Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
237
Ritrýnd grein / Peer reviewed
gróðurþekjunnar. Sterk fylgni milli
magns næringarefna í jarðvegi og gróð-
urþekju reitanna (13. mynd) bendir þó
til að það sé ekki síður skortur á köfn-
unarefni (N) sem takmarkar gróður-
þekju. Magn köfnunarefnis sem berst
inn í vistkerfið og geta vistkerfisins til
að halda í það og endurnýta virðist vera
sá þáttur sem helst takmarkar upp-
byggingu samfelldrar gróðurþekju við
þessar aðstæður. Mjög líkir þættir virð-
ast því takmarka hraða frumframvindu í
jökulskerjunum og á svæðum á Surtsey
þar sem sjófuglar hafa ekki borið nær-
ingarefni inn í vistkerfið.5,6,9,13 Þessi tvö
ólíku vistkerfi, eldfjallaeyjan og „jökul-
eyjarnar“, virðast því eiga fleira sam-
eiginlegt en margan hefði grunað, þrátt
fyrir að plöntutegundirnar sem ein-
kenna frumframvindu þessara tveggja
svæða séu gjörólíkar.
LOKAORÐ
Mólendi vaxið smjörlaufi (grasvíði)
og fjallavíði virðist vera það gróðurlendi
sem reitirnir í Kára- og Bræðraskeri
stefna að, þótt aðstæður eða nýir rask-
þættir geti að sjálfsögðu breytt fram-
vindunni. Það er gróðursamfélag sem
einkennir til dæmis skjólgóð svæði í
Skálabjörgum í Esjufjöllum sem standa
aðeins ofar í jöklinum en Kára- og
Bræðrasker og hafa staðið upp úr jökli
frá lokum síðustu ísaldar.19 Fróðlegt
verður að fylgjast áfram með frumfram-
vindu og jarðvegsmyndun á Káraskeri
og Bræðraskeri. Þrátt fyrir 50–80 ára
sögu er gróðurinn í skerjunum enn
almennt mjög gisinn, frumframvindan
skammt á veg komin og jarðvegur
ófrjór. Ýmislegt í okkar niðurstöðum
bendir þó til að eftir 2005–2010 sé að
hefjast nýtt framvindustig þar sem nýjar
tegundir æðplantna eru að hefja land-
nám og gróðurþekjan farin að þéttast
að nýju. Mosar og fléttur eru þar að
auki farin að leika mikilvægara hlutverk
en áður í gróðurfarinu. Höfundar spá
því umtalsverðum gróðurbreytingum
næstu ár og áratugi. Erfitt er þó að spá
um það hvort gróðurlendin í skerj-
unum verða sambærileg þeim sem er
að finna í Skálabjörgum í Esjufjöllum,
og þá hvenær.
SUMMARY
Eighty years of primary succession
on nunataks on Breidamerkur-
jökull in SE-Iceland
The nunataks Kárasker and Bræðra-
sker became apparent in Breiðamerkur-
jökull glacier in 1936 and 1960, respec-
tively. In 1965 a monitoring project was
initiated, and the vegetation measure-
ments have been repeated 17 times. In
2010 soil samples were collected in all
monitoring plots. The primary succes-
sion has been dominated by vascular
plants rather than mosses or lichens.
Initially, number of vascular plants on
Bræðrasker increased with age, but
later it stabilized in both nunataks until
a new colonising phase started as they
became >40–50 years old. In 2016, spe-
cies richness within the plots was 36
vascular plants and 8 lichens. Biodiver-
sity indices followed species richness
in Bræðrasker, but in Kárasker they
started to decrease in later years as the
primary succession was proceeded fur-
ther. Unlike the species richness, vas-
cular plant cover decreased in Bræðra
sker after ca. 15 years of age while in
the older Kárasker it was rather stable
until in recent years. We propose that
this was due to deteriorating growing
conditions on the nunatak when the
glacier receded and the pioneers had to
modify the environment before condi-
tions became favourable for other plant
species. Soil measurements, measure-
ments of plant cover and diversity, as
well as ordination analysis showed
that the primary succession was com-
parable on both nunataks. The succes-
sion reached a relatively stable stage
within 80 years where Salix arctica had
become dominant.
14. mynd. Leiðangur á heimleið úr Esjufjöllum 1. ágúst 2012. Framundan er Kárasker og Bræðrasker í baksýn, til hægri gnæfa Mávabyggðir og
frá vinstri Þuríðartindur og Mikill. – Expedition on its way home after field work in Esjufjöll mts on August 1st 2012. Ahead the nunataks, Kárasker
in front and Bræðrasker in the back, are apparent. More nunataks are visible, to right Mávabyggðir and to left Fjölsvinnsfjöll followed by Mikill.
Ljósm./Photo: Starri Heiðmarsson.