Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 20
240 Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í Bræðraskeri 1985 eða 1988. Hálfdán var ætíð lykilmaður í rannsóknum á skerjunum og fór fjölmarga rann- sóknarleiðangra með Eyþóri í skerin, ávallt á vaðstígvélum. Hálfdán leiddi síðan „strákana“, Starra og Bjarna Diðrik, um jökulinn og gerði þeim kleift að halda áfram rannsóknum þeirra Eyþórs. Á myndinni til vinstri er Hálfdán að sópa smádýrum ofaní glös með etanóli en á hægri myndinni má sjá útbúnað hans til skordýrarannsókna. Hann ber með sér háf, og taskan geymir box og dollur sem skordýrin voru varðveitt í. Í hægri hendi hefur hann sérhæfðan veiðibúnað, glæra dollu með tveimur slöngum. Annarri slöngunni var beint að kyrrstæðu skordýri á steini eða blómi um leið og sogið var með hinni slöngunni þannig að skordýrið sogaðist lifandi í dolluna. Ljósm. Kristbjörn Egilsson. Um aldamótin 2000 kom enn eitt sker upp úr Breiðamerkurjökli. Í fyrstu var talið að þar væri um að ræða Systrasker sem Helgi Björnsson jöklafræðingur hafði með íssjá sinni séð fyrir að væri að birtast, og lagði til að fengi þetta nafn í höfuð Guðrúnunum tveimur Björnsdætrum á Kvískerjum. Síðar kom í ljós að skerið sem Helgi var að vísa til var allnokkuð ofar í jöklinum, og kom í ljós um áratug síðar. Hálfdán og Helgi Björnssynir komu fyrst í nýja skerið árið 2002 og svo Hálfdán og María Ingimarsdóttir, nú skordýrafræðingur við Lundarháskóla í Svíþjóð. Þegar í ljós kom að skerið var enn nafnlaust nefndi Hálfdán það eftir Maríu í ferð þeirra Bjarna Diðriks og Starra árið 2005, en þá var þar einnig komið upp föstum reitum til vöktunar. Á lægð efst á Maríuskeri safnast regn- og leysingavatn í litlar tjarnir. Á myndinni til vinstri er Hálfdán að rýna í vatnið árið 2005 í leit að lífi, og sér þar brunnklukkur. Hann kallar til „strákanna“ að sjá og á myndinni til hægri er Starri kominn að staðfesta fundinn. Ljósm. Bjarni Diðrik Sigurðsson. Bjarni Diðrik Sigurðsson og Starri Heiðmarsson að meta reit K8 sumarið 2016. Árið 2005 fannst þar fyrst fjallavíðir og það sumar uxu 15 æðplöntutegundir í reitnum. Árið 2016 var fjallavíðirinn hins vegar nánast búinn að leggja reitinn undir sig og þakti meira en 75% hans. Einungis 6 aðrar æðplöntutegundir fundust: axhæra, blávingull, fjallafoxgras, fjallasmári, grasvíðir og snækrækill. Ljósm. t.v. Starri Heiðmarsson, t.h. Mariusz Wierzgon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.