Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 81

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 81
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 301 9. og 10. mynd. Dropsteinar og hraunstrá í skreyttasta hluta TES-13. – Lava stalagmites and stalactites in the most heavily decorated part of TES-13. Ljósm. /Photo: Hellarannsóknafélag Íslands. Aðeins um 150 hraunhellar voru skráðir á landinu árið 1990. Þeim fjölg- aði hratt fyrstu árin eftir að Hellarann- sóknafélagið var stofnað árið 1989.9 Fjölgun hella í skrá félagsins hefur ekki verið jafn ör síðastliðin ár en hún er þó stöðug og margir nýir hellar finn- ast á hverju ári. Fjölgunin er mismikil eftir árum. Vel skipulagðar leitir bera oftar en ekki góðan árangur og sér- staklega ef farið er langt úr alfaraleið í lítt könnuð hraun. Töluverður fjöldi af hellum hefur verið að finnast á hálendi Íslands á síðustu árum og þótt ótrúlegt megi virðast þá finnast hellar enn á fjölförnum stöðum. Oft láta hellisopin lítið fyrir sér fara og sjást jafnvel ekki nema staðið sé alveg við þau. Það er því alltaf erfitt að full- yrða að eitthvert svæði sé fullkannað. Vert er að taka fram að margar merk- ustu uppgötvanir síðari ára hafa orðið þegar þekktir hellar eru athugaðir og á þeim finnst framhald eða nýir hlutar. Ljóst er að enn eru ófundnir margir hellar á landinu og eru stærðarinnar svæði enn ókönnuð. Margt bendir til þess að Ísland geymi skreyttustu hraunhella í ver- öldinni og eru þeir því merkileg þjóðarverðmæti. Dropsteinar eru afar sjaldgæfar jarðminjar á heimsvísu og finnast einungis í um það bil 6% allra hraunhella á Íslandi, miðað við þau gögn sem Hellarannsóknafélagið hefur safnað. Margt þarf að ganga upp til að þeir myndist og varðveitist. Hver dropsteinn er því í sjálfu sér einstakur, en þegar þeir standa í þúsundatali í einum og sama hellinum má telja það einstakar jarðminjar í sjálfu sér, sér- staklega þegar þúsaldir eru liðnar frá myndun þeirra. Margt annað gerir hellana að merkilegum jarðminjum. Má þar nefna örmjó hraunstráin sem hanga úr loftinu, margra metra háa hraunfossa, hraunspena, hraunrósir, flór, gljáandi útfellingar, glerunginn og litadýrðina. Allt eru þetta einstak- lega viðkvæmar náttúruminjar sem hafa mikið verndargildi sökum sér- stöðu og fágætis. Allir dropsteinar og sérhvert hraun- strá í hellum landsins voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1974 og hraun- hellar njóta sérstakrar verndunar samkvæmt náttúruverndarlögum.10,11 Þrír hellar eru jafnframt friðlýstir í heild sinni sem náttúruvætti: Jör- undur í Lambahrauni, Árnahellir í Leitahrauni og Kalmanshellir í Hall- mundarhrauni. Við þetta má bæta að töluverður fjöldi hella er þekktur innan þjóðgarða og friðlýstra svæða, svo sem á Reykjanesi, innan Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls og Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Sex hellum hefur verið lokað í verndarskyni án friðlýsingar. Þeir eru: Búri og Gjögur í Leitahrauni, Eldhellir og Sunnuhellir við Þingvelli og núna síðast TES-12 og TES-13 í Þeistareykjahrauni. Á undanförnum árum hefur Hellarannsóknafélagið verið í sambandi við landeigendur og sveitarfélög vegna nokkurra hella sem hafa átt undir högg að sækja, og gert um þá samstarfssamninga. Í ákveðnum tilvikum hefur verið gripið til lokunar, en það er einungis gert þegar það er aðkallandi, svo sem þar sem ummerki sýna að umferð er orðin það mikil að hellirinn er farinn að láta á sjá. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ennfremur falið Umhverfis- stofnun að vinna að frekari verndun nokkurra af viðkvæmustu hellum landsins sem enn eru opnir til að forða þeim frá sömu örlögum og Leiðar- endi, Borgarhellir, Stefánshellir og Víðgelmir máttu sæta. Þeir voru rúnir nær öllu skrauti sínu á síðari helmingi 20. aldar og hefur það að vissu leyti haldið áfram á 21. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.