Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 70
Náttúrufræðingurinn
290
Ritrýnd grein / Peer reviewed
10. mynd. Aðgerðir sem landsmenn telja mikilvægar til að varðveita víðerni.
– Actions that Icelanders consider important in order to preserve Icelandic wilderness.
(60%) og að takmarka uppbyggingu
raflína og fjarskiptamastra (58%). Aðrir
þættir vega minna (10. mynd).
Þátttakendur voru að síðustu spurðir
um atriði sem þeir teldu mikilvæg
þegar þeir ferðast um íslensk víðerni
(11. mynd). Spurningin sem stuðst
var við hefur verið notuð í mörgum
rannsóknum hér á landi til að greina
tegundir ferðamanna eftir fyrrnefndum
viðhorfskvarða.28,29 Niðurstöður sýna
að þátttakendum finnst mikilvægast
að ekki sjáist ummerki eftir utanvega-
akstur, að hægt sé að njóta kyrrðar og
að geta upplifað óraskaða náttúru. Þeim
finnst enn fremur mikilvægt að geta
gengið í náttúrunni án þess að mann-
virki sjáist eða ummerki um ferða-
mennsku. Upplýsingar um áhugaverða
staði, merktar gönguleiðir, göngubrýr
og skipulögð tjaldsvæði eru atriði sem
ekki vega jafn þungt í hugum lands-
manna. Þátttakendur leggja mikla
áherslu á óspillta ásýnd náttúrunnar á
víðernum og að geta upplifað kyrrð og
ró, en telja skipta minna máli að hafa
þar uppbyggða áningarstaði eða lagða
göngustíga. Viðhorf þátttakenda til
víðerna kristallast fyrst og fremst í því
að mannvirki draga úr víðernisupp-
lifun þeirra. Undantekning frá þessu
eru ummerki um búsetu manna fyrr á
öldum, svo sem eyðibýli, tóttir, vörður
og aðrar fornminjar.
Greining niðurstaðna eftir viðhorfs-
kvarðanum sýnir að ríflega helmingur
þátttakenda (52%) flokkast sem þjón-
ustusinnar, tæp 40% eru hlutlaus,
tæp 8% náttúrusinnar og minna en 1%
eindregnir náttúrusinnar (12. mynd).
Rannsóknir á samsetningu erlendra
ferðamanna á hinum ýmsu náttúru-
skoðunarstöðum hér á landi25,28,29 sýna
hins vegar að hlutlausir ferðamenn eru
fjölmennastir eða rúmlega helmingur,
þjónustusinnar um fjórðungur og nátt-
úrusinnar um fimmtungur.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Óbyggð landsvæði með víðáttu-
mikið útsýni og lítil mannleg ummerki
falla helst að hugmyndum Íslendinga
um víðerni. Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar höfðar landslag sem
einkennist af mikilli víðáttu, með fáum
áberandi formum og er fremur auðvelt
og öruggt að ferðast um fremur til víð-
ernisupplifunar landsmanna en hrika-
legt landslag sem einkennist af óstöð-
ugleika og ólíkum en áberandi formum,
og er erfitt og óöruggt yfirferðar. Þessir
síðarnefndu staðhættir eru hins vegar
þeir þættir sem höfða mest til víðernis-
upplifunar almennings í Skotlandi.27 Þá
er eftirtektarvert að náttúrlegt gróður-
lendi höfðar sterkar til víðernisupplif-
unar Íslendinga en ógróin, óstöðug og
óörugg landsvæði. Möguleg skýring á
þessu getur verið sú staðreynd að gróð-
urvinjar í óbyggðum hafa löngum verið
álitnar verðmæti í hugum Íslendinga
og verið segull ferðalanga á hálendinu.
0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100
Að ekki sjáist ummerki um utanvegaakstur / No visible signs of off road driving
Að hægt sé að njóta kyrrðar / That one can enjoy tranquility
Að hægt sé að upplifa óraskaða náttúru / That one can experience pristine nature
Að geta gengið án þess að sjá mannvirki (önnur en fjallaskála) / To be able to hike
around without seeing human structures (other than mountain huts)
Að ekki sjáist ummerki eftir aðra ferðamenn / No visible traces of other tourists
Að það séu fáir aðrir ferðamenn / That there are few other tourists
Að skoðunarverðir staðir séu merktir / That places of interest are marked
Að verða ekki fyrir ónæði af flugumferð / Not to be disturbed by air traffic
Merktar gönguleiðir / Marked hiking routs
Skipulögð tjaldsvæði / Organized campsites
Göngubrýr / Walking bridges
Að geta tjaldað þar sem þú verður ekki var við aðra / To be able to camp in solitude
Lagðir göngustígar / Maintained hiking trails
Að mega tjalda hvar sem er innan svæðisins / To be able to camp anywhere
Áningarstaðir (bekkir og borð) / Picnic places (benches and tables)
Mjög mikilvægt / Very important Frekar mikilvægt / Rather important Hvorki né / Neither nor
Ekki mikilvægt / Not important Alls ekki mikilvægt / Not at all important