Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 275 Ritrýnd grein / Peer reviewed FERÐIR NORÐLENDINGA TIL OG FRÁ HÁLSAHÖFN Við höfum hér horft til líklegra ferða Austfirðinga suðvestur yfir jökul að Hálsaskerjum með Hálsatind sem veg- vísi og áfram niður eftir Staðardal að útræðinu í Hálsahöfn. Þessi fengsæli staður á einnig að hafa dregið að sér Norðlendinga úr Þingeyjarsýslum og Eyjafirði ef marka má örnefni og munn- mæli síðari alda. Ekki er nú ljóst hvaða leið Norð- lendingar gætu hafa valið sér heiman að inn yfir Vatnajökul og suður yfir að Hálsahöfn. Líklegt má telja að ver- menn úr Þingeyjarsýslum hafi farið um Möðrudal og þaðan suður yfir Brúar- jökul, sem lítið fór fyrir fyrstu fimm aldirnar frá landnámi. Þar er jökull- inn lægstur og á síðustu öld varð til nýnefnið Norðlingalægð, líklega hjá þátttakendum í sænsk-íslenska rann- sóknaleiðangrinum á fjórða áratug aldarinnar.21 Eyfirðingar og Suður-Þing- eyingar gætu líka hafa lagt leið sína inn úr Bárðardal og upp á Dyngjujökul við Kistufell og sveigt af Kverkfjallahrygg austur að Hálsatindi og Staðardal (17. og 18. mynd). Um þetta segir Sigurður Þórarinsson meðal annars í Lesbók (bls. 400–401):6 Leiðin þvert norður yfir jökulinn var einkum farin af Norðlingum, sem fóru til verstöðva við Hálsaós í Suðursveit … Sameiginlegt þeim leiðum, sem hjer hafa verið nefndar, er það, að þær sneiða fram hjá skriðjökultungunum suður úr Vatnajökli og liggja eftir jök- ulvana landi beint á hjarnsvæðin, enda eru skriðjöklar þeir, er ganga suður úr Vatnajökli, torfærir eða ófærir hestum. Aftur á móti eru hjarnsvæðin fær hestum og sama er að segja um hina tiltölulega sljettu skriðjökla, er ganga niður á hásljettuna norðan jökulsins. Orsakirnar til þess, að Vatnajökulsvegirnir úr Hornafirði og Öræfum lögðust niður voru einkum þær, að framskrið skriðjöklanna síð- ustu 3–4 aldirnar tók af vegina upp á hjarnsvæðin. Þessari orsök er þó ekki til að dreifa um leiðina úr Suðursveit upp á Heinabergsjökul [Skálafells- jökul]. Þá leið hefur aldrei tekið af vegna skriðjökla. Sú leið lagðist niður einkum af þeim orsökum, að Fljóts- dælir og Norðlingar hættu að sækja sjó frá Hálsahöfn ... Um ástæður þess, skipsskaðann 1573 og breytt lendingarskilyrði, fjallar Sigurður síðar í greinum sínum (bls. 415–417).6 Eins og fyrr er getið eiga Norð- lingar að hafa komið niður á Hálsasker sunnan við rætur Skálafellsjökuls, og telja menn sig eigi alls fyrir löngu sem og nýverið hafa séð götutroðninga inn af Staðardal (19. og 20. mynd). Munn- mælasögum sem lúta að þessu hefur Daniel Bruun safnað í Suðursveit og að 15. mynd. Horft inn yfir Jökulsá í Fljótsdal til Norðurdals þar sem leiðin lá áleiðis suður yfir Vatnajökul. Snæfell er þar öruggur veg- vísir. – A view across Jökulsá in Fljótsdalur towards Norðurdalur where the track lead towards Vatnajökull. There Snæfell (1833 m) is a secure compass. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 2018. 16. mynd. Kleifarskógur vestan Jökulsár. Gatan frá Ófæruseli inn eftir skóginum sést á myndinni. Innstu bæir í Norðurdal sýnileg- ir í fjarska. – Kleifarskógur west of Jökulsá. Visible is the track from Ófærusel through the birch forrest and the innermost farms in Norð- urdalur far to the right. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 2007.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.