Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn 288 Ritrýnd grein / Peer reviewed NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður sýna að landslag án mannlegra ummerkja ýtir undir víðern- isupplifun þátttakenda, og á það við um allar tegundir landslags. Eftirtektarvert er að landslag sem ýtir mest undir víð- ernisupplifun er fremur sviplítið og með fáum áberandi formum. Því opnara og einsleitara sem landslagið er, þeim mun sterkari mælist víðernistilfinningin (7. mynd). Þeir manngerðu þættir sem draga mest úr víðernisupplifun þátttak- enda eru þéttbýli (þorp og bæir), orku- mannvirki og löng línuleg form eins og raflínur, vegir og slóðar. Ummerki um ferðaþjónustu, svo sem göngustígar og fjallaskálar, draga minna úr víðernis- upplifun (8. mynd). Villt dýr (s.s. fuglar, refir, selir) auka víðernisupplifun en búsmali dregur úr henni. Þegar mis- munandi áhrifaþættir eru teknir saman kemur í ljós að þrír þættir styrkja helst upplifun um víðerni: i) landslag með miklu víðsýni sem einkennist af fáum áberandi formum, og er að jafnaði auð- velt og öruggt að ferðast um, ii) lands- lag með miklu víðsýni sem einkennist af nokkrum áberandi formum, og er fremur erfitt en öruggt að ferðast um, og iii) náttúrulegt gróðurlendi. Þeir þrír þættir sem á hinn bóginn draga mest úr víðernisupplifun eru: i) byggð svæði, ii) orkumannvirki, og iii) svæði þar sem mannlegir þættir af einhverju tagi eru áberandi. Til að fá upplýsingar um hvaða lyk- ilþáttur af þeim fjórum sem stuðst var við, hefur mest áhrif á víðernisupplifun þátttakenda var reiknaður út breytileiki (spönn) á milli hæsta og lægsta gildis hvers lykilþáttar. Mesti breytileikinn, þ.e. stærsta bilið, sýnir mikilvægasta þáttinn í upplifuninni. Niðurstöður sýna að mikilvægustu lykilþættirnir í víðernisupplifun þátttakenda eru annars vegar náttúrulegt ástand lands og lífríkis og hins vegar tilvist manngerðra þátta og forma í landslaginu. Fjarlægð frá vegum og slóðum, ásamt landslagi og staðháttum vega mun minna (9. mynd). Í síðasta hluta könnunarinnar voru þátttakendur spurðir hversu mikil- væg þeir teldu víðerni vera sem hluta af íslenskri náttúru. Mikill meirihluti svarenda (94%) telur víðerni vera mjög mikilvæg (66%) og mikilvæg (28%). Um 70% svarenda telja að ógn steðji að íslenskum víðernum en 30% álíta svo ekki vera. Þeir sem töldu ógn steðja að víðernum voru jafnframt spurðir hvaða aðgerðir þeir álitu vera mikilvægar til að minnka þá ógn. Flestir telja mikil- vægast að koma á skilvirkri stjórnun ferðamennsku (83%), að takmarka upp- byggingu virkjana (63%), að tilnefna víð- erni sem sérstök verndarsvæði í lögum 7. mynd. Eiginleikar sem ýta undir víðernisupplifun Íslendinga. Því hærra sem víðernisgildið er, þeim mun meiri er víðernisupplifunin. – Attributes with positive wilderness scores, the higher the score, the stronger is the perceived wilderness perception. Víðernisgildi / Wilderness value 0 0,2 0,4 0,6 0,8 1 1,2 1,4 Víðáttumikið landslag með fáum áberandi formum, að jafnaði auðvelt og öruggt að ferðast um Wide open landscape with few prominent shapes, usually easy and safe to move around Víðáttumikið landslag með nokkrum áberandi formum og fremur erfitt yfirferðar, en nokkuð öruggt Wide open landscape with some prominent forms and rather difficult to move around but safe Náttúruleg gróðurlendi (s.s. skóg- og kjarrlendi, lyngmóar, mosagrónar hraunbreiður) Area characterized by natural vegetation (e.g. woodlands, heaths, moss-heaths, moss covered lava fields) Ógróið land (s.s. hraunbreiður, jökulurðir, jökuláraurar, ár og vötn) / Area characterized by non-vegetative lava fields, exposed bedrock, glacial moraines, and glacial fluvial, rivers and lakes Engin sýnileg mannvirki í landslaginu No visible man-made structures in the landscape Einsleitt landslag með engum áberandi formum og auðvelt að ferðast um Homogeneous landscape with no prominent shapes and easy to move around Landslag er hrikalegt, einkennist af mörgum áberandi formum og litum, erfitt og ótryggt yfirferðar / Landscape is characterized by rought terrain and many prominent shapes and colors, difficult and unsafe to move around Ummerki um búsetu manna fyrr á öldum (s.s. eyðibýli, torfbæir, hlaðnir veggir, vörður) Traces of human residence from earlier centuries (e.g. abandoned cottages, turf houses, stone walls and cairns) Óstöðugt landslag sem er erfitt og ótryggt yfirferðar (s.s. lausar skriður í fjalllendi, háhitasvæði, jökulár, jökuláraurar) / Unstable landscape that is difficult and unsafe to move around (e.g. loose scree in mountainous ares, high temperature geotherm) Villt dýr koma fyrir í landslaginu (s.s. fuglar, selir, refir, hreindýr) Native wildlife may be present in landscape (e.g. birds, seals, foxes, reindeer) Óstöðugt land (t.d. háhitasvæði, bergskriður, skriðjöklar, jökulár) Area characterized by unstable terrain (e.g. geothermal areas, landslides, creeping glaciers, glacial rivers) Ummerki um búsetu manna (s.s. bóndabæir, sumarhús, girðingar, fjarskiptamöstur) Modern built structures in landscape (e.g. farms, summer houses, fences)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.