Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
271
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Aldarþriðjungi síðar ritaði Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur (4. og 5.
mynd) afar skilmerkilega samantekt
um Vatnajökul og samskipti manna
við jökulinn fyrr og síðar, þar á meðal
um ferðaleiðir yfir hann fyrr á öldum.
Greinaflokkurinn birtist í Lesbók
Morgunblaðsins árið 1946 undir leiðar-
stefinu Í veldi Vatnajökuls,6 og síðar
gerði Sigurður sama efni ítarleg skil í
bók sinni Vötnin stríð7 (6. mynd). Víða
hefur verið vitnað til ályktana Sigurðar,
og er meðal annars vísað til frásagna
hans í ritinu Íslenskir sjávarhættir.8
Það er til marks um litla eftirfylgni
varðandi svo mikilsvert atriði í sögu
okkar að takmarkaðar fornleifarann-
sóknir hafa enn verið gerðar á meintum
dvalarstöðum vermanna sunnan jök-
uls, svo sem í Kambstúni við Hestgerði
í Suðursveit. Jarðsjármælingar sem
gerðar voru þar á gömlum rústum sum-
arið 2019 skiluðu litlu sem engu.a Eft-
irtektarverð er einnig þögn um slys og
mannskaða í meintum ferðum á jökli,
og engin forn ummerki hafa fundist
á leysingasvæðum jökulsins um slík
slys. Árið 2006 komu hins vegar fram á
Skaftafellsjökli skýr ummerki um tjald
og búnað tveggja ungra Englendinga,
Ian Harrison og Tony Prosser, sem fór-
ust á Vatnajökli sumarið 1953 á leið frá
Miðfelli við Morsárdal austur á Öræfa-
jökul (7. mynd).9 Þeir voru í jöklarann-
sóknahópi stúdenta frá háskólanum
í Nottingham í Englandi, sem vann
að athugunum á jöklum í Öræfum á
árunum 1952–1954 undir forustu Jack
D. Ives (8. mynd), sem síðar varð heims-
þekktur fjallavistfræðingur, frá 1954
búsettur í Kanada. Allt frá þessum tíma
hefur Jack haldið nánum tengslum við
Ísland og Skaftafell sérstaklega og ritað
um þau kynni merka bók, sem kom út á
ensku og íslensku árið 2007.9
Rýrar heimildir eru um vertíðir
fyrrum í Austfirðingafjórðungi umfram
það sem lesa má í Íslenskum sjávar-
háttum.8 Þar segir meðal annars: „Við
Austurland var sjór víðast stundaður frá
aprílbyrjun til jóla, en aðalveiðitíminn
var þó frá því í júní og til októberloka. –
Reyndar var sjósókn þar ekki alls staðar
jafnmikil á þessum tíma og vertíðin því
nokkuð breytileg eftir stöðum.“ Síðar
segir: „Í eystri hluta Austur-Skaftafells-
sýslu, fyrir austan Hornafjörð, var
venjulega ekki byrjað að róa fyrr en eftir
10. marz og haldið út þangað til seint
í apríl eða í byrjun maí. – Í syðri hluta
sýslunnar, t. d. í Borgarhöfn, hófst vertíð
með góu. Hvort tveggja var, að fyrr gekk
fiskur yfirleitt ekki á grunnslóð og veðr-
átta hamlaði sjósókn. – Öræfingar, sem
reru frá Ingólfshöfða, stunduðu veiðar á
vorin og framan af sumri.“
JÖKULVEGUR MILLI HORNA-
FJARÐAR OG FLJÓTSDALS
Hér verður horft til heimilda frá
fyrri öldum um ferðir yfir Vatnajökul
og þá fyrst um leiðir úr Fljótsdal suður
í Hornafjörð.
Sigurður Þórarinsson segir í Lesbók
(bls. 398):
Elstu frásagnir af ferð yfir Vatna-
jökul er að finna í Droplaugarsona
sögu. Þar er þess getið, að Ingjaldur
á Arneiðarstöðum í Fljótsdal, mágur
Gríms Droplaugarsonar, og Þorkell
trani, fóstbróðir Gríms, „fóru heiman
um várit it efra suðr um jǫkla ok kómu
komu ofan í Hornafjǫrð.“10
Í Chorographica islandica, heimilda-
safni Árna Magnússonar prófessors
(9. mynd) frá um 1700, segir:11
Frá Hoffelli í Hornafirði hefur fyrir
60 árum [usque ad 1640 circiter, [þ.e.
þangað til um það bil 1640] verið
vegur fjallasýn ofan í Fljótsdalshérað
og verið komið ofan í Fljótsdal. Skal
hafa verið gild dagsferð og ei meir.
Þessi vegur er nú af vegna jökla. Upp
úr Lóni hefur og vegur verið ofan Í
Fljótsdal. En báðir þeir vegir eru ótíðir
sökum jökla og vatns.
6. mynd. Uppdráttur Sigurðar Þórarinssonar: Hugsanlegar og líklegar leiðir yfir Vatnajökul á
15. og 16. öld. Bláa línan er með vísan til greinar Sigurðar Gunnarssonar frá 1876, Um öræfi
Íslands I–II, í Norðanfara XV, bls. 69–71; 73–76. – Ancient travel routes across Vatnajökull in the
15th and 16th century. The blue line is referring to Gunnarsson, S., in Norðanfari XV, pp. 69–71;
73–76. By Thorarinsson 1974. Kort/Map: Guðmundur Ó. Ingvarsson.