Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 285 Ritrýnd grein / Peer reviewed taka tillit til upplifunar og viðhorfa fólks við kortlagningu víðerna.16–21 Fyrsta tilraun til að kortleggja víðern- isviðhorf og -upplifun hér á landi var kortlagning á upplifun ferðamanna á víðernum á suðurhálendinu.22 Sú kort- lagning byggðist á gögnum sem safnað var meðal ferðamanna á vettvangi og greind út frá forsendum viðhorfskvarða (e. purism scale) sem skiptir ferða- mönnum í fjóra hópa eftir mismunandi viðhorfum þeirra til umhverfisins. Á öðrum enda kvarðans eru eindregnir náttúrusinnar sem sækjast eftir að upplifa náttúruna í sínu upprunaleg- asta formi og vilja litla sem enga þjón- ustu (e. strong purists). Næstir þeim eru náttúrusinnar sem sækjast einnig eftir að upplifa náttúruna en gera ekki eins miklar kröfur um að hún sé í sínu upprunalegasta formi (e. moderate purists). Þá koma hlutlausir ferðamenn sem vilja nokkuð góða innviði og þjón- ustu og eru ekki mjög viðkvæmir fyrir röskun á umhverfinu (e. neutralists). Á hinum enda kvarðans eru þjónustu- sinnar sem vilja góða innviði, mikla þjónustu og eru ekki viðkvæmir fyrir röskun á umhverfinu eða fyrir fjölda annarra ferðamanna (e. non-purists, urbanists). Niðurstöður gáfu til kynna að þjónustusinnar upplifðu svo til allt suðurhálendið sem víðerni, en í hugum eindreginna náttúrusinna var minna en helmingur svæðisins víðerni (4. mynd). Fjöldi rannsókna hefur verið gerður til að meta viðhorf ferðamanna til víð- erna og hvers vegna þeir vilja ferðast um slík svæði.16–19,23,24 Viðhorf hvers og eins til víðerna eru háð mörgum þáttum, svo sem menningar- og félags- legum bakgrunni.25 Hvernig fólk metur gildi víðerna er enn fremur háð legu þeirra og aðstæðum á hverjum stað og tíma. Rannsóknir sýna hins vegar að algengasta ástæða þess að fólk ákveður að ferðast um víðerni er að upplifa ósnortna náttúru, einfaldleika, fámenni og komast burt úr erli borgarlífsins.3,4 Nýjustu kortlagningu íslenskra víð- erna unnu þeir Þorvarður Árnason, David Ostman og Adam Hoffritz,26 og höfðu það að markmiði að þróa nýja aðferða- fræði við mat á óbyggðum víðernum á miðhálendinu samkvæmt skilgreiningu laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Við sögu koma fjórar tegundir af mann- virkjum; byggingar, vegir, miðlunar- lón og raflínur, og eru mismunandi skerðingaráhrif (fjarlægðir) reiknuð fyrir hverja tegund (5. mynd). Megin- munur frá fyrri kortlagningu liggur í mun ýtarlegri undirflokkun fyrir byggingar eftir gerð þeirra. Jafnframt styðjast þeir við einfaldari flokkun á vegum; samkvæmt nýrri skilgreiningu á óbyggðum víðernum skal einungis miða við uppbyggða vegi, ekki svokall- aða F-vegi, þ.e. fjallvegi. Það er hins vegar ljóst að á mörgum fjallvegum er töluverður umferðaþungi, til dæmis Öskjuleið (F88) og Landmannaleið (F225), og vafasamt að þar sé unnt að njóta einveru og náttúru án truflunar af umferð vélknúinna farartækja, eins og lögin gera ráð fyrir. Ofangreind dæmi um kortlagningu íslenskra víðerna sýna að þrátt fyrir fáar rannsóknir hefur töluverð þekk- ing þegar safnast saman. Þau sýna hins vegar einnig að kortlagning víðerna er mikil áskorun. Til að vernda víð- erni, eins og náttúruverndarlög gera ráð fyrir, er grundvallaratriði að vita hvar þau eru, en ekki síður að vita fyrir hvað þau standa í hugum landsmanna, og hvort þeir líti á víðerni sem verð- mæti. Öðruvísi næst ekki samstaða um verndun þeirra. 3. mynd A. Rauðu punktarnir sýna dreifingu hnitaðra ljósmynda sem ferðamenn hafa tekið á austurhluta landsins og deilt á veraldarvefnum. B. Myndin sýnir samanburð víðerniskorta byggðra á ólíkum aðferðum. – A. The red dots indicate the distribution of geotagged photographs taken by tourists in the Eastern part of Iceland. B. Comparison of wilderness maps obtained from different approaches.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.