Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn
230
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Aldur / Age
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0,0
10
8
6
4
2
0
1960 1980 2000 2020 1960
Ár / Year
1980 2000 2020
Þ
ek
ja
/
C
o
ve
r
(%
)
Æðplöntur / Vasc. pl.Æðplöntur / Vasc. pl.
B1, B2, B3, B5
B4, B6, B7, B8, B9, B10
Mosar / Mosses
Fléttur / Lichens
Þ
ek
ja
/
C
o
ve
r
(%
)
Þ
ek
ja
/
C
o
ve
r
(%
)
S
im
p
so
n
1/
D
S
h
an
n
o
n
H
Te
g
u
n
d
af
jö
ld
i /
S
p
. r
ic
h
n
es
s
100
120
80
60
40
20
0
120
100
80
60
40
20
0
15
10
5
0
0 20 40 600 20 40 60 80
a)
b)
c)
d)
e)
f)
fyrstu fimm árin eftir að skerið kom
upp úr jökli en síðan jókst tegunda-
fjöldi æðplantna nokkurn veginn línu-
lega næstu tíu árin og var að jafnaði 2,9
tegundir í 1 m2 reit við 14 ára aldur. Eftir
þennan upphafsfasa minnkaði tegunda-
fjöldinn lítillega en hélst síðan nokkuð
stöðugur í um 2,6 tegundum á reit.
Þetta kyrrstöðuástand í landnámi hélst
þar til skerið var orðið um 30 ára en þá
hófst nýr landnámsfasi og hefur fjölgun
tegunda orðið æ hraðari eftir því sem
lengra hefur liðið. Árið 2016, 56 árum
eftir að skerið kom úr jökli, fundust að
jafnaði 7,0 tegundir æðplantna í hverjum
1 m2 reit. Fjölbreytileikinn í reitunum,
metinn með Shannon H- og Simpson
1/D-stuðlum, breyttist á svipaðan hátt
og var mestur í lok vöktunartímans,
árið 2016, með 1,39 fyrir Shannon H
og 0,64 fyrir Simpson 1/D. Aukningin í
fjölbreytni var þó hlutfallslega hægari
en fyrir tegundafjölda seinni árin, eða
169% í Shannon H og 125% í 1/D milli
1997 og 2016 miðað við 259% aukningu í
tegundafjölda (5. mynd a, b og c).
Heildarþekja æðplantna í Bræðra-
skeri jókst með veldisvexti í fyrsta land-
námsfasanum og náði hámarki eftir lok
hans árið 1976 (5. mynd d). Hún var þó
ekki mikil, einungis 16,1% að jafnaði,
minnst 13% í reitum B2, B3 og B5 (5.
mynd d, e og f ) og mest 23% í reit B7.
Eftir þetta minnkaði hún hægt í flestum
reitum til 1997 og var þá að jafnaði
10,7%. Eftir það minnkaði æðplöntu-
þekjan hratt og var í lágmarki 2010 með
2,8% að jafnaði en hafði hækkað aftur
upp í 5,8% árið 2016 (5 mynd d). Land-
nám og breytingar í þekju mosa var með
nokkrum öðrum hætti og þar skiptust
reitirnir í tvo hópa (5. mynd d). Mosa-
þekjan jókst í öllum reitum frá upphafi
til 1970, svipað og hjá æðplöntum en
þó þannig að mosaþekjan var að jafn-
aði helmingi minni (5. mynd e). Eftir
það skildi með reitunum, mosaþekja í
reitum B1-B3 og B5 (6. mynd a, b og c)
jókst nokkuð stöðugt fram til 1997 (37
ára aldur Bræðraskers) þegar hún náði
um 19% þekju, sem var tæplega tvö-
falt meira en æðplöntuþekjan í sömu
reitum. Í hinum reitunum hélst mosa-
þekjan minni en jókst einnig nokkuð
reglulega til ársins 1997 þegar hún náði
um 4,9% þekju að jafnaði, og var þá
um helmingur á við æðplöntuþekjuna
(5. mynd e). Ólíkt æðplöntum héldu
mosar áfram að auka þekju sína eftir
að landnámsfasanum lauk. Hins vegar
varð sambærilegt hrun í þekju mosa og
æðplantna eftir 1997 allt til ársins 2010
og hafði þá minnkað að jafnaði niður í
1,9% í öllum reitum. Mosaþekjan hafði
líkt og æðplöntuþekjan hækkað aftur
í úttektinni 2016, og var þá að jafnaði
3,6%. Aukningin var hlutfallslega meiri
í reitum B1-3 og B5 (úr 2,6% í 5,6%; 5.
mynd e; 6. mynd a, b og c). Fléttur voru
miklu seinni en æðplöntur og mosar
að ná fótfestu í reitunum í Bræðraskeri
(5. mynd f ). Það var ekki fyrr en árið
2005 sem fléttuþekja náði yfir 0,5% í
mosagrónari reitunum (B1-B3, B5), og
hinir reitirnir fylgdu svo í kjölfarið árið
2010, þ.e. 45 og 50 árum eftir að skerið
kom upp úr jökli. Þekja fléttna minnk-
aði líka á milli 2005 og 2010 í mosa-
grónu reitunum, líkt og þekja mosa og
æðplantna, en ekki í hinum reitunum
(B4, B6-B10). Mest fléttuþekja mældist
í síðustu úttektinni árið 2016 og var þá
orðin 1,5% að jafnaði (5. mynd f ).
Kárasker var 29 ára þegar föstu
vöktunarreitirnir voru lagðir út 1965.
Þeir voru líkt og áður sagði settir niður
við ólíkar aðstæður en þó alltaf þar
sem einhver gróður var til staðar. Í
Bræðraskeri voru reitir settir niður við
upphaf gróðurframvindu og þess vegna
var þar meiri hending við reitavalið.
Fróðlegt er því að bera saman stöðuna
í Káraskeri við upphaf úttektarinnar
þar og reitina í Bræðraskeri þegar þeir
náðu sama aldri. Þetta var gert með því
að bera saman meðaltöl úr hverjum
5. mynd. Gróðurframvinda í Bræðraskeri
í Breiðamerkurjökli eftir aldri og fram-
vindu mosa og fléttna. Breytingar á a)
meðalfjölda æðplöntutegunda í reit og á
fjölbreytileikastuðlum þeirra, b) Shannon
H- og c) Simpson 1/D-stuðlar; á d) með-
al-yfirborðsþekju æðplantna, e) mosa
og f) fléttna með aldri í fjórum (opnir
hringir) og sex (fylltir hringir) föstum vökt-
unarreitum. Lóðrétt strik tákna SE (n=4
eða 6) og eru sýnd fyrir 7 af 15 skiptum
sem mælingar fóru fram. Ath. að annar
kvarði er notaður fyrir þekju fléttna en
æðplantna og mosa. – Successional
changes in the Bræðrasker nunatak with
time and succession of non-vascular
plants. Changes in a) mean species
richness of vascular plants per plot
and their biodiversity indices, b)
Shannon’s H and c) Simpson’s 1/D);
in d) mean surface cover of vascular
plants, e) mosses and f) lichens with
age in four (open circles) and six (filled
circles) permanent survey plots. Vertical
lines stand for SE (n=4 or 6) and are
shown for 7 of 15 survey occasions.
Note the different scale for lichen
cover compared to vascular plants
and mosses.