Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
229
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Hnitunargreining (Principal Com-
ponent Analysis; proc PrinComp í
SAS 14.3) var notuð til að bera saman
breytingar á tegundasamsetningu æð-
plantna. Þar var gróðurþekja í öllum
föstum vöktunarreitum í Káraskeri og
Bræðraskeri notuð fyrir tímabilið 1965
til 2016, annars vegar þekja einstakra
æðplöntutegunda og hins vegar heildar-
þekja mosa og fléttna. Æðplöntu-
tegundir sem einungis fundust einu
sinni í einum reit voru ekki hafðar með
í hnitunargreiningunni. Þekjugögnum
var log-umbreytt og tegundum sem ekki
fundust í reitum (e. missing values) var
gefið lágmarksgildi (0,00001% þekja)
fyrir log-umbreytingu, sem er ad hoc-
aðferð til að draga úr vægi þeirra í
keyrslunni.26 Sérstök hnitunargreining
var gerð fyrir alla reiti síðasta árið sem
þeir voru gróðurmældir (2016).
Breytingar á jarðvegsþáttum voru
greindar með einþátta fervikagreiningu
og ad hoc-LSD-prófum í SAS 14.3, og einnig
með fylgnigreiningu í Sigmaplot 12.2.
NIÐURSTÖÐUR
Gróðurbreytingar 1965–2016
Æðplöntur námu fyrstar land í jökul-
skerjunum og einkenna þær fyrstu skref
framvindunnar umfram mosa og fléttur
(4. mynd). Í reitunum í Bræðraskeri
fundust æðplöntur í þremur reitum
(43% elstu reita) árið 1965 þegar
skerið var fimm ára. Ári síðar fundust
æðplöntur í sex reitum (88% elstu reita)
og í síðasta reitnum höfðu æðplöntur
komið sér fyrir tólf árum eftir að skerið
kom upp (4. mynd). Flestir reitirnir
í báðum skerjum höfðu stöðuga æð-
plöntuþekju þegar farið var að vakta þá
5–29 árum eftir að þeir komu upp úr
jökli (gögn ekki sýnd).
Í Bræðraskeri voru þrjár æðplöntu-
tegundir, músareyra (Cerastium alpi-
num), fjallasveifgras (Poa alpina) og
þúfusteinbrjótur (Saxifraga cespitosa)
í fyrstu sjö reitunum þegar þeir voru
lagðir út 1965. Árið 1979 (19 árum eftir að
skerið kom upp) voru æðplöntutegund-
irnar þar orðnar 19 í alls tíu reitum.
Þær fundust einnig allar í reitunum í
Káraskeri árið 1965 (29 árum eftir að
það kom upp). Þá uxu í Káraskeri einnig
5 tegundir sem ekki höfðu numið land
í yngri reitum í Bræðraskeri, blávingull
(Festuca vivipara), fjallafoxgras (Phleum
alpinum), fjallapuntur (Deschampsia
alpina), fjallavíðir (Salix arctica) og
ljósadúnurt (Epilobium lactiflorum). Því
höfðu alls 24 tegundir æðplantna numið
land í reitunum á innan við 30 árum eftir
að skerin komu upp (4. mynd). Allar
þessar fyrstu tegundir hafa verið til
staðar í reitunum allan vöktunartímann
nema steindepla (Veronica fruticans),
sem fannst bara eitt ár, og svo skamm-
krækill (Sagina procumbens) og þúfu-
steinbrjótur sem hafa fundist ítrekað
en alltaf horfið aftur. Fjórar æðplöntu-
tegundir bættust við í reitina þegar
skerin voru orðin 31–40 ára gömul en af
þeim hafa einungis túnfífill (Taraxacum
sp.) og fjalladúnurt (Epilobium ana-
gallidifolium) fundist í reitum til ársins
2016. Hvítmaðra (Galium normanii)
og snæsteinbrjótur (Saxifraga nivalis)
hurfu aftur. Þegar skerin voru orðin
40–50 ára gömul bættust enn við
fjórar æðplöntutegundir, þ.e. melablóm
(Arabidiopsis petraea), fjallasmári (Sibb-
aldia procumbens), melanóra (Minuartia
rubella) og undafífill (Hieracium sp.),
en undafífill hvarf fljótt aftur. Nýjustu
landnemar í Káraskeri, 51–80 árum eftir
að það kom upp (þ.e. síðustu 30 ár vökt-
unarinnar), eru ljónslappi (Alchemilla
alpina), grámulla (Omalotheca supina)
og smjörgras (Bartsia alpina), auk tungl-
jurtar (Botrychium lunaria) sem hefur
bara verið skráð eitt ár innan reita. Af
þeim 36 tegundum æðplantna sem hafa
verið skráðar í reitum frá 1965 fundust
29 í síðustu úttekt árið 2016 (4. mynd).
