Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 225 Ritrýnd grein / Peer reviewed Gróðurframvinda á jökulskerjum í Breiðamerkurjökli í 80 ár Bjarni Diðrik Sigurðsson, Starri Heiðmarsson, †Hálfdán Björnsson og Eyþór Einarsson Hér segir frá langtímarannsóknum á tveimur misgömlum jökulskerjum, Bræðraskeri og Káraskeri. Rannsóknirnar hófust árið 1965 og hafa staðið sleitulaust síðan (sjá við- auka). Eldra skerið kom upp úr jökli fyrir 84 árum og var fyrst rannsakað 21 árs gamalt, en yngra skerið kom upp fyrir 60 árum og hefur verið rannsakað nokkurn veginn frá upphafi. Rannsóknirnar lúta að landnámi gróðurs á hinu nýja ósnortna landi sem kom upp úr jökulfreranum og að myndun og þróun gróðursamfélaga sem smátt og smátt höfðu þau áhrif á umhverfi sitt að vaxtarskilyrði urðu hag- felldari. Rannsóknirnar gefa vísbendingar um myndun sjálf- bærra vistkerfa og sýna hvernig hringrásir orku, vatns og næringarefna þróast uns þær standa undir því lífríki sem þar fær þrifist. Niðurstöðurnar varpa ljósi á meginþætti í uppbyggingu vistkerfanna en ferlið er flókið og ljóst að landnemar þurfa að takast á við nýjar áskoranir með hækk- andi aldri skerjanna. Athygli vekur að æðplöntur einkenna fyrstu stig framvindunnar en mosar og fléttur koma síðar. Í Bræðraskeri, sem fylgst hefur verið með nánast frá upp- 1. mynd. Horft inn á Breiðamerkurjökul frá þjóðveginum á Breiðamerkursandi. Öll yngri jökulskerin eru merkt inn á myndina ásamt Máfabyggðum og Vesturbjörgum í Esjufjöllum. Fjarlægð frá jökuljaðri upp að Maríuskeri, Bræðraskeri og Káraskeri er 8,6–9,0 km. Tveir urðarranar sem eiga uppruna sinn í Fjölvinnsfjöllum (t.v.), utan myndar, og Máfabyggðum (t.h.) ná niður á sandinn. – View towards Breiðamerkurjökull glacier from the road across Breiðamerkursandur. All the younger nunataks are marked, as well as the older Máfabyggðir and Esjufjöll. The distance from the glacier edge to the Maríusker, Bræðrasker and Kárasker nunataks is 8.6–9.0 km. Two medial moraines can be seen reaching the glacer forefield, originating from Fjölvinnsfjöll (left; the nunatak not in picture) and Máfabyggðir. Ljósm./Photo: Bjarni D. Sigurðsson, júlí 2019. hafi, fjölgaði æðplöntutegundum nokkuð reglulega til að byrja með. Eftir stöðnun fjölgaði tegundum á ný þegar skerið hafði náð 40–50 ára aldri og sýndu efnagreiningar á jarðvegi að þá var uppsöfnun næringarefna merkjanleg. Árið 2016 höfðu 36 tegundir æðplantna og 8 tegundir fléttna numið land í vöktunarreitunum. Tegundafjölbreytileiki breyttist svipað og tegundafjöldinn innan reita í Bræðraskeri en í Káraskeri fór hann undir lok tímabilsins lækkandi í reitunum þar sem gróðurframvindan var komin lengst. Öfugt við tegundafjöldann minnkaði gróðurþekjan í Bræðraskeri eftir um 15 ára aldur en í Káraskeri, sem var eldra þegar mæl- ingarnar hófust, breyttist hún almennt lítið fram á seinni ár. Sambærileg gróðurframvinda hefur orðið í báðum skerjum samkvæmt jarðvegsefnagreiningum, þekjumælingum og hnitunargreiningu gagnanna. Þar sem fjallavíðir (Salix arctica) verður ríkjandi dregur marktækt úr tegundafjöl- breytni, líklega sökum þess að víðirinn er sterkastur í samkeppninni um vaxtarrýmið. Maríusker Systrasker Máfabyggðir Bræðrasker Kárasker Esjufjöll Náttúrufræðingurinn 90 (4–5) bls. 225–240, 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.