Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 70
70 Rit Mógilsár 31/2014
líkur á því að um óæta eða eitraða tegund
sé að ræða. Það finnast fáeinar lífshættulega
eitraðar sveppategundir á Íslandi og þó
nokkrar tegundir sem geta valdið umtals-
verðum veikindum. Örugg tegunda greining
er því lykillinn að því að nýta þá auðlind sem
villisveppir eru.
Flestar sveppategundirnar mynda hatta á
tímabilinu síðla sumars og fram á haust, en
fáeinar tegundir ætra sveppa mynda hatta
á vorin og ein æt tegund, veturfönungur
(Flammulina velutipes), myndar hatta á
veturna. Það er því hægt að tína æta sveppi
árið um kring. Aðal sveppavertíðin er þó frá
því seint í júlí og fram eftir september. Það er
þó mjög misjafnt eftir tegundum hvort þær
mynda hatta yfir allt þetta tímabil eða bara
yfir hluta þess. Tegundir eins og kúalubbi
(birkisveppur; Leccinum scabrum) geta verið
að skjóta upp kollinum yfir allan þennan
tíma, en tegundir eins og til dæmis gulbroddi
(Hydnum repandum) finnast nánast aldrei
fyrr en eftir miðjan ágúst. Enn aðrar, eins
og til dæmis vallhnúfa (Camarophyllus
pratensis), finnast yfirleitt ekki í miklu
magni fyrr en í lok ágúst eða í september.
Jafnframt er mikill áramunur á því hversu
mikið af svepphöttum myndast af hverri
tegund. Í rökum, svölum sumrum ber meira á
ákveðnum tegundum en í hlýjum og þurrum
sumrum. Jafnframt er algengt ef ákveðin
sveppategund hefur myndað mikið af
höttum eitt árið, að hún verji lítilli orku næsta
árið eða árin til að mynda hatta. Sveppatínsla
er því ávallt spennandi verkefni og oft þarf
að heimsækja sama svæðið aftur og aftur til
að hitta á gott „sveppaskot“.
Örugg tegundargreining er, eins og áður
sagði, forsenda sveppanytja. Það getur þó
verið dálítið erfitt að greina tegundir af fullu
öryggi, sérstaklega í byrjun. Höfundur
vill þó benda á að það er nóg að læra að
þekkja eina sveppategund til að geta
byrjað að njóta villtra sveppa; bara ef maður
er 100% öruggur á að þekkja hana.
Á hverju hausti eru haldin nokkur mat-
sveppanámskeið af ýmsum aðilum, m.a.
höfundi þessarar greinar. Að fara á slíkt
námskeið, eða að fá að fylgja einhverjum
vönum kunningja í sveppamó, auðveldar
byrjendum mjög að koma sér inn í sveppa-
greiningarnar. Einnig eru til góðar sveppa-
bækur sem hjálpa til við tegundagreiningar. Í
dag eru tvær bækur fáanlegar í bókabúðum;
„Matsveppir í náttúru Íslands“ eftir Ásu
Margréti Ásgrímsdóttur (2009) sem kennir
greiningu á um 30 tegundum ætra sveppa
og hin stóra og metnaðarfulla „Sveppabók“
Helga Hallgrímssonar (2010) sem inniheldur
allar þekktar tegundir stór- og smásveppa
á Íslandi. Næsta vor (2015) kemur svo út
ný matsveppabók eftir höfund þessarar
greinar hjá Forlaginu ehf. Hún fær væntanlega
titilinn „Matsveppabókin – níutíu ætir og
eitraðir sveppir í íslenskri náttúru“.
Sveppanytjar á Íslandi
Hinn mikli breytileiki í framboði sveppa gerir
skipulagða nýtingu dálítið erfiða, þar sem
talsverð áhætta fylgir því að lofa einhverju
ákveðnu magni af ákveðnum tegundum
fyrir fram. Þó er nánast öruggt að hægt sé að
finna nokkrar algengar tegundir ætisveppa
í öllum árum, að minnsta kosti ef maður er
tilbúinn að fara á milli landshluta til sveppa-
tínslu. Þetta eru tegundir eins og kúalubbi,
sortulubbi (Leccinum variicolor), grænhnefla