Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 266 NIÐURLAG Svör við spurningum sem settar voru fram í byrjun eru nokkuð skýr. Stararnir notuðu feld hestanna lítið sem ekkert sem uppsprettu fæðu. Eina greinilega tilvikið sem sást var fugl sem tíndi óværu (lús) eða flösu af hesti sem var með áber- andi ljótt hárafar. Það er áhugavert og gæti bent til þess að hestarnir þiggi slíka hjálp þegar þeir eru lúsugir. Hugsanlega er líka gott fyrir hrossin að vera með fugla á sér ef það dregur úr ásókn bit- mýs (og lúsmýs). Sú staðreynd að hest- arnir brugðust aldrei ókvæða við þegar stararnir settust á þá styrkir þessar hug- myndir. Fuglarnir notfærðu sér hestana greinilega til að fá yfirsýn yfir hvar fæðu var að finna á jörðinni. Af baki geta þeir líka fylgst vel með því hvenær hópur- inn er að taka flugið. Fyrir starann er afar mikilvægt að fylgja hópnum, bæði til að minnka afránshættu (3. mynd) og auka líkur á að finna fæðu.4 Það kom einnig fyrir að stararnir tóku sér hvíld á baki hrossanna og sáust snyrta sig, kúra sig niður og hafa samskipti við aðra. Það getur því vel verið að þeir njóti ylsins af hestunum. Hvort samskipti þessara tegunda flokkast fremur undir gistilífi en sam- hjálp er erfitt að segja. Rannsóknin bendir til að stararnir hafi umtalsvert gagn af samskiptum við hrossin. Það er vel hugsanlegt að samneyti við starana sé einnig af hinu góða fyrir hestana, og þá væri hér um samhjálp að ræða. Hegðun hestanna sem dýra sléttunnar endur- speglar alltaf þeirra eðli og þróunarsögu og hún sýnir enn ýmiss konar aðlögun að flóknari umhverfi í fyrndinni.17,18 Þótt hætta af rándýrum sé afar lítil hér á landi voru margs konar rándýr á slétt- unum hættuleg folöldunum í árdaga og eru enn sums staðar í heiminum.19 Sníkjudýr á hrossum og ásókn bitvarga hefur alltaf verið til staðar. Að hafa vörð sem stendur á baki og varar við yfirvof- andi hættu auk þess að geta étið sníkju- dýrin og fælt bitvarginn frá, hlýtur að vera góður kostur! Rannsókn þessi er lítil að vöxtum en niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Í fyrsta lagi það hversu óútreiknanlegir og kvikir stararnir voru. Oftast stoppuðu þeir stutt, flugu upp og söfnuðust saman, sett- ust niður skammt frá en komu svo aftur. Alveg óvænt flugu þeir svo hátt upp og hurfu eða settust í trjálundi. Í öðru lagi kom mér á óvart að sjá þá rífast um að komast að einstaka skítahrúgum. Senni- lega er skýringin sú að það eru ormar í skítnum frá sumum hestanna. Í þriðja lagi var gaman að uppgötva að það var ekki tilviljun á hvers konar hross þeir settust – ljósu litirnir eru greinilega vin- sælli. Ekki er ljóst hvers vegna. Kannski setjast þeir frekar á ljósu hrossin vegna þess að þau sjást betur á haustin, og það hjálpar ef til vill að þá eru berjaskíts- blettirnir áberandi. Ýmsir hafa ímugust á störum hér á landi vegna flónna sem leggjast á okkur mennina þegar ungar eru farnir úr hreiðrunum og flærnar leita að öðrum fórnardýrum. Eins og komið hefur fram hér að ofan á þessi fugl sér einnig heill- andi hliðar. Þar sannaðist hið fornkveðna hvað varðar höfund þessarar greinar að hann lítur starann öðrum augum eftir að hafa skoðað og mælt hegðun hans í kringum hestana og bætt við kunnáttu sína um eiginleika hans og hegðun. SUMMARY Starlings in company with horses The habit of the common starling (Sturnus vulgaris) to associate with grazing horses is spreading in Iceland. When asked I found that many thought the birds were picking parasites from the skin of the horses. I found no refer- ences to scientific papers for this associ- ation of the two species on the internet. However, the behaviour of starlings to forage for invertebrates close to cat- tle when grazing has been studied. In those papers the benefits for the cattle was hardly mentioned. Photos of star- lings sitting on the back of horses are not many on the internet, interestingly though the majority from Iceland. Some photos of starlings perching on red deer, elk, bison, reindeer and cows do exist. To get some idea of the functions of this behaviour, preliminary behavioural observations were carried out in Eilífs- dalur, SW-Iceland, on 9 days in August and September 2018 and 2020 in a spa- cious pasture with a group of 24 horses. The method Ad Libitum was used to be able to describe the general behaviour of the starlings at the site and the reac- tions of the horses to the birds. Instan- taneous sampling was used to estimate time budgets of the birds (22 scans) and to collect data to test (14 scans) if the colour of the horse was irrelevant for the birds when they perched on their back. The birds were very movable and agile: they frequently formed large flocks that split up and joined up, flew up in the air or landed close to the horses. Sometimes they settled on the backs of the horses (up to 25/horse). Looking closely at their behaviour it became clear that they were not feeding on parasites (lice) or skin flakes (one clear exception). Rather, they seemed to use the horses as perches to spot where other birds were feeding or for a place to rest, preen the feathers or for interac- tions with other birds as well as to be on the outlook for predators. They spent 73% of their time foraging for food (berries and invertebrates around the horses and in the horse droppings). They also stood still (13%), preened their feathers (7%), argued over horse droppings (3%) and spent 4% of their time perching on a horse. Most com- monly only one bird perched on a horse at the same time. Interestingly the col- our of the horse was relevant – the birds preferred the palest horses. The horses did not shake their body or tail to get rid of the birds nor were they aggressive towards them. This supports the idea that this association might be a case of commensalism – the birds benefit by getting access to more food while the presence of the birds for the horses is of no importance. However, in the evolu- tionary past when the horsesʼ habitats were large plains and predators were a constant threat to the foals, an associ- ation with birds which spot predators quickly19 might have been advantageous for the horse as well as acting as deter- rents for biting insects – hence a case of mutualism. Although such a predator threat is of much less significance at the present time, the genetic basis of a behaviour of such a protective nature is very unlikely to disappear from horse populations.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.