Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
235
Ritrýnd grein / Peer reviewed
1. ás / Comp. 1 (21,0%)
2.
á
s
/
C
o
m
p
. 2
(1
8,
4%
)
Omalotheca
supina
Phleum
alpinum
Engin ríkjandi / No dominant
– Þekja / Cover
Salix arctica
– Þekja / Cover
2016
-10 -5
-5
0
0
5
5
10
10
K8
K1
K2
K4
B2
B4
B1B8
B3
B7
K5
B5
B10 B6
B9
K7
K3
?
N
(%
; L
o
g
k
va
rð
i)
C
/N
-h
lu
tf
al
l /
C
/N
-r
at
io
p
H
H
20
N
(%
)
C
/N
-h
lu
tf
al
l /
C
/N
-r
at
io
p
H
H
20
Jökulsker – Aldur
Nunataks – Age
c) P<0,001 f) r = 0,84 P<0,001
b) P<0,001 e) r = 0,85 P<0,001
a) P=0,003 d) r = 0,87 P<0,001
Þekja (%; Log kvarði)
Cover (%; Log scale)
S-7,5
a
b b
a
b
b
a
a
b
B-50 K-74
1
0,1
0,12
0,10
0,08
0,06
0,04
0,02
0,00
15
10
5
0
10
8
6
4
2
0
0,01
0,001
15
10
5
0
10
8
6
4
2
0
0,1 1 10 100
UMRÆÐUR
Landnám tegunda
Í þessari rannsókn var fylgst nákvæm-
lega með breytingum á tegundasam-
setningu og gróðurfari 17 fastra vöktun-
arreita í Bræðraskeri og Káraskeri frá
árinu 1965 til ársins 2016. Yngstu reitir,
miðað við komu skers úr jökli, voru 5
ára (í Bræðraskeri 1965) en þeir elstu 80
ára (í Káraskeri 2016). Þetta er lengsta
samfellda vöktun frumframvindu, gróð-
urfars og þekju á afmörkuðum reitum
sem höfundar vita um hérlendis. Fylgst
hefur verið með breytingum á gróð-
urfari Surtseyjar jafn lengi en vöktun
á gróðurþekju og útdauða tegunda í
föstum vöktunarreitum hófst ekki í
Surtsey fyrr en árið 1990.6,7
Fyrsta landnám og frumframvinda
plantna í reitunum í báðum skerjum
einkenndist af æðplöntum, fremur
en mosum eða fléttum. Það er svipað
og í frumframvindu við jökulsporð
Skaftafellsjökuls3,4 og á hraunum og
gjósku í Surtsey þar sem sandfok og
saltrok er algengt.6,7 Af 50 tegundum
æðplantna sem Glausen and Tanner4
geta í rannsókn framan Skaftafellsjökuls
fundust aðeins 16 (32%) í föstum reitum í
þessari rannsókn. Þetta þarf ef til vill ekki
að koma á óvart þar sem flóra jökulskerj-
anna einkennist af fjallaplöntum17,24 en
flóran við Skaftafellsjökul af skóglendis-
og láglendisplöntum,3,4 en þetta stað-
festir að framvindan er öðruvísi framan
við skriðjökla en uppi á jökulskerjum.
Allt annars konar frumframvinda
verður á hraunum á úrkomuríkum
stöðum á láglendi Suðurlands. Þar
verða gamburmosar (Racomitrium
spp.) snemma ríkjandi en æðplötur
ná ekki yfirhöndinni í framvindunni,
jafnvel í áratugi eða aldir, nema þekja
mosaþembunnar verði fyrir raski sem
auðveldar landnám æðplantnanna.10
Einnig er vert að benda á þær niður-
stöður Maríu Ingimarsdóttur o.fl.20–23
að frumframvinda lífríkis á jökulskerj-
unum hófst ekki með landnámi plantna
heldur hryggleysingja (skordýra). Þeir
lifa á lífrænum leifum sem eiga uppruna
sinn í bakteríum og þörungum sem lifa í
jökulísnum27 og eru til staðar á yfirborði
skerjanna þegar þau koma undan jökli.
12. mynd. Myndir af reitunum a) K1, b) K2 og c) K4 í Káraskeri árið 2016, 80 árum eftir að það kom upp úr jökli. – Photographs of the plots a) K1, b) K2
and c) K4 in the Kárasker nunatak in 2016, 80 years after it appeared from the glacier. Ljósm./Photos: Starri Heiðmarsson a, b) 9.8. 2016, c) 10.8. 2016.
13. mynd. a) Heildar-köfnunarefni (N) í jarðvegi, b) C/N-
hlutfall í jarðvegi og c) sýrustig jarðvegs (pHH2O) í Skála-
björgum (hvítt), Bræðraskeri (ljósgrænt) og Káraskeri
(dökkgrænt) 5–10 árum (S-7,5), 50 árum (B50) og 74
árum (K-74) eftir að skerin komu upp úr jökli. Lóðrétt strik
tákna SE (n=5–6), P-gildi eru úr einþátta fervikagreiningu
og ólíkir bókstafir tákna tölfræðilega marktækan mun
(p<0,05) samkvæmt pöruðu LSD-prófi. d) Samband meðal-
gróðurþekju æðplantna allra reita árin 2005–2016 og N, e) C/N-
hlutfalls og f) sýrustigs. Athugið lógaritmískan kvarða fyrir
þekju og N. Strikið sýnir fylgnina, P-gildi hennar og fylgni-
stuðul (r) sambandsins. – a) Total soil nitrogen (N), b) soil
C/N ratio and c) soil acidity (pHH2O) in Skálabjörg (open),
Bræðrasker (light green) and Kárasker (dark green) 5–10
(S-7,5), 50 (B-50) and 74 (K-74) years after the soil came
out of the glacier, respectively. Vertical bars stand for SE
(n=5–6), P-values are from One-Way ANOVA compari-
son and different letters above bars indicate significant
(p<0.05) differences in means according to LSD tests. d)
The relationship between average vascular plant cover in
plots during 2005–2016 and N, e) C/N ratio and f) pH. Note
the logarithmic scale for cover and N. The line shows the
correlation, P-value its significance and r is the multiple
correlation coefficient.