Rit Mógilsár - 2014, Page 51

Rit Mógilsár - 2014, Page 51
Rit Mógilsár 31/2014 51 skyni að auka þekkingu í vistfræði, líkanagerð, stjórnun og hagfræði annarra skógarnytja í evrópskum skógum. Markmið NWFPs eru að: • Greina vistkerfi skóga í Evrópu með tilliti til skógarafurða annarra en timburs. • Kanna áhrif loftslagsbreytinga í Evrópu á vistkerfi skóga með áherslu á aðrar afurðir. • Safna saman þeim gögnum og líkönum sem til eru um nýtingu skóga, fylla í eyður og finna nýjar leiðir í gagnasöfnun og vinnslu þeirra. • Skoða sérþarfir í tengslum við nýtingu skóga og hvernig er hægt að tengja þær við skipulag og stjórnun timburskóga. • Skoða efnahagslega, félagslega, og menningarlega þætti, umráðarétt, rétt- indi og lög, heilbrigði og hlutverk skóga fyrir grænt hagkerfi. • Varpa ljósi á núverandi nýsköpun og framleiðslukerfi hennar í Evrópu. Til að auðvelda þessa þekkingarsöfnun og skilgreiningu voru myndaðir vinnuhópar (WG) eins og sést í 1. töflu. Hver þátttakandi valdi sér hóp og við Lilja ákváðum að vera saman í hópum, annars vegar vinnuhópi 3 sem fjallar um undirgróður og hins vegar í greiningarhópi 1, greiningu vistkerfa. Þó að þátttakendum sé skipað í hópa er ætlast til að allir vinni saman og hjálpist að við upplýsingaöflunina. Okkur er ætlað að vera tengiliðir við þá fræði- menn sem starfa í okkar landi til að vinna þennan gagnagrunn og gera hann sem trú- verðugastan. Þessi vinna á að enda með bókaútgáfu og gagnagrunni á netinu þar sem hægt er að slá inn ýmis leitarorð og fá upplýsingar um vistfræði, hagfræði, nýtingu og fleira í evrópskum skógum. Hvernig getum við nýtt okkur þetta? Ef ég lít í eigin barm þá hef ég til dæmis áhuga á að vita hvaða jurtir í skóglendinu gefa rauðan lit. Ég gæti farið inn á vefinn og fundið flokk fyrir litunarjurtir og þar gæti ég til dæmis slegið inn „rautt“. Þá fengi ég upp heiti á þeim plöntum sem gefa rauðan lit, bæði á latínu og ensku. Einnig kæmu upp heiti staða þar sem umræddar jurtir vaxa og hvaða hluti þeirra er nýttur. Þarna væri því komið mjög gagnlegt tæki fyrir mig. Markhópurinn eða notendur Hverjir geta nýtt sér þessar upplýsingar? Það gætu verið t.d: • Hagsmunaaðilar, t.d. skógareigendur • Stjórnendur, skipuleggjendur, t.d. Lands- hlutaverkefnin WG1 Sveppir og jarðkeppir WG2 Afurðir af trjám t.d. korkur, harpix og síróp WG3 Undirgróður t.d. ber, litunarjurtir og lækningajurtir WG4 Dýraríkið t.d. veiði, hunang og vax TF1 Greining vistkerfa Greining vistkerfa Greining vistkerfa Greining vistkerfa TF2 Gögn og líkön vistkerfa Gögn og líkön vistkerfa Gögn og líkön vistkerfa Gögn og líkön vistkerfa TF3 Skógarumhirða Skógarumhirða Skógarumhirða Skógarumhirða TF4 Markaðsfræði, hagfræði og stjórnun Markaðsfræði, hagfræði og stjórnun 1. tafla. Vinnuhópar (Work Group) í verkefninu sem hver skiptist í mismarga greiningarhópa (Task Force).

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.