Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 245 Efsta nípa syðsta hluta Háarinnar, Moldi, tæplega 220 metrar y.s., stendur yfir innsta hluta tjaldsvæðisins en fjallið lækkar til suðurs. Úthlaupshorn, þ.e. hornið frá frambrún hlaups upp á hæstu brún brotsins, er 35° en frá þjónustumiðstöð tjaldsvæðisins upp á fjallsbrúnina eru 45°. Tilgátuhúsið eða Þjóðveldisbærinn í Herjólfsdal stendur framarlega í tungu hlaupsins. Helsta tjaldsvæði bæjarins er innan urðarinnar og þar eru einnig smá- hýsin sem leigð eru til næturgistingar (3. og 4. mynd). Brotsár Mykitakshlaupsins er þver- skorið og beint en ekki skálarlaga eins og algengt er í berghlaupsbrotum (3. mynd).21 Stefnan er rétt vestan við norður. Á höggunar- og sprungukorti Hauks Jóhannessonar er teiknuð sprunga í Dalfjallsmóberginu í beinu framhaldi af brotinu.2 Freistandi er að framlengja sprunguna til suðurs og ætla að hún hafi myndað veikleika í berginu þar sem það síðar klofnaði og hrundi fram. Einkennistölur berghlaupsins eru: Fallhæð: 210 m Hlauplengd: 300 m Hlauphorn (úthlaupshorn): 35° Flatarmál: 55.000 m2 (5,5 hektarar) Rúmmál: <500.000 m3 Rúmmálstalan er byggð á 9 metra áætlaðri meðalþykkt urðarinnar og er mjög óörugg. Úthlaupshorn þessa berghlaups er óvenju hátt. Það þýðir að skriðuurðin hefur farið óvenju stutta vegalengd frá upptökum sínum. Í berghlaupsmæl- ingum Ólafs Jónssonar vítt og breitt um land er sjaldgæft að hlauphornið fari yfir 30° og einungis eitt eða tvö dæmi eru um hlauphorn sem er 35° eða meira.21 Ástæðan fyrir hinu háa hlauphorni er sú að bergfyllan sem losnaði úr Hánni féll mjög bratt niður á nánast flatan dalbotninn og náði sér aldrei á skrið lárétt út frá berginu. Efnið hefði án nokkurs vafa farið lengra ef hlíðin hefði verið meira aflíð- andi og með íhvolfan rennslisflöt niðri við jafnsléttu. LINDIN Aðalvatnsból Eyjamanna var um aldir í Lindinni svokölluðu, og virðist hún hafa tengst Mykitakshlaupinu. Berghlaupsurðir og skriður mynda víða bakland fyrir uppsprettulindir22 og þannig hefur það verið hér. Í Lindinni var ætíð vatn og þangað sóttu menn og skepnur í þurrkatíð þegar aðrir brunnar í eynni þornuðu. Hlaðið var að Lindinni til beggja hliða og reft yfir með grjóti og torfi. Vatnið streymdi því úr göngum eða stokk og út í Daltjörnina. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður rannsakaði mann- virkið árið 1912 og taldi það fornt.23 Árið 1931 var Lindin og umbúnaður- inn við hana friðlýstur ásamt fleiri fornum minjum þar í grennd. Miklar breytingar hafa orðið í Herjólfsdal á umliðinni öld. Nú er Lindin horfin og hleðslurnar að henni einnig. Sömu sögu er að segja um Herjólfshaug, Silfurbrunna og Daltjörnina, sem er gerbreytt og manngerð að mestu. 4. mynd. Á myndinni sést tjaldsvæðið í Herjólfsdal, tilgátubærinn, þjónustuskálinn og smáhýsin. – The Herjólfsdalur valley camping site is located on top of the rock slide. Ritrýnd grein / Peer reviewed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.