Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn 262 breytilegu beitarhólfi (4. mynd). Hrossin (bæði geldingar og hryssur), sem voru á aldrinum 4–23 vetra, höfðu flest verið þar í mörg ár og þekktu staðhætti vel. Algengast var að sjá stara í kringum hestana um hádegisbil og seinni hluta dags. Ég valdi að fara þegar lygnt var og safnaði gögnum á níu dögum (5., 11. og 12. september 2018, og 18., 21. og 25. ágúst og 1., 5. og 28. september 2020). Tilraunir til að skrá nákvæmlega niður komur fuglanna í hrossahópinn og athuga hversu lengi þeir dvöldust þar gerðu mér ljóst að ég hafði ekki aðstöðu né tæki til að safna slíkum gögnum. Til þess voru fuglarnir of kvikir – þeir koma á fullri ferð að hestunum, sumir setjast á bak, aðrir setjast niður hjá þeim, ná sér í fæðu, fljúga upp og færa sig um set eða sameinast öðrum hópum, lenda á næsta hóli og koma fljótt aftur eða láta sig hverfa. Ég sá að þessi mikli hreyfanleiki spratt að hluta til af því að þeir stunduðu nokkurs konar höfrungahlaup í leit að fæðu, væntanlega til að ná í sem mest. Ég skráði ekki kerfisbundið hvaða hegðun stararnir sýndu þegar þeir voru á baki. Oftast stoppuðu þeir stutt. Stundum voru þeir lengur, jafnvel margar mínútur og það kom fyrir að þar var þétt setinn bekkurinn. Ég fylgdist með hvaða hegðun þeir sýndu og hvert þeir fóru þegar þeir flugu upp. Ég skimaði hestahópinn reglulega 14 sinnum og skráði þá hvort starar væru á hestum og þá hversu margir á hverjum, og hvernig hestarnir voru á lit. Það gerði ég vegna þess að það virtist ekki vera alger tilviljun hvernig fuglarnir dreifð- ust á hestana eftir litum. Síðan reiknaði ég út hvort dreifingin væri í réttu hlut- falli við hversu algengur liturinn var í hrossahópnum. Litur hrossanna er mis- áberandi eftir umhverfi þeirra, þannig að síðla sumars og á haustin eru brún, mósótt, rauð og jörp hross í betri felu- litum en grá, skjótt eða ljósbleik hross (4. og 5. mynd). Tilgáta mín er að starar setjist frekar á hross sem eru áberandi á þessum tíma árs. Ég fylgdist líka með því hvort hrossin sýndu einhver viðbrögð við að fá fuglana á sig – hristu sig, slægju til taglinu, tækju á rás eða teygðu sig í áttina að fuglunum á ógnandi hátt (sbr. c-lið í inngangi). Til að geta lýst hegðun fuglanna betur skilgreindi ég nokkrar mismun- andi atferlisgerðir (1. tafla) sem í heild mynda hegðunarkort15 (e. ethogram) sem á við þá hegðun sem stararnir sýndu á staðnum. Til að fá nákvæma mynd af því hvað fuglarnir eru að gera og hvernig þeir verja tíma sínum beitti ég aðferð sem kallast skimun (e. instantaneous scanning).15 Þá er augunum (með hjálp sjónauka) rennt yfir hópinn og skráð Á Íslandi verpur starinn í húsum og hreiðurkössum en varp í klettum hefur aukist á síðustu árum (Kristinn Haukur Skarphéðinsson, munnl. uppl.). Hér á landi hefst varp í seinni hluta apríl og tekur álega og fóðrun unga um fimm vikur. Starar verpa oft tvisvar og um mitt sumar eru hópar með ungum orðnir áberandi.6 Flestir kannast við sönginn og skræk- ina í þeim og vita að starar eru meist- arar í að herma eftir öðrum fuglum og ýmsum hljóðum úr umhverfinu. Karlfuglinn syngur mikið til að heilla kvenfuglana og rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa langa, fjölbreytta og flókna söngskrá (oft eldri fuglarnir) eru eftirsóttari makar en aðrir. Kvenfuglar syngja líka en mun minna. Allir starar skrækja og kalla og hafa ellefu mismun- andi köll hjá þeim verið skilgreind.2 Starar eru þekktir fyrir klókindi og það hafa rannsóknir staðfest. Þeir geta lært að tala og þeir hafa það fram yfir apaketti (tamíra) að skilja þegar um villu er að ræða í uppbyggingu setningar í máli sem þeim hefur verið kennt.14 ATHUGUN Í KJÓSINNI Aðferðir Haustið 2018 og haustið 2020 fylgdist ég með störum í kringum 24 hesta hóp í landi Bæjar í Eilífsdal í rúmgóðu og fjöl- 4. mynd. Hóllinn við Bæ. Þarna er grár hestur, jarpur, rauður og mósóttur (liggur). Fjær eru brúnir hestar. – The field by the farm Bær. The colours of the horses are grey, bay, chestnut and blue dun and in the distance black horses are visible. Ljósm./Photo: Hrefna Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.