Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn
226
Ritrýnd grein / Peer reviewed
INNGANGUR
Landnám lífs á „nýju“ yfirborði sem
hvorki inniheldur lífrænan jarðveg
né fræforða og fyrstu skref þróunar
lífverusamfélaga á slíku yfirborði, til
dæmis nýrunnu hrauni eða fersku jök-
ulskeri (e. nunatak), nefnist frumfram-
vinda (e. primary succession).1 Slíkar
aðstæður finnast víða á Íslandi og eru
sérstaklega áhugaverðar hér þar sem
tiltölulega stutt er síðan landið allt, eða
að minnsta kosti verulegur hluti þess,
gekk í gegnum slíkan feril við lok síð-
asta kuldaskeiðs ísaldar.2 Með því að
rannsaka þetta má meðal annars auka
skilning á myndun og þróun lífríkisins
hér við lok ísaldar og upphaf nútíma.
Á Íslandi bjóðast óvenju góðar og
fjölbreyttar aðstæður til rannsókna á
frumframvindu og er þar auðvitað fyrst
að telja land sem kemur undan jökli þegar
jökulsporðar hörfa. Margar frumfram-
vindurannsóknir hafa verið gerðar á
slíkum jökulaurum. Hérlendis má nefna
rannsóknir Perssons3 og þeirra Glausens
og Tanners4 við Skaftafellsjökul og rann-
sóknir Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur
o.fl.5 á Breiðamerkursandi sem dæmi
um rannsóknir á áhrifum á gróðurfar og
breytingar jarðvegsþátta eftir því sem
lengra líður frá því að land kom undan
jökli. Frumframvinda á sér einnig stað
í kjölfar eldsumbrota og sennilega eru
þekktustu rannsóknir á frumframvindu
og jarðvegsmyndun hérlendis þær sem
unnar hafa verið í Surtsey frá myndun
hennar í eldgosinu 1963–1967.6–9 Fleiri
rannsóknir má nefna, til dæmis rann-
sóknir Ágústs H. Bjarnasonar10 og síðar
Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur o.fl.11
á gróðurfari misgamalla Hekluhrauna,
rannsóknir Jónu Bjarkar Jónsdóttur12 á
gróðurframvindu Skaftáreldahrauns og
rannsóknir Leblans o.fl.13 á jarðvegsfram-
vindu á misgömlum eyjum í Vestmanna-
eyjaklasanum. Erlendis hefur land sem
rís úr sæ við landris einnig verið notað
til sambærilegra rannsókna á frumfram-
vindu14 en okkur er ekki kunnugt um að
slíkar rannsóknir hafi farið fram hér-
lendis. Þó eru góðar aðstæður til þess þar
sem land rís nú á Suðausturlandi um 1 cm
á ári.15 Að lokum má nefna að framvinda
á landi í kjölfar uppgræðslu þar sem nær
algjör jarðvegseyðing hefur átt sér stað16
er náskyld frumframvindu á ósnortnu
yfirborði og ýmislegt hagnýtt má læra
með samanburði þar á milli.
Breiðamerkurjökull býður einstakar
aðstæður til framvindurannsókna.
Hann er víðáttumikill og hefur sorfið
undirlag sitt og umbreytt því. Við hop
hans undanfarna áratugi hafa stór land-
svæði orðið aðgengileg sem búsvæði
lífvera, bæði framan við jökulsporðinn
og á jökulskerjum í jöklinum sjálfum.5,17
Þar sem fylgst hefur verið með atburða-
rás hopunarinnar og hún tímasett er að
auki mögulegt að fylgjast með þróun
lífríkisins sem nemur land og einnig að
bera saman landnámssvæði með tilliti
til aldurs og staðar.
Nokkru eftir 1940 sást til lítils jök-
ulskers í Breiðamerkurjökli (1. mynd).
Það fékk síðar nafnið Kárasker eftir
Kára Sölmundarsyni sem bjó á bænum
Breiðá eftir að hann hafði hefnt brennu
Bergþórshvols, eins og segir í Brennu-
Njáls sögu. Þeir Flosi, Helgi, Sigurður
og Hálfdán Björnssynir frá Kvískerjum
könnuðu fyrst gróðurfar í Káraskeri
sumrin 1957 og 1958. Var þá þegar kom-
inn nokkur gróður í skerið og fundu
þeir bræður 33 tegundir æðplantna og
þrjár mosategundir.18 Eyþór Einarsson
kom fyrst í Kárasker árin 1961 og 1963
2. mynd. Gervihnattarmynd af hluta Breiðamerkurjökuls og af
Káraskeri (ofar) og Bræðraskeri (neðar). Skerin hafa risið hærra
upp úr yfirborði jökulsins og stækkað eftir því sem hann hefur
bráðnað. Lárétt flatarmál þeirra var 0,978 og 0,386 km2 þegar
myndin var tekin 2010. Gulir punktar sýna fasta mælireiti. –
Satellite photo showing part of Breiðamerkurjökull and the two
nunataks, Kárasker (upper) and Bræðrasker (lower). The nuna-
taks have grown as the glacier has melted and they covered
0.978 and 0.386 km2 in 2010 when the photo was taken. Yellow
circles show location of permanent sample plots. Mynd/Photo:
Digital Globe, 2010.