Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 82
Náttúrufræðingurinn
302
1. Peterson, D.W., Holcomb, R.T., Tilling, R.I. & Christiansen, R.L. 1994. Develop-
ment of lava tubes in the light of observations at Mauna Ulu, Kilaue Volcano,
Hawaii. Bulletin of Volcanology 56. 343–360.
2. Andersen, S.W., Smrekar, S.E. & Stofan E.R. 2012. Tumulus development on lava
flows: Insights from observations of active tumuli and analysis of formation
models. Bulletin of Volcanology 74. 931–946.
3. Allred, K. & Allred, C. (1998). Tubular lava stalactites and other related
segregations. Journal of Cave and Karst Studies 60(3). 131–140.
4. Kristján Sæmundsson 2007. Jarðfræðin á Þeistareykjum. Íslenskar orkurann-
sóknir (ÍSOR-07270), Reykjavík. 23 bls.
5. Kristján Sæmundsson, Árni Hjartarson, Ingibjörg Kaldal, Magnús Á. Sigur-
geirsson, Sigurður G. Kristinsson & Skúli Víkingsson (2012). Jarðfræðikort af
Norðurgosbelti. Nyrðri hluti. 1:100.000. Íslenskar orkurannsóknir og Lands-
virkjun, Reykjavík.
6. Tibaldi, A., Bonali, F.L., Páll Einarsson, Ásta Rut Hjartardóttir og Pasquaré
Mariotto, F.A. (2016). Partitioning of Holocene kinematics and interaction
between the Theistareykir fissure swarm and the Husavik-Flatey fault, North
Iceland. Journal of Structural Geology 83. 134–155.
7. Björn Hróarsson 2006. Íslenskir hellar. Vaka-Helgafell – Edda, Reykjavík. 672 bls.
8. Auglýsing um staðfestingu á ákvörðun Umhverfisstofnunar um takmörkun á
umferð í hella í Þeistareykjahrauni í Þingeyjarsveit [frá umhverfis- og auðlinda-
ráðherra]. Stjórnartíðindi B nr. 888/2020.
9. Björn Hróarsson 1990. Hraunhellar á Íslandi. Mál og menning, Reykjavík. 176 bls.
10. Auglýsing um friðlýsingu dropsteina. Stjórnartíðindi B nr. 120/1974.
11. Lög um náttúruvernd nr. 60/2013.
HEIMILDIR
Daníel Freyr Jónsson (f. 1991) lauk BS-prófi í jarðfræði
við Háskóla Íslands 2014 og MS-prófi 2018 við sama
skóla. Daníel hefur starfað sem sérfræðingur í nátt-
úruverndarteymi hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2018.
Þar hefur hann umsjón með náttúruverndarsvæðum á
miðhálendi Íslands og annast einnig mál sem snúa að
hraunhellum á landsvísu.
Guðni Gunnarsson (f. 1984) er formaður Hellarann-
sóknafélags Íslands. Guðni er hljóðmaður að mennt.
Hann fékk áhuga á hraunhellum og jarðfræði í Vest-
mannaeyjum á tíunda áratug síðustu aldar og hefur síðan
verið virkur í íslenskum hellarannsóknum. Guðni hefur
lagt áherslu á vernd hella, mælingar þeirra og ljósmyndun.
UM HÖFUNDA
PÓST- OG NETFÖNG HÖFUNDA
/ AUTHORS' ADDRESSES
Daníel Freyr Jónsson
Umhverfisstofnun
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
daniel@ust.is
Guðni Gunnarsson
Skeiðarvogur 65
104 Reykjavík
gudnigunn@speleo.is
FRAMHALDIÐ
Þegar hellunum í Þeistareykjahrauni
var lokað setti Umhverfisstofnun á
fót samstarfshóp með Þingeyjarsveit
til að undirbúa friðlýsingu hellanna.
Framundan er sem fyrr segir mikil vinna
við mælingar og skrásetningu þeirra
hella sem þegar hafa fundist í hraun-
inu. Á sama tíma verður þess freistað
að finna fleiri hella, sem án efa leynast
þarna. Í skrásetningunni felst fyrst og
fremst kortlagning, vöktun og góðar
ljósmyndir. Þetta er spennandi verk-
efni en um leið metnaðarfullt og tíma-
frekt. Til dæmis tók tvær vikur að mæla
upp Kalmanshelli sumarið 1993. Var
þar að verki tólf manna hópur Banda-
ríkjamanna ásamt nokkrum félögum
úr Hellarannsóknafélaginu. Við bættist
síðan eftirvinnsla og teikning kortsins.7
Fáir hafa sérhæft sig í kortlagningu
hraunhella og er það meginástæða þess
að hjálp hefur verið fengin erlendis frá
þegar krefjandi hellar eru kortlagðir og
mældir. Mikilvægt er að fleiri áhuga-
samir bætist við til þess að fleiri hella-
kort geti orðið til. Það er ekki til betri
leið til að kynnast helli en að taka þátt í
kortlagningu hans. Að sjá lokaafrakstur-
inn er síðan rúsínan í pylsuendanum.
Fjármögnun könnunar Þeistareykja-
hrauns er óljós, en að henni lokinni
mætti skoða þann möguleika að opna
valda hluta þessara hella fyrir stýrðri
umferð. Svæðið býður upp á ótal
möguleika en mikið þarf að ganga upp
til að það verði hægt sé að hefja slíkar
heimsóknir. Nú hefur hellunum að
minnsta kosti verið komið í skjól þar
til næstu ákvarðanir verða teknar.
SUMMARY
Lava tubes in the Þeista-
reykjahraun lava field
In October 2020, barriers were in-
stalled at the entrances of two lava tubes in
the Þeistareykjahraun lava field to ensure
the protection of the caves. Prior to that,
the Environment Agency of Iceland had
established legal limitations, barring vis-
itation into all caves within the lava field,
except the Togarahellir cave. Members
of the Icelandic Speleology Society dis-
covered the two caves in 2016 and they
are uniquely rich of lava stalagmites, sta-
lactites and other rare and fragile lava
formations. Following the discovery, a lot
of time has been spent on exploring and
mapping the caves, but the work is still far
from being complete. The Þeistareykja-
hraun lava field is also considered to be
far from being fully explored in terms of
caves and many are expected yet to be
discovered. The two caves where the first
to be closed by the Environment Agency
after the minister for the environment
and natural resources directed the agency
in early 2020 to work on measures to pro-
tect some of the country’s most vulnerable
lava caves. Several caves in the southern
part of the country have previously been
closed off for protection, either by being
designated as protected monuments or
by the initiative of the Speleology Society,
landowners and local municipalities.