Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
273
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Suðursveitungar segja, að fyrir
all-löngu hafi fundist í Hálsaskerjum
austan við Hálsatind gjarðahringja
og skeifa, en þangað hafi ekki verið
farið með hesta í manna minnum fyr
en Cambridge-leiðangurinn undir
stjórn Brian Roberts fór þarna um
1932. Var farangur þeirra fluttur úr
Staðardal upp á Heinabergsjökul
[Skálafellsjökul] á hestum og Skarp-
hjeðinn Gíslason á Vagnstöðum
fenginn til fylgdar.
TENGSL SKRIÐUKLAUSTURS
VIÐ BORGARHÖFN
Borgarhafnar er getið í Landnámu.15
Þar var hálfkirkja samkvæmt máldaga
sem talinn er frá 1343 og lá til hennar
bænhús í Heggsgerði, eins og Hest-
gerði kallaðist fyrrum. Borgarhöfn
var sögð 80 hundraða jörð og mun
eignarhlutur kirkjunnar fram á 15. og
16. öld aðeins hafa numið um 10 hundr-
uðum en mestur hlutinn verið bænda-
eign. Árið 1504 eignaðist Narfi Jóns-
son príor á Skriðuklaustri 20 hundruð
í Borgarhöfn með öllum gögnum og
gæðum. Til viðbótar virðist klaustrið
á Skriðu hafa eignast 40 hundruð á
árunum 1520–1523. Afganginn eignað-
ist Ögmundur Pálsson Skálholtsbiskup,
líklega árið 1526.16 Sýnir þetta glöggt
hversu eftirsótt jarðarhlunnindin í
Borgarhöfn voru á þessum tíma. Kirkju-
bæjarklaustur átti hins vegar býlin í
kring, Hestgerði og Smyrlabjörg, en
þau voru hvort um sig aðeins metin á
12 hundruð. Auk jarðarrekans í Borg-
arhöfn átti Skriðuklaustur að hálfu á
móti Sandfellingum 18 hundraða fjöru
í Öræfum, milli Kvíár og Hamraenda.8
Fyrir utan bein not af fiskafurðum og
reka hefur eflaust verið um að ræða
arð af útflutningi skreiðar, en um þann
þátt skortir heimildir. Eftir siðaskipti
eignaðist konungur allar klausturjarðir,
þar á meðal eignarhlut Skriðuklausturs
í Borgarhöfn (13. og 14. mynd).
Eins og áður greinir telja heimildar-
menn að um gagnkvæm erindi hafi
verið að ræða þá sótt var yfir jökul, Hér-
aðsbúar hafi farið suður yfir til róðra og
að ná sér í fiskafurðir og Skaftfellingar
leitað fjallagrasa við Snæfell. Um fyrri
þáttinn kom sitthvað í ljós við uppgröft
klausturrústa á Skriðuklaustri. Um
það segir frumkvöðullinn Steinunn J.
Kristjánsdóttir meðal annars:17
„Sem fyrr segir er heimild fyrir þv
að klaustrið hafi átt báta en mestu
skiptir þó að það átti fjölda útvegs-
jarða – alveg frá Héraðsflóa og
suður í Suðursveit. Þessar jarðir
hafa verið klaustrinu mikilvæg tekju-
lind vegna vertolla. Þannig hefur
9. mynd. Árni Magnússon (1663–
1730). – Icelandic scolar and librarian.
10. mynd. Goðahryggur til norðurs. Goðaborg dökkur hamar. Hoffellsjökull og Lambatungna-
jökull. Efst til hægri á myndinni sést í Snæfell. – The mountain ridge Goðahryggur in the east
of Vatnajökull with glaciers on both sides. Goðaborg black rock. Snæfell in upper corner right.
Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 1989.
12. mynd. Þorvaldur Thoroddsen
(1855–1921). – Icelandic geologist
and geographer.
11. mynd. Sveinn Pálsson
(1762–1840). – Icelandic
physician and naturalist.