Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 79
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
299
4. og 5. mynd. Þéttir dropsteinaskógar í hellinum TES-12. Hæstu dropsteinarnir eru meira en metri á hæð, en flestir undir 60 cm. – Dense
growth of lava stalagmites in the cave TES-12. The tallest stalagmites exceed 1 meter, while most are less than 60 cm. Ljósm./Photo:
Hellarannsóknafélag Íslands.
6. mynd. Dropsteinar og hraunstrá rétt við eitt hellisopanna í TES-12. Stærsti dropsteinninn er meira en metri á hæð. – Lava stalagmites and
stalactites in TES-12, only a few meters from a nearby entrance. The tallest stalagmite rises above a meter from the floor. Ljósm./Photo:
Daníel Freyr Jónsson.
stráum og hraunrósum. Með þolinmæði
og lagni geta vanir hellamenn farið þar
um, en æskilegt er að einungis sé farið
um svona svæði til rannsókna, kort-
lagningar eða skrásetningar. Til þess að
komast á milli dropsteinanna verður að
smokra sér framhjá þeim á hnjánum og
gæta þess um leið að reka ekki höfuðið
í hraunstrá sem hanga um allt úr lofti.
Hraunstráin eru örmjó og þola ekki
minnstu snertingu (7. mynd). Gólfið er
auk þess allt þakið þunnum glerungi
sem helst mætti líkja við eggjaskurn
sem brotnar undan minnsta álagi. Hvert
skref og hver hreyfing þarf að vera vel
hugsuð ef ekki á illa að fara. Þar sem
skógarnir eru stærstir og þéttastir eru
mörg hundruð dropsteinar í hverjum.
Áferðin er grásilfruð og gljáandi, en
sumir eru að hluta þaktir hvítum útfell-
ingum. Glerungur í sama lit þekur þar
einnig veggi, loft og gólf.
Hellirinn TES-13 er líklega hluti af
sömu hraunrás og TES-12. Sá fyrrnefndi
dropsteinarnir ná allt að metra á hæð en
flestir eru þeir 20–40 cm (4.–6. mynd).
Alfarið er mælt gegn því að farið sé yfir
dropsteinaskóga sem eru jafn þéttir og
þarna. Ekki þarf nema eina ranga hreyf-
ingu til að eyðileggja þessar ómetanlegu
myndanir. Hægt er að sveigja framhjá
mesta dropsteinaskóginum og fara inn
í rás sem liggur til hliðar við hann. Þar
er töluvert af grjóti sem hrunið hefur
úr loftinu. Handan hrunsins eru lágar
hliðarrásir þaktar dropsteinum, hraun-