Mosar fóru einnig snemma að nema
land í skerjunum og fundust mosar í
öllum reitunum nema einum við 29
ára aldur. Mosar námu land í síðasta
reitnum eftir 31 ár. Mosaþekjan viðhélst
eftir fyrsta landnám í 8 af 17 reitum
(48% reita) en var ekki til staðar öll árin
í öðrum átta reitum og í einum hvarf
mosi aftur þegar reiturinn hafði náð 50
ára aldri (4. mynd).
Fléttur, þ.e. blað- og runnfléttur,
fundust seinast í reitunum. Tilraunir
þeirra til landnáms á fyrstu áratugunum
tókust ekki og það var ekki fyrr en reitir
náðu 40–50 ára aldri sem fléttur tóku
að finnast í einhverjum reitum í hverri
úttekt. Landnámsfasa fléttna er ekki
lokið og í tveimur reitum (12%) höfðu
ekki enn ekki fundist fléttur eftir 80
ár (4. mynd). Fléttur voru ekki alltaf
greindar til tegundar fyrir 2005 en
breyskjur (Stereocaulon spp.) fundust
fyrst í reit í Bræðraskeri eftir 10 ár og
flannaskóf (Peltigera aphthosa) fannst
fyrst í reit í Káraskeri eftir 30 ár, en hvarf
síðan aftur. Tvær tegundir af öðrum
ættkvíslum fléttna hafa verið skráðar
í Káraskeri, barmbrydda (Psoroma
hypnorum) sem fannst í tveimur reitum
eftir 69 ár, en hvarf aftur, og torfubikar
(Cladonia pocillum) sem fannst fyrst í reit
eftir 74 ár og er þar enn. Eftir 45–56 ár í
reitum í Bræðraskeri hefur flagbreyskja
(Stereocaulon glareosum) verið ríkjandi
með ívafi af melbreyskju (Stereocaulon
rivulorum) en aðrar fléttur ekki fundist.
Fléttufungan í Káraskeri er fjölbreytt-
ari. Þar hefur þriðja breyskjutegundin,
grábreyskja (Stereocaulon alpinum),
fundist í reitum eftir 74 og 80 ár en hinar
tvær verið álíka algengar. Þar hafa engja-
skófir einnig náð fótfestu. Hefur fjalla-
skóf (Peltigera rufescens) verið þeirra
algengust og haft álíka stöðuga viðveru
og flag- og melbreyskja. Einnig fannst
þar hosuskóf (Peltigera lepidophora) í
reit eftir 69 ár en hvarf svo aftur.
Fjölbreytni og þekja gróðurs
Frumframvinda í Bræðraskeri hefur
fylgt mjög svipuðu mynstri í öllum tíu
föstu reitunum. Það er helst í þróun
mosaþekju sem reitir hafa verið mis-
munandi og var því reitunum skipt í tvo
hópa eftir þróun hennar (5. mynd a).
Æðplöntur námu smátt og smátt land
E
in
ku
nn
G
ra
d
e
H
lu
tf
al
l þ
ek
ju
C
o
ve
r
ra
tio
s
Þ
ek
ju
b
il
C
o
ve
r
cl
as
se
s
M
ið
g
ild
i þ
ek
ju
M
ed
ia
n
co
ve
r
w
ith
in
c
la
ss
+ Rétt finnst
Sporadic
<0,5% 0,3%
1 <1/16 0,5% – 6,2% 3,4%
2 <1/8 6,3% – 12,5% 9,4%
3 <1/4 12,6% – 25% 18,8%
4 <1/2 25,1% – 50% 37,6%
5 <1/1 50,1% – 100% 75,1%
1. tafla. Hult-Sernander-mælikvarði til að
mæla gróðurþekju. – Hult-Sernander vegeta-
tion cover scale.