Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 35

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 35
Rit Mógilsár 31/2014 35 svæðin skarast ekki við aðra landnýtingu (3. mynd). Eins og áður sagði verða aðrar niðurstöður ef forsendum er breytt. Skógræktarstefna sveitarfélaga Þessi aðferðafræði liggur nú fyrir og sömuleiðis eru landupplýsingagögnin sem notuð voru í þessa greiningu opinber og öllum frjáls til notkunar. Sveitarfélög geta því nýtt þessa aðferðafræði með þeim ramma sem gerður hefur verið með skógræktar- stefnu Reykjavíkurborgar til að vinna eigin skógræktarstefnu. Sveitarfélög hafa að öllum líkindum mismunandi áherslur varðandi skógrækt og endurspeglast það í þeim forsendum sem gefnar eru um möguleg skógræktarsvæði. Í sumum tilfellum er meiri áhersla lögð á landgræðsluskógrækt, í öðrum á nytjaskógrækt, útivistarskógrækt o.s.frv. Þessar mismunandi áherslur hafa sömuleiðis áhrif á hvaða svæði eru útilokuð til skógræktar vegna annarrar landnýtingar. Þetta eru sjónarmið sem hvert og eitt sveitar félag þarf að taka afstöðu til og getur slík vinna aukið á faglega nálgun varðandi tilgang og staðsetningu skógræktar. Þegar sveitarfélög hafa tekið þá umræðu geta þau nýtt sér þá aðferðafræði sem þróuð hefur verið fyrir Reykjavíkurborg til að afmarka möguleg skógræktarsvæði hjá sér. Þrátt fyrir að sveitarfélög séu í dag á misjöfnum stað í endurskoðun á aðalskipulagi þarf það þó ekki að koma í veg fyrir að skógræktarstefna sé unnin. Slík greinargerð getur orðið hluti af aðalskipulagi við næstu endurskoðun þess. Umræður Skógrækt á Íslandi stendur á tímamótum. Með tilkomu landshlutaverkefna í skógrækt hefur skógrækt margfaldast og sömuleiðis hafa landgræðsluskógar vaxið upp víða um land eftir 1990. Skógrækt er því að slíta barns- skónum hérlendis. Ýmis ræktuð skóglendi eru tilbúin til fyrstu nýtingar og er þegar kominn vísir að skógariðnaði í landinu. Flestar spár gefa til kynna hlýnandi loftslag á þessari öld sem hefur í för með sér aukið flatarmál mögulegra skógræktarsvæða. Á þessum tímamótum er framtíð skógræktar því björt og miklir möguleikar felast í skógrækt. Það er mikilvægt að greina möguleikana eftir þeim skilyrðum sem til staðar eru, bæði umhverfislegum og hag- rænum. Sveitarfélög geta nú nýtt sér þá aðferðafræði sem hér er kynnt til að meta möguleg skógræktarsvæði. Sum sveitarfélög hafa mikla skógræktarhefð og geta ýtt enn frekar undir þá sérstöðu á meðan önnur sveitarfélög telja aðra landnýtingu standa framar. Það er hins vegar mikilvægt að umræðan um skógrækt og landnýtingu almennt sé fagleg og með þeirri aðferða- fræði sem kynnt er hér er stuðlað að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.