Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 55

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 275 Ritrýnd grein / Peer reviewed FERÐIR NORÐLENDINGA TIL OG FRÁ HÁLSAHÖFN Við höfum hér horft til líklegra ferða Austfirðinga suðvestur yfir jökul að Hálsaskerjum með Hálsatind sem veg- vísi og áfram niður eftir Staðardal að útræðinu í Hálsahöfn. Þessi fengsæli staður á einnig að hafa dregið að sér Norðlendinga úr Þingeyjarsýslum og Eyjafirði ef marka má örnefni og munn- mæli síðari alda. Ekki er nú ljóst hvaða leið Norð- lendingar gætu hafa valið sér heiman að inn yfir Vatnajökul og suður yfir að Hálsahöfn. Líklegt má telja að ver- menn úr Þingeyjarsýslum hafi farið um Möðrudal og þaðan suður yfir Brúar- jökul, sem lítið fór fyrir fyrstu fimm aldirnar frá landnámi. Þar er jökull- inn lægstur og á síðustu öld varð til nýnefnið Norðlingalægð, líklega hjá þátttakendum í sænsk-íslenska rann- sóknaleiðangrinum á fjórða áratug aldarinnar.21 Eyfirðingar og Suður-Þing- eyingar gætu líka hafa lagt leið sína inn úr Bárðardal og upp á Dyngjujökul við Kistufell og sveigt af Kverkfjallahrygg austur að Hálsatindi og Staðardal (17. og 18. mynd). Um þetta segir Sigurður Þórarinsson meðal annars í Lesbók (bls. 400–401):6 Leiðin þvert norður yfir jökulinn var einkum farin af Norðlingum, sem fóru til verstöðva við Hálsaós í Suðursveit … Sameiginlegt þeim leiðum, sem hjer hafa verið nefndar, er það, að þær sneiða fram hjá skriðjökultungunum suður úr Vatnajökli og liggja eftir jök- ulvana landi beint á hjarnsvæðin, enda eru skriðjöklar þeir, er ganga suður úr Vatnajökli, torfærir eða ófærir hestum. Aftur á móti eru hjarnsvæðin fær hestum og sama er að segja um hina tiltölulega sljettu skriðjökla, er ganga niður á hásljettuna norðan jökulsins. Orsakirnar til þess, að Vatnajökulsvegirnir úr Hornafirði og Öræfum lögðust niður voru einkum þær, að framskrið skriðjöklanna síð- ustu 3–4 aldirnar tók af vegina upp á hjarnsvæðin. Þessari orsök er þó ekki til að dreifa um leiðina úr Suðursveit upp á Heinabergsjökul [Skálafells- jökul]. Þá leið hefur aldrei tekið af vegna skriðjökla. Sú leið lagðist niður einkum af þeim orsökum, að Fljóts- dælir og Norðlingar hættu að sækja sjó frá Hálsahöfn ... Um ástæður þess, skipsskaðann 1573 og breytt lendingarskilyrði, fjallar Sigurður síðar í greinum sínum (bls. 415–417).6 Eins og fyrr er getið eiga Norð- lingar að hafa komið niður á Hálsasker sunnan við rætur Skálafellsjökuls, og telja menn sig eigi alls fyrir löngu sem og nýverið hafa séð götutroðninga inn af Staðardal (19. og 20. mynd). Munn- mælasögum sem lúta að þessu hefur Daniel Bruun safnað í Suðursveit og að 15. mynd. Horft inn yfir Jökulsá í Fljótsdal til Norðurdals þar sem leiðin lá áleiðis suður yfir Vatnajökul. Snæfell er þar öruggur veg- vísir. – A view across Jökulsá in Fljótsdalur towards Norðurdalur where the track lead towards Vatnajökull. There Snæfell (1833 m) is a secure compass. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 2018. 16. mynd. Kleifarskógur vestan Jökulsár. Gatan frá Ófæruseli inn eftir skóginum sést á myndinni. Innstu bæir í Norðurdal sýnileg- ir í fjarska. – Kleifarskógur west of Jökulsá. Visible is the track from Ófærusel through the birch forrest and the innermost farms in Norð- urdalur far to the right. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.