og má nálgast þær á heimasíðu verkefnisins (http://yndisgrodur.lbhi.is/). Markmið Markmið verkefnis var frá upphafi að finna bestu hentugu garð- og landslagsplöntur sem völ er á fyrir íslenskar aðstæður og miðla upplýsingum um þær. Markmiði verkefnisins var skipt niður í fimm undirmarkmið: 1. Skilgreina og afmarka þann efnivið sem vinna skal með og flokka mikilvægar teg- undir út frá notagildi. 2. Skrásetja yrki og kvæmi valinna tegunda sem ræktaðar eru með góðum árangri hérlendis og lýsa mikilvægum eigin- leikum. 3. Safna helstu yrkjum og kvæmum trjáa og runna í klónasafn á Reykjum til varð- veislu og síðari rannsókna. 4. Gera rannsóknir á skilgreindum yrkjum mikilvægra tegunda og leggja grunn að úrvalsplönturannsóknum. 5. Koma á tengslum milli rannsóknaraðila, hagsmunaaðila og almennings og miðla upplýsingum til þeirra. Niðurstöður Skráning: Gerður hefur verið sérhannaður gagnagrunnur þar sem 726 yrki af um 180 tegundum trjáa og runna hafa verið skráð. Í gagnagrunninn eru skráðar upplýsingar um harðgeri, ræktunar- og notkunarmöguleika yrkja, auk upplýsinga um uppruna þeirra og staðsetningu í plöntusöfnum. Klónasöfn, tilrauna- og sýnigarðar: Á árunum 2007-2012 hafa verið stofnuð sex klónasöfn, tilrauna- og sýnisgarðar á vegum Yndisgróðurs, svokallaðir Yndisgarðar. Þeir innihalda yfir 500 yrki af um 150 tegundum, í heildina um 3.600 plöntur. Yndisgarðar hafa þríþættan tilgang: 1. Að vera klónasöfn til varðveislu yrkja garðplantna. 2. Að vera tilraunareitir fyrir samanburðar- rannsóknir. 3. Að vera sýnireitir fyrir fagfólk og almenn- ing. Við val á stöðum var haft í huga að tilrauna- reitir gæfu sem besta mynd af mismunandi veðurfarsskilyrðum á Íslandi og að staðirnir endurspegluðu mikilvæg markaðssvæði fyrir garð- og landslagsplöntur. Á heima- síðu verkefnisins má nálgast upplýsingar um garðana, yrkislista og teikningu. Framkvæmd og kostnaður við gerð garðanna skiptist á milli Yndisgróðurs og samstarfs- aðila. Yndisgróður sá um vinnu og bar kostnað við skipulag, yfirverkstjórn og öflun plantna, sem nær allar voru gefnar sem styrkur við verkefnið frá garðplöntustöð- vum í Félagi garðplöntuframleiðenda og Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar. Viðkom- andi sveitarfélög sáu um framkvæmd og Samson Bjarnar Harðarson Landbúnaðarháskóla Íslands samson@lbhi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.