Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 235 Ritrýnd grein / Peer reviewed 1. ás / Comp. 1 (21,0%) 2. á s / C o m p . 2 (1 8, 4% ) Omalotheca supina Phleum alpinum Engin ríkjandi / No dominant – Þekja / Cover Salix arctica – Þekja / Cover 2016 -10 -5 -5 0 0 5 5 10 10 K8 K1 K2 K4 B2 B4 B1B8 B3 B7 K5 B5 B10 B6 B9 K7 K3 ? N (% ; L o g k va rð i) C /N -h lu tf al l / C /N -r at io p H H 20 N (% ) C /N -h lu tf al l / C /N -r at io p H H 20 Jökulsker – Aldur Nunataks – Age c) P<0,001 f) r = 0,84 P<0,001 b) P<0,001 e) r = 0,85 P<0,001 a) P=0,003 d) r = 0,87 P<0,001 Þekja (%; Log kvarði) Cover (%; Log scale) S-7,5 a b b a b b a a b B-50 K-74 1 0,1 0,12 0,10 0,08 0,06 0,04 0,02 0,00 15 10 5 0 10 8 6 4 2 0 0,01 0,001 15 10 5 0 10 8 6 4 2 0 0,1 1 10 100 UMRÆÐUR Landnám tegunda Í þessari rannsókn var fylgst nákvæm- lega með breytingum á tegundasam- setningu og gróðurfari 17 fastra vöktun- arreita í Bræðraskeri og Káraskeri frá árinu 1965 til ársins 2016. Yngstu reitir, miðað við komu skers úr jökli, voru 5 ára (í Bræðraskeri 1965) en þeir elstu 80 ára (í Káraskeri 2016). Þetta er lengsta samfellda vöktun frumframvindu, gróð- urfars og þekju á afmörkuðum reitum sem höfundar vita um hérlendis. Fylgst hefur verið með breytingum á gróð- urfari Surtseyjar jafn lengi en vöktun á gróðurþekju og útdauða tegunda í föstum vöktunarreitum hófst ekki í Surtsey fyrr en árið 1990.6,7 Fyrsta landnám og frumframvinda plantna í reitunum í báðum skerjum einkenndist af æðplöntum, fremur en mosum eða fléttum. Það er svipað og í frumframvindu við jökulsporð Skaftafellsjökuls3,4 og á hraunum og gjósku í Surtsey þar sem sandfok og saltrok er algengt.6,7 Af 50 tegundum æðplantna sem Glausen and Tanner4 geta í rannsókn framan Skaftafellsjökuls fundust aðeins 16 (32%) í föstum reitum í þessari rannsókn. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart þar sem flóra jökulskerj- anna einkennist af fjallaplöntum17,24 en flóran við Skaftafellsjökul af skóglendis- og láglendisplöntum,3,4 en þetta stað- festir að framvindan er öðruvísi framan við skriðjökla en uppi á jökulskerjum. Allt annars konar frumframvinda verður á hraunum á úrkomuríkum stöðum á láglendi Suðurlands. Þar verða gamburmosar (Racomitrium spp.) snemma ríkjandi en æðplötur ná ekki yfirhöndinni í framvindunni, jafnvel í áratugi eða aldir, nema þekja mosaþembunnar verði fyrir raski sem auðveldar landnám æðplantnanna.10 Einnig er vert að benda á þær niður- stöður Maríu Ingimarsdóttur o.fl.20–23 að frumframvinda lífríkis á jökulskerj- unum hófst ekki með landnámi plantna heldur hryggleysingja (skordýra). Þeir lifa á lífrænum leifum sem eiga uppruna sinn í bakteríum og þörungum sem lifa í jökulísnum27 og eru til staðar á yfirborði skerjanna þegar þau koma undan jökli. 12. mynd. Myndir af reitunum a) K1, b) K2 og c) K4 í Káraskeri árið 2016, 80 árum eftir að það kom upp úr jökli. – Photographs of the plots a) K1, b) K2 and c) K4 in the Kárasker nunatak in 2016, 80 years after it appeared from the glacier. Ljósm./Photos: Starri Heiðmarsson a, b) 9.8. 2016, c) 10.8. 2016. 13. mynd. a) Heildar-köfnunarefni (N) í jarðvegi, b) C/N- hlutfall í jarðvegi og c) sýrustig jarðvegs (pHH2O) í Skála- björgum (hvítt), Bræðraskeri (ljósgrænt) og Káraskeri (dökkgrænt) 5–10 árum (S-7,5), 50 árum (B50) og 74 árum (K-74) eftir að skerin komu upp úr jökli. Lóðrétt strik tákna SE (n=5–6), P-gildi eru úr einþátta fervikagreiningu og ólíkir bókstafir tákna tölfræðilega marktækan mun (p<0,05) samkvæmt pöruðu LSD-prófi. d) Samband meðal- gróðurþekju æðplantna allra reita árin 2005–2016 og N, e) C/N- hlutfalls og f) sýrustigs. Athugið lógaritmískan kvarða fyrir þekju og N. Strikið sýnir fylgnina, P-gildi hennar og fylgni- stuðul (r) sambandsins. – a) Total soil nitrogen (N), b) soil C/N ratio and c) soil acidity (pHH2O) in Skálabjörg (open), Bræðrasker (light green) and Kárasker (dark green) 5–10 (S-7,5), 50 (B-50) and 74 (K-74) years after the soil came out of the glacier, respectively. Vertical bars stand for SE (n=5–6), P-values are from One-Way ANOVA compari- son and different letters above bars indicate significant (p<0.05) differences in means according to LSD tests. d) The relationship between average vascular plant cover in plots during 2005–2016 and N, e) C/N ratio and f) pH. Note the logarithmic scale for cover and N. The line shows the correlation, P-value its significance and r is the multiple correlation coefficient.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.