Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 86
Unnur Birna Karlsdóttir (f. 1964) lauk doktorsprófi í
sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2010. Viðfangsefni
doktorsritgerðar hennar er náttúrusýn og vatnsafls-
virkjanir á Íslandi. Hún hefur í ræðu og riti fjallað um
ýmsar hliðar á sambúð manns og náttúru en rann-
sóknir hennar síðasta áratug hafa einkum verið á sviði
umhverfissögu. Unnur Birna gegnir nú stöðu forstöðu-
manns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi.
UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR
/ AUTHOR'S ADDRESS
Unnur Birna Karlsdóttir
Sunnufelli 4
700 Egilsstöðum
unnurk@hi.is
Það fer ekki á milli mála þegar saga
NAUST er skoðuð að það hefur oft
gustað um starfsemina og félagsmenn
samtakanna, enda er starfssvæði NAUST
víðfeðmt með ótal náttúruperlur og víð-
erni. Á svæði NAUST hafa auk þess farið
fram umdeildustu stórframkvæmdir
á öræfum í sögu Íslands með gríðar-
legu inngripi mannsins í náttúrufar og
landslag. En það má þó sjá af skjölum og
samtímastarfi NAUST að það er enginn
bilbugur á þessum náttúruverndarsam-
tökum og því allar líkur á að áhugavert
verði að fylgjast með þeim áfram. Von-
andi tekst NAUST að fá nægilega marga
til liðs við samtökin nú og framvegis til
að geta haldið uppi öflugri baráttu fyrir
umhverfis- og náttúruvernd. Þátttaka í
starfi náttúruverndarsamtaka hefur ef
til vill fengið á sig þá mynd eftir stórátök
undanfarinna ára um virkjanir að fela
lítið annað í sér en óvinsældir meðal
sumra samborgara sinna og baráttu við
ofurefli stórfyrirtækja og stjórnvalda.
Sem betur fer er myndin litríkari og
fjölbreyttari. Það er þó umhugsunar-
efni fyrir náttúruverndarsamtök, jafnt
NAUST sem önnur, hvernig þau eiga
að tryggja nýliðun innan sinna raða.
Einn þáttur í því er að kynna starf sam-
takanna með þeim hætti að höfða til
sem flestra aldurs- og þjóðfélagshópa,
samhliða því að félagsmenn geti fengið
að velja hvaða viðfangefni þeir vilja
helst sinna, í nærumhverfi sínu eða á
stærri vettvangi. Margir hafa áhuga á
umhverfismálum og náttúruvernd þótt
ekki treysti sér allir í framvarðalínuna
þegar mikil átök verða um tiltekin
málefni tengd sambúð manns og nátt-
úru. Það eru áhugaverðir tímar í sögu
umhverfis- náttúruverndar hér á landi
um þessar mundir, og hver og einn ætti
að geta fundið sér næg uppbyggjandi
verkefni innan umhverfis- og náttúru-
verndarsamtaka landsins.
Glettingur – tímarit um austfirsk málefni, 2. tbl. 30. árgangs, er
tileinkaður hálfrar aldar starfsemi og afmæli Náttúruverndar-
samtaka Austurlands, NAUST. Tímaritið kemur út tvisvar á ári
og er áskriftarverð 3.800 krónur. Hægt er að gerast áskrifandi
á vefsetri tímaritsins (slóð: www.glettingur.is) eða með því að
senda póst á netfangið sigurjon@bokstafur.is.