Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 86
Unnur Birna Karlsdóttir (f. 1964) lauk doktorsprófi í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2010. Viðfangsefni doktorsritgerðar hennar er náttúrusýn og vatnsafls- virkjanir á Íslandi. Hún hefur í ræðu og riti fjallað um ýmsar hliðar á sambúð manns og náttúru en rann- sóknir hennar síðasta áratug hafa einkum verið á sviði umhverfissögu. Unnur Birna gegnir nú stöðu forstöðu- manns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. UM HÖFUNDINN PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS Unnur Birna Karlsdóttir Sunnufelli 4 700 Egilsstöðum unnurk@hi.is Það fer ekki á milli mála þegar saga NAUST er skoðuð að það hefur oft gustað um starfsemina og félagsmenn samtakanna, enda er starfssvæði NAUST víðfeðmt með ótal náttúruperlur og víð- erni. Á svæði NAUST hafa auk þess farið fram umdeildustu stórframkvæmdir á öræfum í sögu Íslands með gríðar- legu inngripi mannsins í náttúrufar og landslag. En það má þó sjá af skjölum og samtímastarfi NAUST að það er enginn bilbugur á þessum náttúruverndarsam- tökum og því allar líkur á að áhugavert verði að fylgjast með þeim áfram. Von- andi tekst NAUST að fá nægilega marga til liðs við samtökin nú og framvegis til að geta haldið uppi öflugri baráttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd. Þátttaka í starfi náttúruverndarsamtaka hefur ef til vill fengið á sig þá mynd eftir stórátök undanfarinna ára um virkjanir að fela lítið annað í sér en óvinsældir meðal sumra samborgara sinna og baráttu við ofurefli stórfyrirtækja og stjórnvalda. Sem betur fer er myndin litríkari og fjölbreyttari. Það er þó umhugsunar- efni fyrir náttúruverndarsamtök, jafnt NAUST sem önnur, hvernig þau eiga að tryggja nýliðun innan sinna raða. Einn þáttur í því er að kynna starf sam- takanna með þeim hætti að höfða til sem flestra aldurs- og þjóðfélagshópa, samhliða því að félagsmenn geti fengið að velja hvaða viðfangefni þeir vilja helst sinna, í nærumhverfi sínu eða á stærri vettvangi. Margir hafa áhuga á umhverfismálum og náttúruvernd þótt ekki treysti sér allir í framvarðalínuna þegar mikil átök verða um tiltekin málefni tengd sambúð manns og nátt- úru. Það eru áhugaverðir tímar í sögu umhverfis- náttúruverndar hér á landi um þessar mundir, og hver og einn ætti að geta fundið sér næg uppbyggjandi verkefni innan umhverfis- og náttúru- verndarsamtaka landsins. Glettingur – tímarit um austfirsk málefni, 2. tbl. 30. árgangs, er tileinkaður hálfrar aldar starfsemi og afmæli Náttúruverndar- samtaka Austurlands, NAUST. Tímaritið kemur út tvisvar á ári og er áskriftarverð 3.800 krónur. Hægt er að gerast áskrifandi á vefsetri tímaritsins (slóð: www.glettingur.is) eða með því að senda póst á netfangið sigurjon@bokstafur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.