Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn
274
Ritrýnd grein / Peer reviewed
skreið borist heim í skreiðarskemm-
una á Skriðu. Stærsti fiskurinn getur
hafa komið sunnan úr Borgarhöfn.
Beinin eru að minnsta kosti úr sunn-
lenskum vertíðarþorski en einnig af
tegundum sem eingöngu veiðast
sunnan Horns. Athygli vekur þó að
hausabeinin af fiskinum vantaði en
það bendir til að hann hafi verið fluttur
þangað verkaður.
Á öðrum stað18 bendir Steinunn
á að fiskbein sem grafin voru upp á
Skriðuklaustri „eru yfirleitt af meira
en eins metra löngum fiski, einkum
stórýsu, stórri löngu og rígaþorski. Það
sýnir svo ekki verður um villst að fiskur
þessi hefur verið veiddur við suður-
ströndina og síðan borist alla leið að
Skriðu í Fljótsdal. ... Við nánari skoðun
er nefnilega ljóst að Skriðuklaustur var
í alfaraleið á þeim tíma er umsvif voru
þar sem mest, þótt staðsetning þess
kunni að virka einkennileg í dag.“
Forvitnilegt er að geta sér til um
leiðina frá Skriðuklaustri inn á Vatna-
jökul, þaðan sem haldið var suðvestur
að Hálsatindi og síðan niður eftir
Staðardal að Hálsahöfn. Nærtækasti
kosturinn sýnist vera að leiðin hafi legið
inn eftir Norðurdal (Kleifardal) í Fljóts-
dal vestan Jökulsár að Ófæruseli, þaðan
inn og upp brekkurnar í Kleifarskógi
og að Laugarfelli (15. mynd). Þetta fær
stuðning af örnefnum eins og Götuhjalli
og Hvíldarhnjúkar, innri og ytri, sem
eru neðan við brún Lönguhlíðar. Síðan
heitir Vegaslakki þar sem gatan heldur
áfram inn til Laugarfells og afréttar.19
Frá Laugarfelli var hægt að halda áfram
vestur með Laugará og yfir á Vesturör-
æfi eða austan undir Snæfelli og sveigja
um Mosdal milli Þjófahnjúka vestur í
Maríutungur (16. mynd). Skógur þess
tíma gat hins vegar verið til trafala utan
til á þessari leið, ekki síst fyrir hesta
undir burði, og kallaði á grisjun fram
með reiðgötum.
Annar hugsanlegur kostur er að
farið hafi verið með hestalestir frá
Skriðuklaustri inn eftir Norðurdal og
sveigt upp á Fljótsdalsheiði milli Egils-
staða og Kleifar. Þar lá heybandsvegur
utan við Hestahjalla og fjárgötur eru
upp hjá Vegamel til heiðar. Sjá má hér
götutroðninga á stöku stað og á þessum
slóðum lá Aðalbólsvegur vestur til
Hrafnkelsdals.20 Eftir að náð var heiðar-
brún inn af Svartöldu hefði mátt halda
suðvestur um Bræðraöldu og drög Þór-
isstaðakvíslar austan við Þrælaháls og
sveigja sunnan hans yfir á Vesturöræfi
ekki fjarri núverandi Kárahnjúkavegi.
Áfram hefði mátt halda um Herjólfs-
drag inn yfir Sauðá, síðan vestan undir
Sauðahnjúkum inn í Maríutungur,
yfir Jökulkvísl og suður um þáverandi
dalverpi inn á jökul austan við upp-
tök Jöklu þess tíma. Til að kanna þetta
nánar þyrfti að huga betur að vörðum og
troðningum á þessum slóðum.
13. mynd. Frá Hestgerðiskambi norðvestur
yfir Kambstún til Borgarhafnar. Vagnstaðir til
vinstri. Kálfafellsfjöll handan Staðardals. – A
view from Hestgerðiskambur over Kambstún
towards Borgarhöfn. Vagnstaðir farm to the
left. Staðardalur and Kálfafell mountain ridge
behind. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson
2016.
14. mynd. Uppgröftur á klausturrústum
á Skriðuklaustri varpaði ljósi á tengsl
klaustursins við Borgarhöfn. Frá Hálsahöfn
barst skreiðin norður yfir Vatnajökul. –
Research on the ruins of the monastery at
Skriðuklaustur revealed the connections be-
tween Borgarhöfn and the cloister. Ljósm./
Photo: Hjörleifur Guttormsson 2007.