Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn
232
Ritrýnd grein / Peer reviewed
reit frá 1965 og 1970 í Káraskeri og frá
1988 og 1991 í Bræðraskeri. Ekki var
marktækur munur á þekju æðplantna í
reitum ólíkra skerja þegar um 30 ár voru
síðan skerin komu upp úr jökli (t-próf; p
= 0,053), þekju mosa (t-próf; p = 0,346)
né fléttna (t-próf; p = 0,778). Tegunda-
fjöldi æðplantna var hins vegar mark-
tækt meiri í föstu vöktunarreitunum
í Káraskeri en Bræðraskeri við sama
aldur (t-próf; p <0,001) og einnig í
Shannon H (t-próf; p = 0,016) og í Simp-
son 1/D (t-próf = 0,009) (5. og 7. mynd).
Þegar fjallavíðireitunum úr Káraskeri
(sjá síðar) er haldið utan við saman-
burðinn var munurinn á tegundafjölda
æðplantna og fjölbreytnistuðlum við 30
ára aldur mun minni og ekki marktækur
skv. Simpson 1/D (t-próf; p = 0,125).
Fljótlega eftir að vöktun reita í
Káraskeri hófst 1965 skildi á milli fram-
vindu í mismunandi reitum og má
flokka reitina þar gróflega í þrjá ólíka
hópa (7. og 8. mynd). Fyrstu tveir hóp-
arnir, annars vegar K2 og K4, hins vegar
K1 og K5, sýndu svipaða framvindu, án
þess að fjallavíðir yrði þar ríkjandi. Af
þeim var hægust framvinda í reit K5 á
þessu aldursbili, þ.e. 29 til 80 árum eftir
að reiturinn kom upp úr jökli (6. mynd
d, e og f ). Allir fjórir reitirnir sýndu
kyrrstöðufasa í landnámi æðplantna
fram til um 55 ára aldurs (7. mynd a),
sem var nokkuð lengri kyrrstöðu-
fasi en í Bræðraskeri. Því var ekki lengur
marktækur munur á tegundafjölda
æðplantna (t-próf; p = 0,556) – ekki
heldur í Shannon H (t-próf; p = 0,893) eða
1/D (t-próf; p = 0,908) – milli þessara reita
í Káraskeri og allra reitanna í Bræðraskeri
við um 55 ára aldur (5. mynd a, b og c; 7.
mynd a, b og c). Tegundum tók svo aftur
að fjölga í reitunum upp úr 1991 og náði
tegundafjöldi hámarki árið 2005 (við 69
ára aldur) með að jafnaði 10,0 tegundir í
1 m2 reit (7. mynd a). Báðir fjölbreytileika-
stuðlarnir fóru hægt lækkandi í grónari
reitunum (K2 og K4), sem bendir til að
ákveðnar tegundir hafi orðið ríkjandi. Í
hinum tveimur reitunum (K1 og K5) héld-
ust fjölbreytileikastuðlarnir stöðugir til
ársins 1991, hækkuðu þá aðeins aftur með
auknum tegundafjölda en fóru svo lækk-
andi eftir 2005–2010 (7. mynd b og c), sem
sömuleiðis sýnir framvindu í átt að færri
ríkjandi tegundum í gróðursamfélaginu.
Æðplöntuþekjan þróaðist einnig með
mismunandi hætti í Káraskeri, annars
vegar í K2 og K4, hins vegar í K1 og K5
(7. mynd d). Hún jókst frá 1965 til ársins
1976 (Kárasker þá 40 ára) í þeim öllum
en hægar í K1 og K5 (6. mynd c, d, e og
f ). Þá var hún að jafnaði 51% og 36% í
hópunum tveimur. Í kyrrstöðufasanum
eftir 1976 hélst hún nokkuð svipuð en
þó bara til 1997 (61 árs aldur) þegar hún
byrjaði að minnka í K1 og K5 og var
komin niður í 15% árið 2016. Í reitum K2
og K4 dró minna úr þekju. Þekjan jókst
aftur eftir 2005 og var orðin 74% árið
2016 (7. mynd d). Mosaþekjan þróað-
ist svipað og í Bræðraskeri þannig að
hún var í hámarki um 40 árum eftir að
Kárasker kom upp úr jökli en minnkaði
eftir það, og meira í grónari reitunum
(7. mynd e). Líkt og í Bræðraskeri náðu
fléttur seint stöðugri fótfestu í reitunum
í Káraskeri og það var ekki fyrr en við
60 ára aldur Káraskers sem þær námu
þar land. Þær höfðu að jafnaði náð 3,4%
þekju árið 2016 eftir 80 ár (7. mynd f ).
Þriðji hópurinn í Káraskeri sam-
anstendur af reitum K3, K7 og K8 (8.
og 9. mynd). Þetta voru allt reitir með
8. mynd. Gróðurframvinda í reitum
K3, K7 og K8 í Káraskeri í Breiða-
merkurjökli. Að lokum er á reitun-
um full þekja fjallavíðis (Salix arct-
ica) en æðplöntutegundum hefur fækk-
að. a) Breytingar á fjölda æðplöntu-
tegunda í reit og á fjölbreytileikastuðlum
þeirra, b) Shannon H- og c) Simpson
1/D-stuðlar; á d) yfirborðsþekju æð-
plantna, e) mosa og f) fléttna með aldri
í reit K7 og K8 (grænir og opnir hringir;
fjallavíðir náði fullri þekju 2016 og 2010)
og K3 (fylltir hringir; fjallavíðir náði fullri
þekju 1971). Ath. að annar kvarði er not-
aður fyrir þekju fléttna en æðplantna og
mosa. – Successional changes in the
Kárasker nunatak which end with a full
Salix arctica cover and lower vascular
plant species richness. a) Changes in
species richness of vascular plants per
plot and their biodiversity indices, b)
Shannonʼs H and c) Simpsonʼs 1/D); in
d) surface cover of vascular plants, e)
mosses and f) lichens with age in the K7
and K8 plots (green and open circles;
S. arctica reached full cover in 2016
and 2010, respectively) and in the K3
plot (filled circles; S. arctica reached full
cover in 1971). Note the different scale
for lichen cover compared to vascular
plants and mosses.
Aldur / Age
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0,0
14
12
10
8
6
4
2
0
1960 1980 2000 19401940
Ár / Year
1960 1980 2000
Þ
ek
ja
/
C
o
ve
r
(%
)
Æðplöntur / Vasc. pl.Æðplöntur / Vasc. pl.
K8
K7
K3
Mosar / Mosses
Fléttur / Lichens
Þ
ek
ja
/
C
o
ve
r
(%
)
Þ
ek
ja
/
C
o
ve
r
(%
)
S
im
p
so
n
1/
D
S
h
an
n
o
n
H
Te
g
u
n
d
af
jö
ld
i /
S
p
. r
ic
h
n
es
s
100
120
80
60
40
20
0
120
100
80
60
40
20
0
15
10
5
0
80 20 40 600 20 40 60 80
a)
b)
c)
d)
e)
f)