Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 20
240
Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í Bræðraskeri 1985 eða 1988. Hálfdán var ætíð lykilmaður í rannsóknum á skerjunum og fór fjölmarga rann-
sóknarleiðangra með Eyþóri í skerin, ávallt á vaðstígvélum. Hálfdán leiddi síðan „strákana“, Starra og Bjarna Diðrik, um jökulinn og gerði þeim
kleift að halda áfram rannsóknum þeirra Eyþórs. Á myndinni til vinstri er Hálfdán að sópa smádýrum ofaní glös með etanóli en á hægri myndinni
má sjá útbúnað hans til skordýrarannsókna. Hann ber með sér háf, og taskan geymir box og dollur sem skordýrin voru varðveitt í. Í hægri hendi
hefur hann sérhæfðan veiðibúnað, glæra dollu með tveimur slöngum. Annarri slöngunni var beint að kyrrstæðu skordýri á steini eða blómi um leið
og sogið var með hinni slöngunni þannig að skordýrið sogaðist lifandi í dolluna. Ljósm. Kristbjörn Egilsson.
Um aldamótin 2000 kom enn eitt sker upp úr Breiðamerkurjökli. Í fyrstu var talið að þar væri um að ræða Systrasker sem Helgi Björnsson
jöklafræðingur hafði með íssjá sinni séð fyrir að væri að birtast, og lagði til að fengi þetta nafn í höfuð Guðrúnunum tveimur Björnsdætrum á
Kvískerjum. Síðar kom í ljós að skerið sem Helgi var að vísa til var allnokkuð ofar í jöklinum, og kom í ljós um áratug síðar. Hálfdán og Helgi
Björnssynir komu fyrst í nýja skerið árið 2002 og svo Hálfdán og María Ingimarsdóttir, nú skordýrafræðingur við Lundarháskóla í Svíþjóð. Þegar í
ljós kom að skerið var enn nafnlaust nefndi Hálfdán það eftir Maríu í ferð þeirra Bjarna Diðriks og Starra árið 2005, en þá var þar einnig komið upp
föstum reitum til vöktunar. Á lægð efst á Maríuskeri safnast regn- og leysingavatn í litlar tjarnir. Á myndinni til vinstri er Hálfdán að rýna í vatnið
árið 2005 í leit að lífi, og sér þar brunnklukkur. Hann kallar til „strákanna“ að sjá og á myndinni til hægri er Starri kominn að staðfesta fundinn.
Ljósm. Bjarni Diðrik Sigurðsson.
Bjarni Diðrik Sigurðsson og Starri Heiðmarsson að meta reit K8 sumarið 2016. Árið 2005 fannst þar fyrst fjallavíðir og það sumar uxu 15
æðplöntutegundir í reitnum. Árið 2016 var fjallavíðirinn hins vegar nánast búinn að leggja reitinn undir sig og þakti meira en 75% hans. Einungis
6 aðrar æðplöntutegundir fundust: axhæra, blávingull, fjallafoxgras, fjallasmári, grasvíðir og snækrækill. Ljósm. t.v. Starri Heiðmarsson,
t.h. Mariusz Wierzgon.