Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 279 Ritrýnd grein / Peer reviewed 22. mynd. Yfir Morsárdal með flugsýn norður yfir Vatnajökul. Skaftafellsjökull til hægri. Kverkfjöll til norðurs. – Morsárdalur and an aerial view north over Vatnajökull. Skaftafell glacier right. The mountain Kverkfjöll to the north. Ljósm./Photo: Snævarr Guðmundsson. að svo segir í gömlum munnmælum, að smalinn frá Möðrudal eigi frítt legurúm í Skaftafellsskála og smalinn frá Skaftafelli sömuleiðis í Möðru- dalsskála. Eigi alls fyrir löngu hafa og fundizt leifar af vegi eða einstigi, þakið grasrót, yfir brattan klettafláa í Miðfelli og enn fremur skeifa og tveir hestburðir af feysknu birkihrísi allskammt þaðan. Undan jökli þessum fellur Morsá, er sameinast þegar Skeiðará ... Svipuð munnmæli hafa lifað meðal manna í Skaftafelli fram á okkar daga, en þar hefur fólk af sömu ætt búið frá því um 1400. Ragnar Stefánsson bóndi og þjóðgarðsvörður (23. mynd) greindi Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og síðar einnig undirrituðum bréflega frá munnmælunum um „birkihrísið“ og hafði þau eftir afa sínum Jóni Einars- syni (1846–1925) sem bjó í Skaftafelli allan sinn búskap. Að sögn Jóns var um að ræða fjórar birkiklyfjar sem fundist hefðu inni í Birkidal hátt uppi nyrst í Vestari-Skörðum: „Birkiklyfjar þessar hefðu verið orðnar mjög fúnar svo telja mátti að það væri börkurinn einn sem hélt þessu saman.“ Einnig segir Ragnar eftir afa sínum að skafla- skeifa hafi fundist á skriðuhrygg góðan spöl fyrir innan Illagil. Var hún eitt- hvað slitin og hafði verið stöppuð með dragstöppu.12 Birkidal er svo lýst í örnefnaskrá27 að þar séu „skriðufláar með dalmynd snarbrattir“. Frásagnir Sveins Pálssonar og Jóns Einarssonar afa Ragnars eru auðsæilega af sömu rót runnar, enda gisti Sveinn Pálsson í Skaftafelli hjá langafa og alnafna Jóns á ferðum sínum. Hannes biskup Finnsson (1739– 1796) segist í bréfi hafa spurt bóndann í Skaftafelli um veginn milli Öræfa og Möðrudals og fengið það svar að sá vegur væri fær, og væru tvær dagleiðir úr Öræfabyggð upp á Fjöllin.28 Enn má nefna ummæli Sigurðar Gunnarssonar í grein hans Um útilegu- þjófa frá 1864:29 Meðan falljökull var ... lítill að norðan og dalir auðir að sunnan, hefur verið skammt yfir snjófjöllin eða jökulinn, svo auðvelt hefur verið að fara milli Möðrudals og Skaftafells, með því að vegur er og hefur verið hinn bezti alla leið frá Möðrudal til jökuls. Þá er vel líklegt, að Möðrudælingar hafi sótt timbur í Skaftafellsskóga til selja- gjörðar inn undir jökli og til annars, einkum þegar þeir höfðu seljabú sín á miðri leið og Skaftafellsskógar hafa náð langt norður eftir að sunnan. Sízt voru þær ferðir mikið móti þeim, þá sagt er að Norðlendingar, t.a.m. frá Mývatni, hafi farið suður í Lón. Hér hefur verið vitnað til heimilda og ummæla sem sýna sannleikskjarna þeirra sagna sem lifað hafa fram á okkar daga um verferðir austan og norðan yfir Vatnajökul. Í næsta þætti færum við okkur nær nútíma þegar viðhorf manna til jökla og jökulferða höfðu breyst í átt við það sem við nú þekkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.