Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn
244
Dalfjalli. Samkvæmt lýsingu Brynjúlfs
frá Minnanúpi líktist skriðuhaugurinn
að vísu meira ummerkjum eftir eina
stórskriðu en margar smáar. Á móti
kemur að erfitt er að greina brotsár í
hlíðinni eftir slíka skriðu.
MYKITAKSGRJÓT EÐA
MYKITAKSHLAUP
Í Herjólfsdal er falleg berghlaupsurð
sem fallið hefur úr austurhlíð dals-
ins, nánar tiltekið úr Hánni (3. mynd).
Tjaldsvæðið í dalnum er á urðinni.
Guðjón Ármann Eyjólfsson nefnir hana
Mykitaksgrjót (í fleirtölu) eða Myki-
takshlaup í Árbók FÍ 200915 en Sig-
urður Sigurfinnsson hreppstjóri í Vest-
mannaeyjum, sem skrifað hefur um
gömul örnefni í eyjunum, nefnir hana
Mykjuteigshlaup eða Mykjuteigsgrjót
(í eintölu) í grein frá 1913.19 Sigurður
telur berghlaupið hafa átt sér stað á
sögulegum tíma og dregur þá ályktun
af nafninu Mykjuteigshlaup, sem ætti
sem sagt að vera skriðan sem hljóp yfir
„mykjuteiginn“, það er að segja yfir tún
dalbúans. Að vísu er orðið mykjuteigur
óþekkt eða afar fágætt eitt og sér.
Þessi örnefni hafa yfir sér fornan
blæ. Þau koma þó hvergi fram í fornum
ritum. Elsta heimild um örnefnið er
í Vestmannaeyjalýsingu séra Jóns
Austmanns frá 1846 þar sem hann
svarar spurningum Bókmenntafélags-
ins um landshætti og mannlíf.20 Þar
kemur örnefnið fyrir í kafla um fiski-
mið þar sem „Mið-Sviðið“ er þetta:
„Mykjuteigsgrjót við Álsey að vestan
og Höfðatáin föst við Suðurey að
norðan.“ Málfræðingar og örnefna-
fræðingar verða að skýra það hvernig
orðin Mykjuteigur og Mykitak tengj-
ast. Þess má þó geta að uppi í fjallinu
er tó sem heitir eftir mykjunni (eða
mykinu) en hefur einnig nafnið Mið-
dagstó og er eyktarmark frá bænum
Ofanleiti.15 Hér í greininni er höfð
myndin Mykitak vegna þess að hún er
helst notuð í Vestmannaeyjalýsingum
Árbókar FÍ 2009.
Berghlaup þetta hefur lítið verið
rannsakað. Þess er til dæmis ekki getið
í ritum Ólafs Jónssonar um skriður og
berghlaup. Hann minnist raunar ekki á
Herjólfshaug heldur. Bæði þessi hlaup
hefðu sómt sér vel í ritum hans. Myki-
taksurðin er tiltölulega flöt en hallar þó
lítillega upp að fjallshlíðinni. Þar taka
brattari skriður við undir þverhníptu
brotsárinu. Urðin er öll vel gróin og
hulin jarðvegi en stórgrýtisbjörg úr
móbergi standa upp úr grassverðinum
víðs vegar og fellur það vel að grjóts-
heitinu. Urðin er um 5,5 hektarar að
stærð og er jaðarinn vel afmarkaður,
víðast 1,5–3,0 metrar á hæð. Vegur-
inn umhverfis tjaldsvæðið rammar
inn fremsta hluta hlauptungunnar,
og er ljóst að hann hefur verið lagður
umhverfis urðina (3. mynd). Hraunið
frá Helgafelli, sem þarna nefnist Ofan-
leitishraun, liggur svo upp að henni og
hverfur undir hana.
Hlaupið er unglegt að sjá, brotsárið
er þverhnípt og ekki mikið veðrað.
Skálarskriður eru litlar og bendir
það til að hrun úr bergveggnum
hafi ekki verið mikið síðan hlaupið
varð. Það er einnig merki um ungan
aldur. Bergveggurinn virðist traust-
legur og höggunarsprungur lítt áber-
andi. Hér og hvar sjást losaralegir
steinar en hvergi hefur sprungið fyrir
stærri fyllum.
3. mynd. Mykitakshlaup, berghlaupið í Herjólfsdal. Jaðar berghlaupsins er handan vegarins. Þjóðveldisbærinn (tilgátuhúsið) er í urðinni og þar
eru einnig tjaldstæðishúsið og 10 smáhýsi. Hrunskriður eru undir hömrunum en brotsár hlaupsins myndar þverhníptan hamravegg Háarinnar.
Fiskhellanef er efst til hægri. – The Mykitakshlaup rock fall in Herjólfsdalur. The border of the rock fall debris can be seen behind the road. The
houses are all situated on the debris.
Ritrýnd grein / Peer reviewed